Ægir - 01.07.1986, Blaðsíða 32
und lúðum verður safnað og skipt
í tvo jafnstóra hópa eftir stærð.
Smærri lúðurnar fara í þrjú ker
þar sem þéttleiki verður 10, 20 og
30 kg/m2. Stærri lúðurnar fara
sömuleiðis í önnur þrjú ker með
samsvarandi þéttleika.
Lúðunum sem safnað var í
vetur verður blandað saman við
hinar nýveiddu til að reyna að
láta þær kenna hinum síðar-
nefndu átið og þannig auka arð-
semismöguleika í slíku eldi. Gert
er ráð fyrir að hluti af nýveiddu
lúðunum verði merktur. Til að
fylgjast með vexti verða lúðurnar
lengdar- og þyngdarmældar á
þriggja mánaða fresti og á sama
tíma verður slátrað úr kerjunum
til að viðhalda svipuðum þétt-
leika allt árið. Verða sýnishorn af
þessari lúðu send á erlendan
markað til að kanna hvaða verð
fæst fyrir þessa framleiðslu og
hvernig það breytist með stærð
fisksins og árstíma.
Meðan á tilraunum stendur er
fyrirhugað að vinna að gerð
reiknilíkans til könnunar á arð-
semi lúðueldis miðað við mis-
munandi forsendur. Eftir að
niðurstöður hafa fengist úr eldis-
tilraunum ætti að fást enn betra
mat á forsendum útreikninga. Þá
ætti væntanlega að fást úr því
skorið hvort lúðueldi geti orðið
hagkvæmur kostur hér á landi.
Heimildir
Aðalsteinn Sigurðsson. 1971. Smá-
lúðuveiðar í Faxaflóa og lúðustotnin'1
við ísland. Sjómannablaðið Víkingn
33 (4-5), 146-152.
Björn Björnsson. 1985. Þorskeldi- Sja'
arfréttir 13 (5), 39-43.
*
(
MERMAID v *
bátavélar
70-250 ha.
til afgreiðslu með stuttum fyrirvara.
Gott verð og greiðsluskilmálar.
VÉL0RKAHF.
Grandagarði 3-121 Reykjavík
Símar 91-62-12-22, 91-10773.
Frumfóðrun lúðuseiða heppnast
að Austevoll við Bergen í Noregi
Nú hefur fiskeldisstöðinni í
Austevoll við Bergen tekist að láta
klakin lúðuseiði taka við fóðri.
Þar með er hægt að reikna með
því að lúðueldi geti orðið ný fisk-
eldisgrein.
í héraðsblaðinu Driva sem
gefið er út í Sunndalsöra kom sú
frétt 31. maí 1986, að tveir
í Öksendal, sem er rétt hjá Su ^
dalsöra hefðu sótt um leyfi11
hefja lúðueldi í atvinnusjó<
Samkvæmt fréttinni er Þetta 'úL í ;
umsóknin um leyfi til lúðue
Noregi.
Það fylgir fréttinni að sttt|-tjð
Austevoll muni ekki getað
frá sér lúðuseiði fyrr en eftir
ár.
Stefán Aðalsteii1--
■S0<'-
412 -ÆGIR