Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1975, Blaðsíða 24

Ægir - 01.08.1975, Blaðsíða 24
loðnuveiðum við Nýfundnaland, en þangað fór skipið síðari hluta maímánaðar og v,ar útivist þess um tveir mánuðir. Sigurður afl- aði um 16 þús. tonna af loðnu og var afla- hæstur þeirra skipa, sem lönduðu í Nordglobal en þau voru alls 8 og öll norsk nema Sigurð- ur. Næsta skip mun hafa verið með um 11 þús. lestir. Sigurður notaði mest hringnótina. Reyndi fyrst með flottrollið, en það gaf ekki ýkja góða raun. Á svipuðum slóðum voru 40 stórir, eða 3—6 þús. lesta sovézkir skuttogarar með fiski- mjölsverksmiðjur um borð. Þeir taka þarna mikinn afla Sovétmenn, enda kvóti þeirra stór, einkum á norðursióðinni, sbr. grein í 10. tbl. Kvóti Nordglobal var 60 þús. lestir og náði skipið ekki alveg að fylla hann. Ætlunin er að Sigurður fari síðla sumars til loðnuveiða í Barentshafi, en norsku fiski- fræðingarnir telja að þar sé þörf á að grysja ókynþroska loðnu til að örva vöxt. Heyrzt hefur að Sigurður mun síðan fara til veiða í Nordglobal suður við Afríku og veiða þá makríltegund. Útfærsla í 200 sjómílur Sá markverði atburður hefur nú gerzt, að ríkisstjórn íslands hefur ákveðið að færa fiskveiðilöguna út í 200 sjómílur, þar sem miðlínuskipting milli landa takmarkar ekki útfærsluna við minni fjarlægðir. Yfirlýsingin um útfærsluna var gefin 15. júlí og á hún að taka gildi 15. október á þessu hausti. Sjá til- kynningu og reglugerð í þessu blaði. Hvalvertíðin Hvalveiðarnar hafa gengið ágæta vel síðan þær hófust, en það var vegna verkfalls um hálfum mánuði síðar en venja er, eða um miðjan júní. Um mánaðamótin júlí/ágúst var búið að veiða álíka marga hvali og í fyrra, þrátt fyrir hið stutta veiðitímabil, eða 193 langreyðar, 30 sandreyðar og 4 búrhvali. Hvalirnir eru vænir. Togaradeilan Togaradeilunni, sem stóð í 10 vikur, lauk um mánaðamótin júní/júlí, og héldu togararn- ir þá strax til veiða. Fastakaup háseta hækk- aði verulega og í heild munu kjarabæturnar nema sem svarar 20%. Útgerðarmenn þessara skipa telja, að kostnaður aukist sem svarar 7 milljónum króna á skip við hina nýju samn- inga. Þessari löngu deilu lauk, eins og öðrum slíkum deilum, þannig að allir voru óánægðir með lausnina, aðeins mismunandi mikið. Hafrækjan Eins og sagt var frá í 9. tbl. Ægis, er Haf- rannsóknastofnunin að rannsaka rækjumið djúpt úti af Austfjörðum eða allt að 50 sjóm- úti á 200 faðma dýpi. Austfjarðarækjan á djúpmiðum virðist mjög stór eða um 140 stk. í kg, sem er miklu færri rækjur en almennt gerist (200—220 stk. og þaðan af fleiri al- mennt). Þarna gætu hugsanlega skapazt ein- hver verkefni fyrir báta, 100—200 lestir eða stærri. Afli stóru togaranna Strax og togaradeilan leystist um mánaða- mótin júní/júlí héldu stóru togararnir t'1 veiða og höfðu yfirleitt styttri útivist en venja er, komu margir inn eftir rúma viku. vegna þess að beðið var með mikilli óþreyju eftir fiski til vinnslu í frystihúsunum. Þeir öfluðu þó vel og komu inn með 200—300 tonn almennt og var megnið karfi hjá þeim flest' um en einnig mikill ufsi og einstaka skip var með góðan þorskafla. Veiðisvæðin voru 1 fyrsta túrnum Jökulbungan, Dorhnbankinn .08 miðin við Austur-Grænland, en síðar í íul1 kom ufsahlaup á Halamiðin. Kúfiskur Nú er það aftur á döfinni að fara að reyu*j að veiða og nýta kúfiskinn, en kúfiskmið e víða góð við landið. Það eru nú að verða u16'1” en tveir áratugir síðan gerðar voru verulega tilraunir til að flytja út kúfisk á bandaríska markað. Öllum er í minni, hvernig til tó s 1946, en þá varð vart eitrunar í kúfisk' bandaríska markaðnum og var íslenzka fiskinum ranglega eignuð sú mengun. Nar._ aður er víða fyrir kúfisk, því að hann er g0^. ur til átu sérstakur og eins í súpum. Vona er að veiðarnar og vinnslan borgi sig og ve ^ hagstæðari en hún hefur stundum reyuz hörpudiskinum. 234 — Æ G IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.