Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1916, Side 5
I. Stjórn háskólans
Rektor háskólans var þetta háskólaár prófessor Guð-
nmnduv Hannesson, kosinn á kennarafundi 17. júni 1915.
Deildarforsetar voru kosnir litlu síðar:
í guðfræðisdeild: prófessor Jón Helgason:
- lagadeild: prófessor Jón Kristjánsson.
- læknadeild: prófessor Guðmundur Magnússon.
- heimspekisdeild: prófessor dr. phil. Ágúst H. Bjarnason.
Þessir deildarlorsetar áltu sæti í háskólaráði, eins og
lög standa til.
í byrjun háskólaársins kaus háskólaráðið sjer vara-
forseta, og hlaut prófessor Guðmundur Magnússon kosn-
ingu. Enn fremur kaus það sjer skrifara, prófessor Jón
Kristjánsson.
Með samþykki forseta Alþingis, leyfði háskólaráðið
slúdentum háskólans veilingastolu Alþingis, »Kringlu«, til
afnota sem lestrarstofu. Stúdentafjelagi háskólans var einnig
lánað húsnæði fyrir fundi sina.
Dr. phil. Sigurður Nordal, sem nýtur styrks af legati
Ilannesar Árnasonar, sótti um leyfi til að fresla notkun
styrksins um eitt ár. Háskólaráðið samþykti, að leggja til
að leyfið yrði veitt.
Beiðni kom frá dr. phil. Alexander Jóhannessyni um
leyfi til þess að halda fyrirlestra og æfingar í þýskum fræð-
um í kenslustofum háskólans. Leyfið var veitt.