Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1916, Page 32
30
kcnslumálastjórnarráðs Dana. Vilji þessi sljórnarvöld
halda áfram að veita þennan styrk til umráða guð-
fræðisdeildarinnar, er háskólaráðinu kunnugt, að guð-
fræðisdeildin óskar helst, að styrkurinn verði veittur
með því skilyrði, að honum verði varið til náms-
slyrks handa gud/rœdiikamlídötuni jrá Háskóla íslands,
sem vilja jnllkomna sig í námi sínu við háskólann í
Kaupmannahöjn, og er háskólaráðið því fullkomlega
samþykt«.
Stjórnarráðið sendi þvi næst kirkju- og kenslumála-
ráðaneytinu þessa ályktun háskólans og bar ráðaneytið
hana undir háskólaráð (Konsistorium) Kaupmannahafnar-
háskóla, er tjáði sig henni algjörlega samþykt.
Að lokum kom svo úrslitasvar frá kirkju- og kenslu-
málaráðaneytinu þess efnis, að í fyrsta lagi hefði það sam-
þykt fyrgreinda útborgun styrktarfjárins fyrir árin 1912—’15
og gæti Háskóli íslands nú þegar ráðstafað þessari 1800 kr.
fjárhæð til styrktar guðívædiskandídölum, eins og að ofan
er grcint, og í öðru lagi kvaðsl ráðaneytið hafa gjört breyt-
ingartillögu við fjárlögin dönsku 191G—’ 17 um heimild
til breytingar á útgjaldalið kommúnitetsins i samræmi
við þelta.
í lok júnímánaðar 1916 ráðstafaði háskólaráðið í fyrsta
sinni þessum utanfararstyrk guðfræðiskandídata. Samkvæmt
tillögum guðfræðisdeildar hlaut styrkinn í þetta sinn cand.
theol. Asgeir Ásgeirsson. Var honum veittur styrkurinn tvö-
faldur, eða 1200 krónur, með lilliti til þess, að vegna slríðs-
ins er miklu dýrara að lifa erlendis nú en endrarnær.