Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 26.09.1933, Blaðsíða 2

Alþýðumaðurinn - 26.09.1933, Blaðsíða 2
ALPfSUMAÐUBIMM B. S. A. - Sími 9. Fyrsta atriðið er að nokkru skýrt hér að framan. Hið núverandi á- stand áfnngismálanna í landinu, er ávöxtur athafna vinmannanna. Þeir hafa haldið uppi látlausri baráttu gegn því að almenningur hætti að neyta áfengis. Þeir heimtuðu lækna- og konúsla- brennivínið á sínum tíma. Þeir heimtuðu Spánar undanþág- una. Þeir kendu landsmönnum að brugga áfengi. Þeir hafa brotið innflutningsbanns- lögin. Þeir hafa svikið þjóðina um fram- kvæmd áfengisbannslaganna. Þeir hafa gert þjóðinni þá smán að gerast þjónar erlendra vínbrugg- ara og vínsala til aö leiða bölvun inn á heimilin í landinu. Þeir eru hræsnararnir, sem þykj- ast koma sem vinir og leiðsögumenn til þjóðarinnar, en koma til að svíkja hana og leíða yfir hana enn meira böl og vanvirðu en þeir hafa komið í verk & undanförnum árum. f'etta liggur alt Ijóst fyrir og verð- ur ekki hrakið. Hverjar verða svo breytingarnar, ef þjóðin léti að vilja vínbruggar- anna og leyfði innflutning og sölu stérkustu vínanna ? Hvað myndi ástandið batna? . Vínbruggarar segja: Það verður hætt að brjóta bann- lögin. — Það verður hætt að brugga í landinu. — Öflug og »lofsverð bindindisstarfsemi* mun eyða allri víndrykkju meðal þjóðarinnar. Alt þetta er fals og ósann- indi, Hversvðgna voru áfengislögin brotin áður en áfengisbannslögin komu? Pá var víni smyglað inu í landið í stórum stíl til að losna við aö greiða víntollinn. Halda menn að vín verði ekki tollað í framtíð- inni ? Hvernig hefir farið í löndun um, sem haía afnumið bannið ? Hvern- ig er þaö i löndunum, sem aldrei hafa haft bann. Alstaðar er smygl- að inn í stórum stíl. Hér myndi smyglun og launsala vaxa, en minka ekki. Þeir, sem borið hafa fram tillög- ur á Alþingi undanfarið um afnám bannlaganna, hafa gert það til aö auka tekjur ríkissjóðs. Ætlast til vínin verði tolluð hátt og seld dýru verði. Hver er sá heimskingi, sem heldur að heimabruggið minki við að vínin hækki í verði? — Nei, heimabruggið myndi vaxa um allan helming. Hvað myndi bindindisstarfsemin vaxa við afnám bannlaganna? í*eir geta blaðrað um »lofsverða bindind- isstarfsemU, sem aldrei leggja þeim málum lið í orði og verki. Áður en bannlögin komu börðust þeir á móti bindindisstarfsemi og gerðu þeim mönnum, sem að þeim málum unnu, allt til skaða og skammar. Halda menn að vínaruggarar, vínsölnmenn og þjónar þeirra færu að starfa að bindindismálum, þó bannið væri af- numið að fullu? Nei, og aftur nei. Blaður þeirra um lofsverða bindind isstarfsemi er hræsni og blekkingar. Þeir munu halda áfram að drekka sjálfir og fá aðra til að gera það líka, alveg eins og þeir hafa altaf gert. — Af afnámi innflutnings- bannsins á sterkuni vínum, myndi leiða: — Aukin lögbrot og smygl. Aukna bruggun í landinu. Aukinn drykkjuskap og alla þá óreglu og þióðarsvívirðingu, sem af honum leiðir. }Ivað munu vínmenn heimta, ef bannið verður afnumið? Það hefir þegar kvisast. En lítum á það sem á undan er gengið, og lærum af því. — Vínmenn heimtuðu að vínsala færi fram í landinu í þrjú ár eftir að þjóðin hafði heimtað hreint bann. Þeir kváðust gera sig ánægða með það. feir fengu vínsölu í þrjú ár. Sömu menn heimtuðu lækna- brennivínið. Kváðust. ánægðir ef það fengist, Þeir fengu það. Næst heimtuðu þeir léft vín. Allir mættu vera ánægðir ef þeir hefðu létt vfn að drekka. Þetta fékkst ekki strax, en þá var Spánarundan- þágan fundin upp. En ánægjan var ekki fengin. Bindindissinnaðir þingmenn og bannvinir, voru lokkaðir til að greiða- Spánar-undanþágunni atkvæði meö • það fyrir augum, að vínið yrði að- eins selt í Reykjavík. Flutt þangaft • inn, og svo mættu landsmenn »panta« vín til heimilisnotkunar. Vínmenn gerðu sig harðánœgöa með þetta á meðan vefið var að koma málinu í gegnum þingið. En er það var fengið, fengu þeir Sig. Eggerz, sem þá, illu heilli, sat á ráðherrastóli, til að ákyeða útsölustaðí vfna út um land, þvert ofan í vilja meiri hluta þingmanna — og allrar þjóðar- - innar. Þegar léttu vínin voru fengin, var aðstaðan til heimabruggsins fengin. Vínmenn tóku þá að kenna lands- mönnum að brugga vín. 3?etta var þeirra stærsti sigur, sem þeir lengi höfðu stefnt að. En þeir voru ekki ánægðir enn. Meðan nokkur ðrmull var eftir, sem mint gat á að ís- lensk alþýða hefði létt af sér á- fen&issvivirðingunni, eru vínbrugg- . arar og þjónar þeirra ekki ánægðir. Þessvegna heimta þeir sterku- vínin inn í landið. Með þessa reynslu fyrir framan sig, þarf ekki glögnskygnan mann til að ráða í — eöa réttara sagt trúa — hver verður krafa vínmann- anna, ef atkvæðagreiðslan fyrsta vetrardag fellur þeim í vil. Þeir heimta vínsölustaði í öllum kauptúnum, til að vínneyslan verði sem almennust. Þess hefir orðið vart, að and- banningar hafa verið að skrökva því, að fólki yrði leyft að koma á héraðabönnum, eins og tíðkaðist áður en bannlógin voru sett, ef það vildi nú afnema bannlögin, í þeirrir N mynd sem þau eru. Þetta er argasta fals, eins og allt frá hálfu vínmannanna, enda vita þeir, að héraðabönnin eru einkis virði, eins og samgöngum er nú orðið háttað — og mundu, að dómi sömu manna og nú . eru að gera ráð fyrir þeim, verða talin hættuleg brot á samningunum við Spánverja. Héraðabönn verða aldrei veitt, enda gagnslaus með þeim yfirvöldum, sem þjóðin hefir við að búa.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.