Austri - 13.05.1931, Side 6
6
AUSTRI
að létta örðugleikann vegna óhagstæðra
sölumöguleika á aðal framleiðsluvöru þeirra,
kjötinu.
Um nýár var mikill hluti kjötsins óseld-
ur, en bændur flestir hafa ekki það bol-
magn, að þeir geti beðið mánuðum saman
eftir að fá afurðir sínar greiddar. það, sem
gert var, var ekkert annað en það, að Sam-
band íslenzkra samvinnufélaga fær bráða-
birgðalán í banka bændanna til þess að
geta greitt þeim andvirði kjötsins. Þessu
láni er svo skilað aftur þegar kjötið er selt.
Um þetta talar íhaldið eins og einhver
stórglæpur væri hér á ferðinni.
Hér er þó ekki annaö á ferðinni en það
sama, sem tíðkast hefir við afurðasölu
sjávarútvegsins frá fyrstu tíð. Sjávarútvegs-
menn og þeir, sem gjöra fiskinn að verzl-
unarvöru, taka venjulega stór lán meðan á
þessu stendur, þar til afuröir þeira eru seld-
ar. Hefir þessi óumflýanlega tilhögun ekki
verið álitin neinn glæpur af íhaldsmönnum,
hingað til, og jafnvel ekki yfir því fárast þó
þessum lánum, sumra útgerðarmanna, hafi
aldrei verið skilað aftur.
Árna frá Múla, sem einna ötulast hefir
verið látinn ganga fram í því, að ófrægja
Búnaðarbankann og yfirleitt alla viðleitni
bænda til sjálfsbjargar, verður sennilega
ekki orðfátt, þegar hann fer að skýra það
fyrir bændum í Norður-Múlasýslu, hvers-
vegna þeir megi ekki verða sömu hlunn-
inda aðnjótandi eins og framleiðendur við
sjávarsíðuna.
„Heiöarleg vopn“.
f skýrsiu Guðna nokkurs Jónssonar, sem
birt er í Morgunbl. 1. marz um „Samband
ungra sjálfstæðismanna“, er kom!st svo að
orði:
„Ungir sjálfstæðismenn ætla sér að
taka eldri flokksbræður sína til fyrirmynd-
ar í því að beita aldrei ööru eti heiöar-
legum vopnum í hinni pólitísku baráttu“ /
Mun þar átt við:
1. Sannleiksást og rithátt þeirra Valtýs, Jó-
hanneaar Birkilands og Magnúsar Storms-
ritstjóra.
2. Heiöarleikann í ráðstöfun veltufjár sem
lýsir sér m. a. í viðskifíunum við Stefán
Th. sem vitanlega fyrstog fremstátti sér
stað til þess að íhaldið skyldi lafa é
kjördæminu.
3. Framlög í pólitísk blöð frá bönkunum
gegnum uppgjafamenn eins og St. Th.
o. fl.
4. Atkvæðafölsunina á ísafirði sem Sigurður
Kristjánsson Vesturlandsritstjóri og nú-
verandi yfirritstjóri Morgunblaðsins hefir
skrifað svo um frá upphafi og afsakað,
eins og hann heföi í vasanum fyrirfram
skriflegt loforð frá hæstarétti um, að
sökudólgarnir skyldu verða sýknaðir.
5. Misnotkun barna, sem fólgin er í því að
draga fl—14 ára börninn í pólitísk félög
og telja þeim þar trú um að Framsókn-
ar- og Jafnaðarmenn sitji á svikráðum
við frelsi landsins.
6. Kviksetningartilraunina á Jónasi Jóns-
syni fyrv. ráöheria, svo fátt eitt sé nefnt.
Er það faguirt fyrirheit af hinum „ungu
Sjálfstæðismönnum“ að ætla að taka eldri
flokksbræður sína til fyrirmyndar í vopna-
burði, og ekki minkar Ijóminn, þegar þeir
taka það fram að það, sem aö framan er
drepið á, séu „heiðarleg vopnu\
íhaldsblað
Seyðfirðinga segir: „Framsóknarstjórnin
komst til valda á margvíslegum b!ekking-
um og ósannindum um fjármálastjórn
Sjálfstæðismanna“. Hvað segja staðreynd-
irnar um fjárstjórn Ihaldsins á stjórnarár-
um þeirra? Eru plögg íslandsbankamálsins
blekkingar ?
En meðal annara orða: Á hverju ætiar
íhaldsflokkurinn að vinna þessar kosningar?
„Samvinnan“.
Mikill þyrnir í augurn samkeppnismanna
er þessi bók, og miklar eftirtölur hefir
þetta sjálfsagða fræðirit, um vöxt og við-
gang samvinnuhreyfingarinnar, kostað blöð
fhaldsins. Hún er ar.nars merkilega áber-
andi, þessi andúö kaupmannaflokksins gegn
allri fræðslu bænda, um sín eigin hags-
munamál. Nú eru bændur nálega helming-
ur þjóðarinnar og þeirra atvinnuvegur
þarfnast nú, miklu frekar en nokkur annar,
fræðslu um allt, sem mætti verða honum
til hagsbóta og viðreisnar, vegna þess, að
allt þangað til að Framsóknarflokkurinn
varstofnaður, voru málefni bænda algjörlega
látin sitja á hakanum, en hlynnt að sjávar-
útvegi og verzlun þeim mun meira. Mörg
rit hafa verið gefin út af almannafé sjávar-
útvegsmönnum til leiðbeiningar og hags-
bóta. Aldrei hefir samvinnumönnum eða
hændum dottiö í hug að telja það fé eftir,
svo munað sé. — Ritstjóri Austfirðings
ætti að athuga, hve miklu fé íhaldsflokkur-
inn hefir varið til erindreka, sem aldrei
gátu rekið erindi þau, sem þeim var trúað
fyrir, áður en hann leggur út í næstu her-
ferð á hendur þessari þörfu bókarútgáfu.
Hvort mun hafa kostað meira: ferð Arna
til „Ameriku" — á blómatíma íhaldsins —
eða útgáfa þessarar bókar um samvinnu-
mál, — að tilhlutun Framsóknarflokksins ?
Hvort þessara fyrirtækja mun bera meiri
menningarlegan ávöxt?
„Heilindi* Skjöldunga.
Þess er getið í forustugr. hér í blaðinu,
að Seyðfirðingar myndu við þessar kosn-
ingar „þakka“ Jóh. Jóh. fyrir áhrif hans á
viðsklftalíf og atvinnuhætti þessa bæjarfélags.
En það þurfti ekki að bíða svo lengi eftir
svarinu. Skjöldungar fullyrtu fyrir nokkrum
dögum aö Jóh. Jóh. hefði gefið kost á sér
til framboðs hér af þeirra hálfu. Þegar
framboð hans kom til umræðu á Skjaldar-
fundi varð einn af hinum sögulegustu fund-
um í því félagi. Mætti -framboð Jóhannesar
svo sterkri andúð innan félagsins að ekki
þótti viölit að leggja upp með hann sem
frambjóöanda ennþá einu sinni. Er þetta
orsökin til þess, að hann hefir nú „dregiö
sig algerlega í hlé frá þingstörfum", eins og
Austf. oröar það, í dag.
Eftir að hafa þannig snúið baki við þessu
átrúnaðargoði sínu, birtir svo málgagn í-
haldsins hér, hin allra væmnustu „eftirmæli“
eftir þenna „dugandi" „glæsilega þingfull-
trúa“ og „réttdæmasta og starfhæfasta yfir-
valds.“
Mikil er einlægni og heilindi Skjöldunga !!
Rödd úr sveit.
í Þingrofsnaáiinu virðast mér að Reyk-
víkingar hafa getið sér stóra vansæmd, en
að Tryggvi hafi staðiö sig mjög vel og lát-
ið sem minnst á sig fá allar vitleysur og
ærsl nágranna sinna. Sjálfstæðismenn bæta
ekki málstað sinn með útsendingu annara
eins blaða og ísafoldar og Varðar. Ættu
allir sannir íslendingar að snúa við þeim
baki, því slíkur ritháttur og munnsöfnuður
er ólesandi og óhafandi á heimilum siðaðra
manna. Það er undarlegur skynsemisskortur
hjá þeim herrum, aö sjá ekki hverja van-
virðu þeir vinna sér hjá öllu skynsömu
fólki, með þeim óþverra rithætti. Ætti það
að nægja hversu málstaður þeirra er ó-
hreinn og illur, þó þeir ekki í ofan á lag
notuöu orðbragð verra en tíðkast hjá
menntunarsnauðum dónum. Þó tekur út
yfir, þegar þeir álíta að alþýðan sé svo
heimsk, að hún trúi því að þetta séu menn-
irnir, sem líklegastir séu til að ávinna ætt-
jörðinni velgengni og heiður. Nei, þeim
verður vonandi ekki að trú sinni. . . .
Úr bréfi 28. apríl s. I.
Árni Kristjánsson
er flutturlí Steinholt.
Þur saiífiskur
fæst í
Kaupfélag Austfjarða.
Matsala.
Tek menn í fæði. Einnig gisting
og fæöi fyrir ferðamenn.
Á bezta stað í ænum.
Hólmfríður Imsland
(Hús Sig. Baldvinssonar)
Seyðisfirði.
Prentsmiðja Sig. Þ. Guðmundssonar.