Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1992, Blaðsíða 6

Ægir - 01.07.1992, Blaðsíða 6
342 ÆGIR 7/92 íslenskt atvinnulíf á tfmamótum Inngangur A rúmum áratug hefur umgjörð íslenska hagkerfisins verið breytt í grundvallaratriðum. Breytingarnar hafa gengið hægt fram og í mörg- um skrefum. Virðist litlu skipta um þessar breytingar hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd. E.t.v. markast upphaf þess- arar stefnu skýrast af lögum frá 1979 um verðtryggingu fjárskuld- bindinga, en hún á sér þó lengri aðdraganda. Aðgerðum stjórn- valda og stéttarfélaga hefur um langan tíma verið stýrt að því markmiði að ná stöðugleika í verðlagi. Síðasta áratuginn hafa lagabreytingar að því er varðar umgjörð atvinnulífsins og á sviði tekjuöflunar ríkisins í megindrátt- um falist í að auka virkni mark- aðsafla. Hér var ekki um sérís- lenskt fyrirbrigði að ræða. Vítt um hinn vestræna heim var stefna stjórnvalda í sama dúr og skiptir þar engu hvort litið var til Bret- lands og Bandaríkjanna undir stjórn Tatchers og Reagans eða til Svíþjóðar og Frakklands undir leiðsögn jafnaðarmanna. Því er ekki að neita aö árangur aðgerðanna hér á landi hefur nú loksins orðið sá sem að var stefnt. Verðlagsbreytingar eru nú í takt við það sem gerist í nálægum löndum. Það þarf þó að gera meira því ekki markar enn fyrir aukinni framleiðslu, sem er raun- verulegt takmark þessara aðgerða. Óviðunandi ójafnvægi er á við- skiptum við útlönd og vinda þarf bráðan bug á viðskiptahallanum. Markaðsákvörðun gengis þyrfti að koma til framkvæmda sem fyrst og samtímis ætti að nota tækifær- ið og taka stærri skref í átt til frí- verslunar. Verðgildi gjaldmiðla á að ráðast af framboði og eftir- spurn á opnum markaði, eins og gildir um flest annað sem fólk verslar með í landinu. Einhverjir munu segja að t.d. opnun íslensks matvælamarkaðar fyrir útlendri samkeppni sé ekki tímabær þar sem í vetur sé líklegt að atvinnu- ieysi verði meira en áður hafi þekkst hér á landi. Vissulega eiga slík andmæli við rök að styðjast, en það er einmitt yfirvofandi at- vinnuleysi og ótrúlega mikil svart- sýni í íslensku atvinnulífi um þessar mundir sem gera aðgerðir tímabærar. I kjölfar óhjákvæmilegrar gep£' islækkunar, við tilkomu gjaldeV' ismarkaða, og lækkandi rauH' verðs matvæla vegna lægri Þrös , uldar innflutningstakmarkana a landbúnaðarafurðir, mun groS c færast í íslenskt atvinnulíf. Lask un gengis er óhjákvæmileg vegua takmarkaðri möguleika ríkissjó 5 á yfirdrætti í Seðlabanka og vegna yfirlýstrar stefnu um uppfyllin§tJ lánsfjárþarfar ríkisins á innlendun1 fjármagnsmarkaði. Gengislæi< unin verður meiri ef frelsi i |pn flutningi búvara verður samhli a aukið. Bændur hæfu þannig a lögun framleiðslunnar að erlen samkeppni við bestu aðstæðui- Gengisstefna undanfarinna ara hefur verið og er í vaxandi mæ óyfirstíganleg hindrun í vegi 'V framþróun iðnaðar og sjávar Hægt erað ofmeta svo hæfni útflutningsatvinnuveganna að afieiðin9',n verði gjaidþrota fyrirtæki og ónýtt framleiðslutæki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.