Ægir - 01.08.1975, Blaðsíða 14
Ef athugaðar eru skýrslur fyrir leiðangra
á þessu svæði, kemur í ljós, að aldrei hefuh
orðið vart rækju þama að nokkru ráði. Leið-
angursmenn á r/s Árna Friðrikssyni fara
jafnan inn á Axarfjörð með smáriðna vörpu,
en hafa ekki orðið varir við rækju, svo telj-
andi sé, fyrr en nú í mars.
Árið 1967 var gerður út leiðangur á vegum
Hafrannsóknastofnunarinnar til rækjuleitar
fyrir Norðurlandi. Til þessarar leitar var
fenginn m/b Jörundur Bjarnason n BA 64.
Leiðangursstjóri í þessari ferð var Gunnar
Jónsson, fiskifræðingur og skipstjóri var
Bjarni Jörundsson. í þessum leiðangri voru
teknar 12 togstöðvar í Axarfirði með rækju-
vörpu (60 feta höfuðlínu). Togstöðvarnar
voru teknar á tímabilinu 20.—26. apríl og á
sömu svæðum og við toguðum á í leiðangrin-
um núna (D-3-75). í ledtinni 1967 varð aðeins
vart rækju við Kópasker og grunnt vestan-
vert í firðinum. Hér var aðeins um nokkur
stykki að ræða hverju sinni, mest 10 rækjur.
Leitað var á bilinu 45—100 fm dýpi.
í október 1973 var r/s Hafþór við rækju-
leit fyrir Norður- og Austurlandi og var höf-
undur leiðangursstjóri, skipstjóri var Gísli
Ólafsson (H-13-73). Við tókum 3 togstöðvar
í Axarfirði, þar af eina á svipuðum stað og í
leiðangrinum nú (D-3-75). Dýpið þama er um
70 fm. Þar fékkst engin rækja (okt. ’73), en
aftur á móti 525 kg/klst. 1975 (apríl). Ef
borinn er saman botnhiti sjávar frá þessum
stað á þessum tveimur mismunandi árstím-
um, þá mældist hann 5.1°C árið 1973 (okt.),
en 1.7°C árið 1975 (apríl). Hér er um rúm-
lega 3ja stiga hitamismun að ræða.
Þetta, sem að framan er nefnt, gæti hugsan-
lega bent til þess að rækjan sé mjög árstíða-
bundin í Axarfirði, t. d. aðeins yfir vetrar-
mánuðina og að hún haldi sig nær eingöngu
í veiðanlegu magni á grynnstu svæðunum eða
á bilinu 20—90 fm dýpi. Annar möguleiki er
hugsanlega fyrir hendi, að rækjan í Axarfirði
sé ekki árvisst fyrirbæri, eins og niðurstöður
leiðangursins frá 1967 gefa til kynna. Einnig
er hugsanlegt að rækjan haldi sig mjög grunnt
í firðinum og af þeim sökum hafi aldrei náðst
til hennar þegar fyrri athuganir voru gerðar
þarna.
Undanfarin ár hefur fiskur ekki gengið inn
á Axarfjörðinn, svo nokkru nemi. Þetta gæti
haft þau áhrif að rækjan finnst þar nú á þeim
svæðum, sem hennar hefur ekki orðið vart
áður.
Svæðið er mjög vel fallið til rækjuveiða, góð-
ur togbotn og það sem meira er um vert, að
fiskur er nánast enginn á öllu svæðinu. Smá-
síldar og loðnu varð þó vart í mjög litlum
mæli.
Á þessu stigi málsins eru það tilraunaveið-
ar og áframhaldandi rækjuathuganir í Axar-
firði, sem leitt geta í ljós, hvort hér sé um
tímabundin eða varanleg rækjumið að ræða.
SUMMARY
The paper describes a cruise carried out in
April 1975 by the Marine Research Institute
in Reykjavík. The object of the cruise was to
look for new Pandalus fishing grounds off the
north coast of Iceland.
A few weeks earlier the r/v Árni Frið-
riksson made a good shrimp catch in Axar-
fjörður during an o-group fish survey.
Rich prawn grounds were located in Axar-
fjörður, where catches of up to 3920 kg P2r
trawling hour were obtained.
The possibility of carrying out a profitable
fishery in this area is very good and experi-
mental fishery should be carried out as soon
as possible to test the stability of the shrimP
stock in this area.
ÞEIR FISKA
SEM RÓA MEÐ VEIÐAFÆRIN FRÁ
SKAGFJÖRÐ
224 — ÆGIR