Tímarit lögfræðinga - 01.11.1985, Blaðsíða 62
staðfesta niðurstöðu hins áfrýjaða dóms um skaðabótakröfu aðaláfrýj-
enda.“ Hins vegar er tekið fram, að enda þótt HG hafi verið stefnt til
réttargæslu í héraði, hafi hann ekki gerst meðalgönguaðili skv. 50. gr.
1. 85/1936 og hafi því ekki verið grundvöllur fyrir efniskröfum hans í
málinu. Bæri því að ómerkja ákvæði héraðsdóms um sýknu HG af kröf-
um áfrýjenda og vísa kröfum hans frá héraðsdómi og jafnframt að vísa
áfrýjun hans á málinu frá Hæstarétti.
I sératkvæði eins hæstaréttardómara segir, að hann sé sammála því,
að HG sé ekki aðili málsins og að hann fallist á að komist hafi á bind-
andi kaupsamningur um íbúðina svo og um skaðabætur, en hins vegar
sé krafa um útgáfu afsals svo nátengd hagsmunum HG að ekki verði
um hana dæmt án þess að henni verði að honum beint sem aðilja máls-
ins og eigi því að vísa þeirri kröfu frá héraðsdómi. I sératkvæði annars
hæstaréttardómara er m.a. tekið fram, að HG hafi með því að láta mæta
á dómþingum og hafa þar, án andmæla, uppi kröfugerð, „eins og hér
hagar sérstaklega til . . . gerst málsaðili, sbr. 50. gr. laga nr. 85/1936“
og hafi honum því verið heimil gagnáfrýjun, „þar sem hann hafði gerst
málsaðili í héraði, dómsorð varðaði hann og aðaláfrýj endur höfðu
stefnt honum fyrir Hæstarétt". Taldi hann, að héraðsdómi yrði ekki
raskað um það að HG væri eigi skylt að þola, að BÁ og RC gæfu út af-
sal fyrir íbúðinni, en féllst hins vegar á atkvæði meirihluta dómenda
um skaðabætur.
Ekki er ósennilégt, að niðurstaða Hæstaréttar í máli þessu, um út-
gáfu afsals, sé eða verði umdeild og gagnrýnd af sumum, enda þótt
líklegt sé, að flestir geti verið sammála um skaðabótaskylduna, en
skaðabótakröfunni var tvímælalaust mjög í hóf stillt. Dómurinn hlýtur
að leiða til þess, að HG verði fyrr en síðar að rýma íbúð þá, sem hann
hefur lagfært og búið í um nokkur ár og hann „keypti“, að því er
virðist, í sæmilega góðri trú um, að hann yrði réttmætur eigandi henn-
ar. Verður hann vísast fyrir tjóni af þeim sökum. Sumum mun því
vafalaust finnast niðurstaðan harkaleg í hans garð. Þá er og niðurstaðan
athyglisverð, þegar þess er gætt, — svo að náskylt dæmi sé tekið, —
að dómstólar hafa beitt mikilli varkárni með að heimila riftun kaup-
samnings um fasteignir vegna galla á eigninni, ef talsverður tími er
liðinn frá því að kaup tókust og þar til dómur gengur, og látið skaða-
bætur nægja, enda þótt gallinn sé verulegur. Hefur sú afstaða almennt
verið talin helgast af því, að riftun myndi hafa óhæfilega mikla röskun
í för með sér. En á það er hins vegar að líta, að þessi dómur Hæsta-
réttar hefur í raun miklu víðtækara gildi en sem varðar einstaklingana
200