Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 34

Ægir - 01.07.1993, Blaðsíða 34
Reglugerð um loðnuveiðar 1993/1994 1. gr. Reglugerð þessi tekur til loðnu- veiða á tímabilinu frá og með 1. júlí 1993 til 1. maí 1994. 2. gr. Aðeins skipum, sem aflamark hafa í loðnu, er heimilt að stunda loðnuveiðar. Veiðar umfram afla- mark í loðnu varða gjaldtöku sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólöglegs sjávarafla. 3. gr. Veiðar eru heimilaðar á eftir- greindum svæðum meö |)essum takmörkunum: 1. Loðnuveiðar eru bannaðar sunnan 67°45'N, vestan 19°V, tímabilið I. júlí til 1. nóvember 1993. 2. í lögsögu Grænlands eru loðnu- veiðar bannaðar sunnan 64°30'N. 3. í lögsögu Jan Mayen eru loðnu- veiðar heimilar þar til saman- lagður afli íslensku loðnuveiði- skipanna nemur 245.700 lestum og sjávarútvegsráðuneytið hefur tilkynnt stöðvun veiðanna í lögsögu Jan Mayen. 4. gr. Skipstjóri veiðiskips skal, þegar skipið siglir inn í fiskveiðilögsögu Jan Mayen og Grænlands, tilkynna staðsetningu skipsins hlutaðeig- andi aðilum samkvæmt leiðbein- ingum ráðuneytisins þar að lút- andi. Ennfremur um loðnuafla sem veiddur er í lögsögu Græn- lands og Jan Mayen. 5. gr. Skipstjóri veiðiskips skal í skeyti tilkynna áætlaðan loðnuafla til veiðieftirlits Fiskistofu strax þegar skip heldur til lands til löndunar afla. Skal tilgreina í tilkynningu reit þar sem afli er fenginn. Geta skal sérstaklega í aflatilkynningu ef afli er fenginn í lögsögu Græn- lands eða Jan Mayen verði það ekki greint á uppgefnum reit. 6. gr. Rangar upplýsingar um afla- magn varða tafarlausri sviptingu veiðileyfis. 7. gr. Ráðuneytið getur takmarkað eða bannað loðnuveiðar á ákeðn- um svæðum í tiltekinn tíma þyki ástæða til þess, m.a. vegna vernd- unarsjónarmiða og til þess að stuðla að sem bestri hagnýtingu loðnustofnsins. Jafnframt getur ráðherra ákveðið aö aðeins stundi loðnuveiðar í tilraunaskyni ákveð- inn fjöldi skipa í því skyni að kanna ástand loönustofnsins undir eftirliti Hafrannsóknastofnunar- innar. 8. gr. Bannað er að veiða smáloðnu minni en 12 sm að lengd sé hún verulegur hluti af loönuafla fiski- skips. Lágmarksstærð loðnu er mæld frá trjónuoddi að sporðenda. 9. gr. Sé skipstjóri fiskiskips í vafa um hlutfall smáloðnu í kasti, þá ber honum, áöur en verulega hefur verið þrengt að loðnunni í nót- inni, að taka sýnishorn af aflanum í smáriðinn háf og mæla 100 loðn- ur valdar af handahófi. Reynist fleiri en 50 loönur vera undir 12 sm aö lengd ber honum að slepp3 loðnunni þegar í stað. Í0. gr. Nú kemur loðnuveiðiskip me loönufarm blandaðan smáloðnu til hafnar og er þá kaupanda aflanS skylt að ganga úr skugga um hvert sé hlutfall smáloðnu í aflanum a þann hátt að tekin skulu þrjú s>'n ishorn valin af handahófi með loðnum í hverju. Sé hlutur sma loðnu, sbr. 8. gr., að meðaltali m þessum þremur sýnishornum ,Tieirl en 55% skal kaupandi aflans ger‘ veiðieftirliti Fiskistofu aðvart. Með mál, sem rísa út af hu,tin^ á reglugerð þessari, skal fariö 3 hætli opinberra mála og varða r á viöurlögum samkvæmt ákvæ um laga nr. 38 15. maí 1990, u stjórn fiskveiða. Reglugerö þessi er sett sa,u kvæmt ákvæðum laga nr. maí 1990, um stjórn fiskveröa' ( nr. 81 31. maí 1976, u,n vel ^ fiskveiðilandhelgi íslands, °8 ^ nr. 34 17. maí 1976, um veiW^ lenskra skipa utan fiskveiöi helgi íslands, til þess að öðlas ^ ar gildi og birtist til eftirbrcytn^ um þeim, sem hlut eiga aö nl‘ Ákvæði til bráðabirg03 ^ Á loðnuvertíðinni 199 (p. )r.,.gr., « íslenskum !^und m heimilt að veiöa / Sjávarútvegsráðune>ti 14. júní 1993- 34 LOÐNUVEIÐAR 1993

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.