Ægir - 01.07.1992, Blaðsíða 6
342
ÆGIR
7/92
íslenskt atvinnulíf
á tfmamótum
Inngangur
A rúmum áratug hefur umgjörð
íslenska hagkerfisins verið breytt í
grundvallaratriðum. Breytingarnar
hafa gengið hægt fram og í mörg-
um skrefum. Virðist litlu skipta
um þessar breytingar hvaða
stjórnmálaflokkar hafa verið við
völd. E.t.v. markast upphaf þess-
arar stefnu skýrast af lögum frá
1979 um verðtryggingu fjárskuld-
bindinga, en hún á sér þó lengri
aðdraganda. Aðgerðum stjórn-
valda og stéttarfélaga hefur um
langan tíma verið stýrt að því
markmiði að ná stöðugleika í
verðlagi. Síðasta áratuginn hafa
lagabreytingar að því er varðar
umgjörð atvinnulífsins og á sviði
tekjuöflunar ríkisins í megindrátt-
um falist í að auka virkni mark-
aðsafla. Hér var ekki um sérís-
lenskt fyrirbrigði að ræða. Vítt um
hinn vestræna heim var stefna
stjórnvalda í sama dúr og skiptir
þar engu hvort litið var til Bret-
lands og Bandaríkjanna undir
stjórn Tatchers og Reagans eða til
Svíþjóðar og Frakklands undir
leiðsögn jafnaðarmanna.
Því er ekki að neita aö árangur
aðgerðanna hér á landi hefur nú
loksins orðið sá sem að var stefnt.
Verðlagsbreytingar eru nú í takt
við það sem gerist í nálægum
löndum. Það þarf þó að gera
meira því ekki markar enn fyrir
aukinni framleiðslu, sem er raun-
verulegt takmark þessara aðgerða.
Óviðunandi ójafnvægi er á við-
skiptum við útlönd og vinda þarf
bráðan bug á viðskiptahallanum.
Markaðsákvörðun gengis þyrfti að
koma til framkvæmda sem fyrst
og samtímis ætti að nota tækifær-
ið og taka stærri skref í átt til frí-
verslunar. Verðgildi gjaldmiðla á
að ráðast af framboði og eftir-
spurn á opnum markaði, eins og
gildir um flest annað sem fólk
verslar með í landinu. Einhverjir
munu segja að t.d. opnun íslensks
matvælamarkaðar fyrir útlendri
samkeppni sé ekki tímabær þar
sem í vetur sé líklegt að atvinnu-
ieysi verði meira en áður hafi
þekkst hér á landi. Vissulega eiga
slík andmæli við rök að styðjast,
en það er einmitt yfirvofandi at-
vinnuleysi og ótrúlega mikil svart-
sýni í íslensku atvinnulífi um
þessar mundir sem gera aðgerðir
tímabærar.
I kjölfar óhjákvæmilegrar gep£'
islækkunar, við tilkomu gjaldeV'
ismarkaða, og lækkandi rauH'
verðs matvæla vegna lægri Þrös ,
uldar innflutningstakmarkana a
landbúnaðarafurðir, mun groS c
færast í íslenskt atvinnulíf. Lask
un gengis er óhjákvæmileg vegua
takmarkaðri möguleika ríkissjó 5
á yfirdrætti í Seðlabanka og vegna
yfirlýstrar stefnu um uppfyllin§tJ
lánsfjárþarfar ríkisins á innlendun1
fjármagnsmarkaði. Gengislæi<
unin verður meiri ef frelsi i |pn
flutningi búvara verður samhli a
aukið. Bændur hæfu þannig a
lögun framleiðslunnar að erlen
samkeppni við bestu aðstæðui-
Gengisstefna undanfarinna ara
hefur verið og er í vaxandi mæ
óyfirstíganleg hindrun í vegi 'V
framþróun iðnaðar og sjávar
Hægt erað ofmeta svo hæfni útflutningsatvinnuveganna að afieiðin9',n
verði gjaidþrota fyrirtæki og ónýtt framleiðslutæki.