Alþýðumaðurinn

Eksemplar

Alþýðumaðurinn - 04.08.1931, Side 3

Alþýðumaðurinn - 04.08.1931, Side 3
alÞýðumaðurinn 3 bæja- og sveitafélög sknlu styrkt til framkvæmda í atvinnubótaskyni með aft að Vs úr ríkissjóði á móti 2/3 úr bæjar- eða sveitarsjóði. Frum- varpið áætlar auknar tekjur til alls þessa, en hér hefir aðeirts verið get- ið þess helsta. Um 70 breytingartillögur eru komnar fram við fjárlögin. 3ja um- ræða hefst í dag í Nd. og eldhús- umræðum mun verða útvarpað ein- hvern næstu daga. Skæðadrífa. »Seint í r......gripið«. Petta gamla og góða máltæki á oft vel við þegar Guðmann í kjall- aranum ætlar að getast forystumað- ur verkalýðsins hér í bæ, og ráða honum holl ráð. Pegar hann, Ás- kell með geitartoppinn og >herra Grímsson4 eru búnir að fá baðið hjá hásetum Einars Olgeirssonar, — það er sem sé í aimæli í Rvík, E, O. sé hluthafi í »Rán« ásamt tengdaföður sínum — þá vilja þeir fá fund í Verkamannafélagi Akur- eyrar, til þess að kvarta undan með- ferðinni á sér. Réttara hefði verið fyrir þá að biðja Einar, meðan hann var formaður Vetkam fél., að muna eftir þeim svo sem árlangt, þó hann yrði togaraeigandi. Guðmann hefir líka orðið nokkuð seinn á sér, þeg- ar hann er að kvarta undan funda- leysi í V. A. nú yfir há-annatímann. Hann hefði þurf't að byrja á því fyrir 4 árum síðan, þegar E. O- varð form. félagsins, því hann hélt aldrei fund í félaginu frá því i miðj- um Maí til Októberloka öll árin, sem hann var formaður. Guðmann heldur að það eigi að drepa félagið með fundarleysinu núna. Sjálfsagt hefir E. O. líka æílað að drepa fé- lagið, fyrst hann hélt ekki fundi í því að sumrinu til. Vonandi muna þeir kröfufarir sínar til haustdag- anna, Guðmann, Áskell og »herra Grímsson«, svo hægt verði að veita þeim áheyrn í Verkamannafél aginu þegar fundir verða teknir upp aftur. | Reykið | ( Elephil cigarettur f Ljúfengar og kaldar Fást allsstaðar. EFNACEROAR-VflRyR eru þektar um alt land. Vörugæði og verðlag viður.kent aí öllum sem reynt hafa. íslendingar! Kaupið íslenzkar vörur. Umboðsmaður vor á Akureyri er EGGERT STEFÁNSSON Brekkugötu 12. — Sími 270. Hí. Efnagerð Reykjavíkur r----------------------------- alÞýðumaðurinn. Gefinn út af Alþýðuflokks- mönnum. Kemur út á hverjum Priðjudegi, og aukablöð þegar með þarf. Áskriftargjald kr. 5,00. Ábyrgðarmaður: ERLINGUR FRIÐJÓNSSON. Sími 75. Afgreiðslumaður: HALLDÓR FRIÐJÓNSSON. Sími 110. Prentsmiðja Björns Jónssonar, s--------:--------------------J Úr bæ og bygð. Fyrra Sunnudag druknaði maður, Anton Sigurðsson að nafni, af gufu- skipinu Ármann. Var skipið að síld- veiðum á Skagafirði og hvolfdi öðr- um snurpubátnum með 6 mönnum í. 5 af þeim bjö.guðust. Látin er að heimili sínu hér í bæn- um ekkjan Friðrika Jónsdóttir frá Engimýri, 82 ára að aldri. — Annál- uð atorku- og gerðarkona á alla lund. Pá er nýlátinn María Konráðsdóttir, kona Sigurðar Péturssonar ökumanns, Oddeyrargötu 4. Skráning atvinnulausra hefir farið fram hér í bænum undanfarna daga 20 gáfu sig fram. Sumir þeirra höfðu ekki nema 4 atvinnudaga s. I. þrjá mánuði. Vitanlegt er að mikið fleiri hafa haft af atvinnuleysi — og því all tilfinnanlegu — að segja yfir þenna tíma, þó þeir ekki gæfu sig fram. Auglýsingum í »Alþýðumanninn« er veitt móttal^a á afgreíðslu blaðsins í Lundargötu 5, í Kaupfélagi Verkamanna og í Prentsmiðju Björns Jónssonar. Ábyrgðarmaður Erlingur Friðjónsson,

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.