Ægir - 01.07.1992, Blaðsíða 52
388
ÆGIR
7/92
í s.b.-þiIfarshúsi eru tveir eins manns klefar og
snyrting með salerni og sturtu. í b.b.-þilfarshúsi er
einn 2ja manna klefi og stigagangar.
Ibúðir eru einangraðar með steinull og klæddar
með plasthúðuðum krossviði.
Vinnuþilfar (fiskvinnslurými):
Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga sem
veitir aðgang að fiskmóttöku, aftast á vinnuþilfari.
Fiskmóttöku er skipt í tvo geyrna með vatnsþéttu þili
að framan með tveimur lúgum.
Skipið er búið rækjuvinnslubúnaði frá Carnitech.
Búnaður er til flokkunar (BSL flokkunarvél), pökkun-
ar og frystingar, en án suðu. Tvær Póls skipavogir
eru á vinnuþilfari og Strapex bindivél.
I skipinu eru eftirfarandi frystitæki: Einn láréttur 18
stöðva plötufrystir frá Sabroe, afköst 5 tonn á sólar-
hing, og tveir lóðréttir 25 stöðva plötufrystar frá
Dybvaad Staalindustri, afköst 5 tonn á sólahring
hvor.
Vinnslurými er einangrað með steinull og klætt
með plasthúðuðum krossviði.
Fiskilest (frystilest):
Fiskilest er búin fyrir frystingu (-30°C) og er lestin
einangruð með polyurethan og klædd með glertrefja-
plötum. Kæling er með kælileiðslum í lofti lestar.
Á miðri lest er eitt lestarop með lúguhlera, búinn
tveimur smálúgum. Á efra þilfari, upp af lestarlúgu,
er losunarlúga með stálhlera slétt við þilfar.
Vindubúnaður, losunarbúnaður:
Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþrýsti-
kerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða
tvær togvindur, tvær grandaravindur og akkeris-
vindu, auk þess er skipið búið fjórum háþrýstiknún-
um hjálparvindum frá DCV Hydrau. Losunarkrani er
frá HMF.
Aftantil á togþilfari, s.b.- og b.b.-megin, eru tvær
togvindur (splittvindur) af gerð D1A10, hvor búin
einni tromlu (510 mmo x 1800 mmo x 464 mm)
sem tekur um 1000 faðma af 2 3/4" vír og knúin af
einum MA10 vökvaþrýstimótor. Togátak vindu á
miðja tromlu er 4.6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði
80 m/mín.
Fremst á efra þilfari, í hvalbaksrými, eru tvær
grandaravindur af gerð DSM2202. Hvor vinda er
búin einni tromlu (380 mmo x 1200 mmo x 350
mm) og knúin af einum M2202 vökvaþrýstimótor,
togátak vindu á tóma tromlu (1. víralag) er 4.0 tonn
og tilsvarandi dráttarhraði 60 m/mín.
Skipið er búið fjórum háþrýstiknúnum hjálpar'
vindum, þ.e. tveimur hífingavindum á hvalbaksþil'
fari aftan við brú; og tveimur afturskips, pokalosun-
arvindu og útdráttarvindu.
S.b.-megin aftast á hvalbaksþiIfari er losunarkram
af gerð A-90-KU2M, lyftigeta 1.5 tonn við 6 nietra
arm, búinn Pullmaster PL4 vindu.
Akkerisvinda er á hvalbaksþiIfari, framan vió bru-
Vindan er af gerð B3, búin tveimur keðjuskítum
(önnur útkúplanleg) og tveimur koppum.
Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.:
Ratsjá: Furuno FRS-48, 48 sml
Ratsjá: Furuno FCR 1401 litaratsjá, 48 sml, me
AD10S gyrotengingu
Seguláttaviti: Bergen Nautik
Gyroáttaviti: Sperry SR 120
Sjálfstýring: Robertson AP9
Vegmælir: Ben Amphitrite
Miðunarstöð: Simrad NW
Loran: Koden LR 770
Loran: Apelco DXL 6000
Gervitunglamóttakari: Koden KGP 910 (GPS)
Gervitunglamóttakari: Furuno GP500 (GPS)
Leiðariti: Furuno GD 2000 með tengingu við FC
1401
Leiðariti: Marbendill (tölvuplotter)
Dýptarmælir: Simrad EQ 38 með MC botnstækkun
Dýptarmælir: Simrad EQ 50
Fisksjá: Simrad CF 100
Aflamælir: Scanmar CGM 03 með SRU 400 mótta
ara
Talstöð: Skanti TRP8250, mið- og stuttbylgjustöð
Talstöð: Sailor T126/R104, miðbylgjustöð
Örbylgjustöð: Sailor RT2047 (duplex)
Örbylgjustöðvar.Tvæ'c Sailor RT144B (simplex)
Veðurkortamóttakari: Simrad NF753
Af öðrum tækjabúnaði má nefna Amplidan 90
kallkerfi, Sailor R501 vörð, Sailor móttakara, Thrane,
TT1600 telextæki, Microline prentara og Nec skj3'^
skipinu er olíurennslismælir frá Örtölvutækni °$
sjónvarpstækjabúnaður með einni tökuvél í gran
aravindurými.
Fyrir togvindur, grandaravindur og hjálparvin
eru stjórntæki í brú, jafnframt eru togvindur bu ‘
átaksjöfnunarbúnaði.
Af öryggis- og björgunarbúnað má nefna: ti ^
Zephyr slöngubát með 15 ha utanborðsvél, gúmm'
björgunarbáta, flotgalla og reykköfunartæki.