Austri - 13.05.1931, Qupperneq 4

Austri - 13.05.1931, Qupperneq 4
4 AUSTRI undirnefnd til að fjalia um þessl erindi, ( stað þess að vísa þeim til allsherjarnefndar, er hafði samskðnar mál til meöferðar. í allsherjarnefnd átti fulltrúl Eskifjarðar sæti, og hefði því málinu verið vel borgið þar, en í aukanefndina voru þar á móti kosnir: fuiltrúi Norðfjarðarhrepps, Eiðahrepps og Reyðarfjarðarhrepps. Um hinn síðastnefnda er það að gegja, að vegna oplnberrar and- stöðu Reyöfirðinga, og þar á meðal full- trúans sjálfs, gegn þassu máli Eskflrðinga, var hann svo óhæfur til að fjalla óvilhalt um málið í nefnd, sem frekast mátti veröa. Hlaut yöur sem dómtra að vara þetta ljóst, og sem oddvita sýslunefndarinnar bar yður að fyrirbyggja, að slík afglöp væri framin í meðferð opinbers máls. Óll önnur meö- ferð varð eftir þessu. Yður og fulltrúa Reyöarfjarðarhrepps tókst með undursam- legum hætti að spilla svo fyrir málinu, að hreppnum var ekki eingöngu synjaö um heimild til eignakaupanna, heldur og einnfg um samþykki sýslunefnder til að taka rækt- unarlánin. Við umræður málsins ð fundin- um berið þér fram þau strákslegu ósann- indi, að málið hafi aðeins fylgi fárra manna í hreppnum utan hreppsnefndar. Er fulltrúi Eskifjarðarhrepps reynir að ieiðrétta þetta með tilvitnun í áiyktanir almennra sveitar- funda, er málið hafði verið lagt fyrir, þá hriitið þér höfuðiö og menn yðar hrópa á atkvæðagreiðslu, og umræður eru skornar niöur. Vlð atkvæðagreiðsluna fremjið þér eina óhæfuna enn: Þér berlö upp I einu lagi bæði heimildina til eignakaupanna og lántakanna, þó þetta væru tvö mál, er ekki áttu að fylgjast að, samkvæmt fyrri afstöðu sýslunefndarinnar, er hún synjaði um heim- ild til eignakaupanna, en mælti með jarða- kaupunum, og þá vifanlega í því skynl, að ræktun vær) framkvæmd og lán tekin til heunar. Á þennan hátt gekk alt greiðlega fyrír yður; þó vaniaði enn fóður undirfat- ið. Það varö að finna viturlega og ha'.d- góða ástæðu, er bókuö yrðl í gjöröabók sýslunnar, sem forsendu fyrir neitun nefnd- arinnar. Jú, Eskifjaröarhreppur hafði sókt um meðmæli til bæjarréttinda. Þarna var forsendan, sem hlyti að ganga í meirihluta nefndarmanna: Hólmamáliö var boriðfram af hreppsnefnd gegn vilja alls þorra hrepps- búa, hreppsnefnd fengi bráðum sfna eigin bæjarstjórn, er átti aö fá að segja álit sitt um málið. Og allt gekk aö óskum. Esk- firöingum var synjað um samþykki til að taka ræktunarlánin, og þér höfðuð launað hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps lambið gráa, er hún tók af yður Ve. Lambeyrartúnsins og leigði það fátækum fjölskyldumönnum í hreppnum, þrátt fyrir það, þó þér bæruö fyrlr yður æfiábúð frá Jðni Arnesen. Ályktun sýslunefndar, sem afgreldd var með 8 atkvæðum gegn 3, hljóðar svo: „Meö því að sýslunefndin hefir veitt með- mæli sín með því, að Eskifjarðarhreppi verði veitt bæjarréttindi, sem væntanlega kemur bráðum til íramkvæmda, telur nefnd- in rétt, að mál þetta, sem hefir mikla fjár- hagslega þýðingu fyrir kauptúnið, verði látið bíða úrslita hinnar nýju bæjarstjórnar fyrir Eskifjörð, og synjar því beiðni hrepps- nefndar". Málið hefir mikia fjárhagslega þýðingu fyrir kauptúniö, segir sjálf sýslunefndin, og þess vegna á að bíða úrslita hinnar nýju bæjarstjórnar, sem bráðlega kemut ! Það tók Neskauptún 3 ár, að fá sín bæjarrjett- indi; ef til vlll tekur þaö Eskifjörð lengri tíma, að fá þau léttindi, og vafaiaust getur nefndin ekkert um það sagt, hvort réttindin muni nokkurntíma fást. En hreppsbúar eiga að bíða mjólkurlausir, unz bæjarréttindin fást, og notast á meðan við skurðina á Hólmum, vélarnar og ðburöinn, sem þegar er búið að kaupa. Svo hljóöa dómsorð hinnar vísu sýslunefndar. Hreppsnefnd gat fyrst í stað ekki trúað fregninni um þessa óheyrðu og gerræðis- fullu afgreiðslu sýslunefndarinnar á ræktun- armáli Eskfirðinga. Hún fór því á fund yðar til þess að fá fulla vissu um þetta og mótmæla og krefjast endurupptöku á mál- inu, ef fregnin væri sönn. Þér voruð spert- ur og sögðuð aö nefndin mundi ekki taka œálið upp aftur. Þetta reyndist og svo því erindi þess efnis írá hreppsnefr.d var felt frá umræðum sama dag, fyrir áeggjan yðar. Boðaði þá hreppsnefnd til almenns borg- arafundar um kvöldið og skoraði á sýslu- nefndina að mæta á fundinum; átti tiún þar að verja gerðir sínar frammi fytir stærsta gjaldanda sýslusjóðsins. A fundinum sást aðeins fulltrúi Eskfirðinga. í fundarlek var samþykt í einu hljóöi svofeld tillaga frá Ólafi Sveinssyni: „Fundurinn lýsir megnri vanþóknun á framkomu síðasta sýslufundar f ræktunarmálum Eskifjarðarhrepps og skorar á rfkisstjórnina að velta Búnaöar- banka íslands heimild til þesi að veita Eskifjarðarhreppi alt aö 28 þúsund króna lán til ræktunarframkvæmda á Hólmum án samþykkis sýslunefndar". Þannfg er þá saga ræktunarmáls Fskfirö- inga í aðaldráttum, þó undanfelt sé að sinni I viðkvæmt atvik í sambandi vlð úrslltaaf- greiðslu þess á sýslufundinum. Yður hefir, á þann hátt, sem að framan er lýst, tekist að tefla þessu máli í voöa, yður, sem átt- uö að vera sjálfkjörinn málsvari Eskfirð- inga, fyrst sem oddviti sýslunefndar og í örðu lagi sem borgari hreppsfjelagsins. En er þér létuð fella málið á sýslufundi stóð það svo: 1. Hreppurinn hafði í samráði við yður tekið ábúð á Hólmum og keypt þar eignir fyrir 10 þúsund krónur. 2. Hreppurinn hafði á síðastliðnu hausti hafiö ræktun á jörðinni fyrir rúmar 4 þúsund krónur, er verður ónýtt verk, ef framkvæmdum verður ekki haldið áfram. 3. Hreppurinn hafði keypt jarðvinnsluvélar fyrir sex þúsund krónur, og áburöfyr- 9 r®0G2S>00<2£>00<2£>00<32>Q0<2E>0O<J£>0©G A U S T R I Kemur út vikulega. Verð 3 kr. árg. Auglýsingar kr. 1,50 cm. Ábyrgðarmaður: Árni Kristjánsson m Afgreiðslumaöur: Sigurgeir Jónsson, S &S>®0<4S>00<S>00<S>00<S>00<S£>00<æ>0©<S!» ir tvö þúsund krónur, alt til fram- haidsræktunar í vor. Alls hafa því þessar framkvæmdir hrepps- ins þegar kostað 22 þúsundir króna og all- ar bygðar á því, að þing og stjórn mundi ekki til. iengdar neita hreppnum um nauö- synleg ræktunarréttindi yfir óræktarlandi, sem ríklé átti og hefir legið ósnert og lítt notað frá ómunatíð og beðiö eftlr ræktun- arframtaki Eskfirðinga. Með söiu landsins til Eskifjarðarhrepps hafði mælt tæði Búnaöarfélag íslands og sýslunefnd Suður-Múlasýslu. Með þeim meðmælum hafði sýslunefndin óbelnt gefið skýlaust loforð um samþykkl til nauðsyn- legrar lántöku vegna ræktunar, en þegar réttindi eru fengin yfir landinu, þegar ríkls- stjérnin hefir gert alt, sem í hennar valdi stóö, fyrlr þetta mál og þar meö viöurkent nauðsyn þe»s, þá neitið þér, Iftill sýslu- nefndaroddviti, beint ofan f gefin loforð hreppnum um hégómlegt formssamþykkl til þess að taka sjálfsögð ræktunarián og stöðvið þar með allar undirbúnar fram- kvæmdir hreppsfélagsins. Ef ríklsstjórnin ekki ómerkir afgreiðslu sýslunefndar á mál- inu þá hlýtur sýslan, eða þér persónulega, að verða skaðabótaskyld gagnvart hreppsfé- laginu ura það tjón, sem þessi afglapalega afgrelösla málsins kann að baka hreppnum. Loks er eitt iltiö dæmi um samræmið í meðferð mála í sýslunefndinni. Á þessum síðasta sýslufundi sókti fuiltrúi Búðahrepps, sem jafnframt er oddviti þess hrepps, um heimild fyrir hreppsnefnd Búðahrepps til þess að kaupa húseignir á jörðinnl Gests- staðir í Fáskrúðsfirði. Hann kvaö ekkert endanlega afráðiö um þetta af hálfu hrepps- búa, en vildi hafa allt undirbúið ef tekln yröi ákvörðun í þessa átt. Þetta erindi þár- uö þér strax upp til atkvæða enda var tal- ið óþarft að ræða mélið en sjálfsagt að veita heimildina, og var það gert umræðu- laust. Þetta hliðstæöa mál þurfti engrar at- hugunar og enginn spurði um nauðsyn þess eöa vilja hreppsbúa í því. í þessu til- felli nægði yður að það var fulltrúi Búða- hrepps, sem var með erindi á ferðinni, maður, sem er öruggur og trúr liðsmaður yðar í öllum málum og sem meðal annars aðstoðaöi yður er ræktunarmál Eikfirðinga var „drepið" á þessum sama sýslufundi. Að síðustu skal það tekið fram, að hreppsnefnd Eskifjarðarhrepps gefur yður einum sök á afgreiöslu málsins í sýslunefnd. Framkoma fulltrúa Reyðfirðinga erafsakan- leg og öllum var kunn afstaða hans og annara Reyðfirðinga til málsins. Aðriróvíl-

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/593

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.