Ægir

Volume

Ægir - 15.05.1975, Page 10

Ægir - 15.05.1975, Page 10
áfram athugunum sínum ásamt Havdrönen á loðnustofninum í Barentshafi. Þær rannsóknir leiddu til staðfestingar á fyrri athugunum á styrkleika árganganna 1972 og 1973. Vöxtur einstaklinga í þessum stofnum virtist óvenjulega lítill. Þessar haustrannsóknir sýndu einnig að því er virtist, að árgangurinn 1974 væri til- tölulega góður. Aðeins lítill hluti af 1972 ár- ganginum, sem menn vænta að myndi megin- hrygningarstofninn 1975 var orðinn kyn- þroska, þegar athuganir fóru fram. Orsökin til þess er vafalaust hvað loðnan í þessum ár- gangi var smá vexti. Þegar borið er saman rúmtak og lengd tveggja ára loðnu í árgöng- unum 1974 og 1972 sýnir það sig, að bæði rúmtak og þyngdarmagn einstaklinganna er 35—40% minna í árganginum 1972. Sennileg- asta ástæðan til þess að loðnan hefur vaxið svo hægt í Barentshafi síðustu tvö árin, er hinn mikli fjöldi einstaklinga sem koma úr árgöngunum 1972 og 1973, og þá sérstaklega þeim síðari, sem er einhver sá stærsti að fjölda til, sem menn vita deili á. Með almennu orðalagi mætti kannski segja að loðnustofninn í Barentshafi búi nú við svipuð skilyrði og mannfólk á þeim landsvæðum, þar sem þétt- býli er of mikið og landið ber ekki mann- fjöldann. Stjórnun. Það er af því sem að framan er sagt ljóst að það eru engar líffræðilegar forsendur fyrir hömlum á veiðum á ókynþroska loðnu í Bar- entshafi. Ef sú skoðun er rétt að vöxtur einstaklinganna sé farinn að minnka eða hægja á sér vegna of mikils fjölda, þá væri það afturámóti eðlilegra að auka sóknina í smá- loðnuna 1975 til þess að skapa betri lífsskil- yrði fyrir síðari hrygningarárganga. Veturinn 1974 gilti veiðikvóti á vetrar- loðnuveiðunum til þess að tryggja að nægjan- legt magn kæmi úr árganginum 1971, sem var mjög veikur, inn til hrygningar og vaeri ekki veiddur upp áður en hann næði hrygna. Vegna þess, hve tiltölulega lítill hluti árgangsins 1972 hefur verið orðinn kynþroska á hrygningartímanum 1975 gæti verið fuU ástæða til að fara með varúð að veiðunum a hrygningartímanum. Það getur verið að hrygningarstofninn se jafnvel minni en hann var 1974. Hrygninga- stofninn getur sem sé enn verið í hættu, vegna þessa hæga vaxtar, en Hafrannsóknastofn- unin hefur þó ekki talið ástæðu til að tak- marka veiðarnar 1975, vegna þess að hinn le- legi árgangur 1975 muni valda því, að árgang- urinn 1976 nái eðlilegum vexti og kynþroska- Sá árgangur myndi þá hrygna 1979. Mergð ókynþroska loðnu í árgöngunum 1972, ’73 og 1974 er svo mikil að gild ástæða er til að ætla að sá fjöldi nægi til endurnýjunar til árs- ins 1978 að því ári meðtöldu. FISKVERKENDUR ÚTGERÐARMENN ALLAR TEGUNDIR KLÓRTÆKJA fyrir VINNSLUSTÖÐVAR, FISKISKIP og BÁTA EINNIG: KLÓRMÆLITÆKI, KLÓRGASGRIMUR. GASKLÓRTÆKI. BÁTAKLÓRTÆKI VATNSKLÓRTÆKI ••MÁRNIÓLAFSSON &CO.SÍMI 40088 •••* 152 — Æ G I R

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.