Alþýðumaðurinn - 13.10.1931, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUMAÐURINN
liðinu skoraðist úr leik. Ný sijórn-
armyndun gat því ekki orðið.
Ég hafði borið mig saman við
skynsama menn í Alþýðuflokknum
hér norður frá, áðuren ég tók þá
ákvörðun að vera ekki með í nýrri
stjórnarmyndun, og voru þeir því
sarnþykkir. Og flokksmönnum mín-
um í Reykjavík var kunnugt um
þetta. —
Pörf er ekki að geta um ástæður.
Pær hljóta að vera öllum ljósar
nema þessum tveimur litlu mönn-
um og þeim, sem eru álfka litlir
og þeir.
Við jafnaðarmennirnir í þinginu
höfðum komist af með það, að láta
Framsóknarstjórnina hlutiausa. Ef
mynduð yrði ný stjórn, varð hún
að hafa beinan stuðning jafnaðar-
manna, ef hún átti að geta lifað.
Ég vildi ekki veita neinni stjórn
beinan stuðning, hvorki Framsókn-
arstjórn eða annari.
Nú dettur engum jafnaðarmanni
í hug að halda því fram, að þeir
eigi að veita beinan stuðning í
þingi. Að því leyti hefi ég orðið
á undan mínum samherjum með
að kveða upp úr með það.
Eftir að Framsóknarstjórnin hafði
rofið þingið, og með því ónýtt
fjölmörg rnál, sem fyrir þinginu
lágu, hét ég því að láta nýja stjórn
hlutlausa, ef mynduð yrði, ef hún
leiddi þingsiörfin svo, að ýmsum
helstu málum, sem fyrir þinginu
lágu, yrði Iokið.
Par á meðal var samþykt ábyrgð-
ar. fyrir Rússavíxlunum, sem ég
vissi að skifti miklu fyrir sjó-
menn og útgerðarmenn hér norð-
anlands, sem áttu fé sitt fast í
Rússavíxlunum.
Ég hefði því haft sömu aðstöðu
gagnvart nýrri stjórn eins og ég
hafði gagnvart Framsóknarstjórn-
inni, fram þangað tjl seint á þingi
í vetur, að jafnaðarmenn sögðu
henni upp hlutleysi.
Pað er ekki von að litlu mennirn-
ir skilji þetta. Fyrir báðum vakir
hið sama, að ég hefði átt að kasta
mér í faðm íhaldsins í þinginu, til
þess að það hefði getað gert sinn
þóknanlega vilja.
Bandamaður Guðmanns, Einar
Clgeirsson, gerði það.
Hann gekk íhaldinu í Reykjavík
á hönd með húð og hári, eftir þing-
rofið, Oekk í fararbroddi ærsla-
manna þeirra, sem um götur bæj-
arins óðu, æpandi við ráðherrabú-
staði og á gaJnamófum,
Slíkir menn^ru þóknanlegir íhalds-
sálunum, Gunnl. Tryggva og Jóni
Guðmann.
Erlingur Friðjónsson.
Vinnudeila
í Stykkishólmi.
Kaupfélagið gengst fyrir
kauplækkunartilraun.
Undanfarna daga hefir staðið í
nokkru stappi ut af verkakaupinu f
Stykkishólmi, þar eð atvinnurekendur,
vildu lækka. kaupið úr 1 krónu ofan
í 85 aura.
Hófst út af þessu verkfall í fyrra-
dag, en í gær barst blaðinu svohljóð-
andi skeyti:
Stykkishóimi, 29 Sept. kl. 14.
Kaupdeilunni lokið. Vinnuveitend-
ur hafa gengið að kauptaxta félagsins.
Verklýðsfélagið.
Og þar með er vísað á bug íyrstu
kauplækkunartilraun atvinnurekenda á
þessu hausti. —
í morgun bárust nánari fregnir af
verkfallinu.
Kauptaxti verkamanna hafði verið
greiddur viðstöðulaust í 9 mánuði,
en kaupfélagsstjórinn, sem heitir Sig-
urður Steinþórsson, hafði án þess að
snúa sér til verklýðsfélagsins reynt að
fá verkamenn, einn og einn, til þess
að vinna fyrir 85 aura í stað 100,
sena er kauptaxtinn. Pegar kaupið var
krafið inn, um hádegi á mánudag,
varð kauplækkunartilraunin opinber,
og vildi verklýðsfélagið þá fá skýr
svöt frá kaupfélagsstjóranum, en hann
bað um frest til kl. 4, og var nann
veittur. En síðar kom í Ijós, að kaup-
félagsstjórinn notaði frestinn til þess
að reyna að semja við mennina einn
og einn, og var þá samþykt að hefja
Okkar ásíkæra kona og móðir,
Kristín Rósa Hansdóttir, andaðist að
heimili sínu, Lundargötu 17, Sunnu-
daginn 11. þ. m.
Jarðarförin ákveðin síðar.
, Johannes Jónsson.
Jóhann Scheving Jóhannesson.
Guðrún Sch. Jóhannesdóttir.
I
verkfail tafarlaust; var það kl. 3l/8..
En verkfailinu var lokið fyrri hluta
dags i gjær, og stóð þannig ekki full-
an sólahring.
Verkfallið fór að mestu friðsamlegaf
fram. Pó gaf utanbuðarmaður kaup-
félagsins, sem heitir Sigurður Jónsson,
tveim mönnum utan undir, sinn dag-
inn hvorum, og dálitlar stimpingar
urðu milli Sigurðar kaupfélagsstjóra
og formanns verklýðsfélagsins, Hjartar
Guðmundssonar.
Verkamenn höfðu í deilu þessari.
almenna samúð, einnig fjölda bænda,
sagði tiðindamaður blaðsins.
Haft var í hótunum við verklýðs-
iélagið um að féð, sem var verið að
slátra, yrði rekið til Borgarness og
því slátrað þar. Hafði verklýðsfélagið
í Stykkishólmi samband við verklýðs-
félagið í Borgarnesi og fékk það svar
þaðan, að þar skyldi ekki verða slátr-
að einni einustu kind úr nágrennt
Stykkishólms. (Alþbl. 30. Sept.)
Söngskemtun
ungfrú Jóhönnu Jóhannsdóttur á
Laugardagskvöldið var ágætlega sótt
og vat söngkonunni ágætiega fagnað
af áhorfendum. Ungfrúin hefir í
hyggju að fara suður til Reykjavíkur
með Drotningunni næst, og syngja
fyrir höfuðstaðarbúa.
Fyrirspurn,
Af hvaða ástæðum greiðir ekki síld-
arsaltandin í innbænum verkafólki sínu
eins og aðrir síldarsaltendur við Eyja-
fjörð. E^ það Síldareinkasölunni að
kenna?
Verkamaður.
Síldareinkasalan mun hafa greitt
hlutaðeigandi síldarsaltanda jafn mikið
út á hverja tunnu og hún hefir greitt
öðrum.