Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1916, Page 18
lf.
Síðara misserið:
1. Haldið áfram fyrirlestrum um Bókmentasögu. íslend-
inga, þar sem hætt var fyrra misserið, í einni stund
á viku. Raklar nákvæmlega Viga-Glúms saga, Ljós-
vetninga saga, Valla-Ljóts saga og Svarfdæla saga.
Jafnframt hjelt kennarinn áfram að rifja upp eldri
fyrirlestra sína, i einni stund á viku, þar sem hann
hætli fyrra misserið, og sagði sögu hins islenska skálda-
kveðskapar frá elstu tímum fram á 11. öld (endað
á að l^'sa Sighvati Þórðarsyni).
2. Farið yfir Eddulwœðin, Helreið Brynhildar, Goðrúnar-
kviðu fornu og Allakviðu. Tvær stundir á viku.
3. Farið yfir Grettis sögu frá 48. kap. (meðtöldum) til
enda og lielstu alriði hljóðjrœðinnar í Málfræði ísl.
tungu eftir Finn Jónsson, Khöfn 1908 (munnlegar æf-
ingar). Ein slund á viku.
Prófessor dr. phil. Ágúst H. Bjarnason:
Fyrra misserið:
1. Las fyrir i forspjallsvisindum Ahnenna sálaijrœði eftir
kennarann, fjórar stundir á viku, og fór með yfir-
heyrslum yfir j.að, sem ritað hafði verið, í einni stund
vikulega.
2. Iljelt fyrirlestra tyrir almenning um höjuðatriði sið-
frœðinnar, eina stund á viku, og var þelta inntak fyrir-
lestranna: I. Siðir og siðgæði; II. Um verðmæti lifs-
ins og tilgang þess; III. Siðastefnur; IV. Dygðirnar
og siðferðisþroskinn; V. Um viljann; VI. Um vilja-
starfið og vanann. VII. Ögun viljans; VIII. Líkamleg
heilbrigði; IX. Smekkvísi og háltprýði; X. Sóma-
tilfinning. Skylda og dygð; XI. Hófstilling; XII. Hug-
prýði; XIII. Mannvit og speki; XIV. Rjeltlæti;
XV. Góðvild og mannást. XVI. Trú og siðgæði.