Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.08.1974, Qupperneq 6

Ægir - 15.08.1974, Qupperneq 6
Ásgeir Jakobsson: Enn gerast ævintýr Kári Jóhannesson er fæddur 3. maí 1937 á Flateyri og er í báðar ættir Vestfirðingur. Árið 1956 hóf hann nám í útvarpsvirkjun hjá Friðrik A. Jónssyni, sem lézt í sumar fyrir aldur fram og var harmdauði, þeim sem þekktu hann. Friðrik var umboðsmaður Simradsfyrirtækisins norska hérlendis, sem kunnugt er, og í námi sínu hjá Friðriki komst Kári fljótlega í kynni við hið nýja fiskileitar- tæki, astikkið, sem þá var að þróast. Fyrstu litlu handsnúnu astikktækin voru látin í bát- ana Mími, Víði og Sigurð Pétursson sumarið 1954, en áður hafði eitt slíkt tæki verið sett í varðskipið Ægi (1953). Kári vann svo við að setja fyrsta sjálfritandi fiskileitartækið í skip hérlendis, en það Vcir 1958 og skipið var Fanney, tilraunaskip ríkisins. Árið 1961 fór Kári út til tæknináms í Noregi og lauk námi, sem rafeindatæknifræðingur 1965. Hann starfaði síðan nokkra mánuði hjá Simradfyrirtækinu, en kom svo upp og hóf störf hjá Friðrik A. Jónssyni á ný, það var í ársbyrjun 1966. Margar hugmyndir urðu til í samstarfi þeirra Friðriks og Kára, sem síðan hafa öðl- azt raunhæft gildi og telja margir, að það hafi ekki komið fram sem skyldi, hvað Simradumboðið hér og þeir menn sem við það störfuðu svo og íslenzkir fiskimenn hafa lagt að mörkum við þá hröðu þróun, sem varð í notkun sjálfritandi fiskileitartækja. Norðmönnum er yfirleitt eignað þetta allt. Kári varð fyrstur manna til þess á síldar- árunum miklu að kafa undir skipin úti á miðunum og gera við botnstykki fiskileit- artækjanna og skipta um þau úti á hafi. Um þetta starf Kára segir Þorsteinn Gísla- son, sem gerst má þekkja það, í bókinni „Mennimir í brúnni,“ HI b.: „Kári Jóhannesson heitir maður nokkur, mjög fær í sónarfræðum og starfar hjá Sam- einuðu þjóðunum. Vart getur færari menn 1 þessum heimi í þeim fræðum. Hann var fyrh' nokkmm ámm við nám í Noregi hjá Simrad. Þá datt honum í hug, hvort ekki myndi hægt að skipta um botnútfærslu astikktækisins úti a sjó. Hann stakk þessari hugmynd að norskurn forráðamönnun;, en þeir klöppuðu honum a öxlina: jú, sögðu þeir, ágæt hugmynd, Kári, en óframkvæmanleg. Kári gafst þó ekki upp. Fékk sér froskmannsbúning og lærði köfun, með þeim árangri, að t. d., 1967 skipti hann um botnbúnað á 80 skipum úti á sjó og er svona rétt hægt að ímynda sér, hvað tap- azt hefði við að sigla þeim öllum til hafnar og taka þau í slipp. Og þeir norsku óskuðu svo eftir að senda sína menn hingað til náms. Veturinn eftir kom svo feitletruð fyrirsögn í Fishing News, þar sem þær fréttir voru sagðar, að Norðmenn hafi unnið það mikla afrek að finna aðferð til að skipta um úti a sjó og sendi menn í allar áttir til að kenna þetta. . . .“ Starf Kára hjá Simradumboðinu leiddi náttúrulega til gagngerðrar þekkingar á tækj- unum, allri gerð þeirra og mikilvægi þeSS að byggja upp tæknilega fullkomna útgerðar- þjónustu. En Kára fannst þó að hann þyrfti að öðlast enn betri skilning á notkun tækjanna við fiskileit og kynnast jafnframt hinni al- kunnu hæfni okkar fiskiskipstjóra til að full- nýta tækin. Hann réð sig í þessu skyni, 1 maí 1969, sem 2. vélstjóra á Gígjuna, en þar var Árni Gíslason skipstjóri. Kára voru vel ljósir möguleikar hljóðbylgju- tækjanna til vísindalegrar notkunar við ákvörðun stofnstærðar og fiskmagns á til- tekinni fiskislóð. Hann ákvað því að reyna að fá tækifæri til að nýta sérþekkingu sína 1 notkun tækjanna á vísindasviðinu og réð sig í því skyni í ársbyrjun 1970 til FAO. Um þessar mundir var að koma fram a 222 — Æ GIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.