Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.05.1942, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 05.05.1942, Blaðsíða 1
ALÞYSUMAÐURINN XII. *rg. Akureyri, briðjudaginn 5. Maí 1942. 18. tbl. Thorvald Stauning I á t i n n . Á Sunnudaginn var lést einn af kunnustu stjórnmálamönnum álf- unnar, Thorvald Stauning, forsætis- ráöherra Dana, 66 ára að aldri. Taiið er að hjartabilun hafi orðið banamein hans, en hann hafði ár- um saman verið vanheill og þó unnið eins og heill heilsu væri. Thorvald Stauning á einn hinn glæsilegasta stjórnmálaferil að haki þegar það er athugað, að hann lifði og starfaði með smáþjóð. Nafn hans var þekkt um gervallan menntaðan heim, og við það var bundin sú kend, sem aðeins fylg- ir nöfnum stórmenna. Stauning var af fátæku alþýðu- fólki kominn. Byrjaði ungur að ■vinna fyrir sér. Var fyrst vika- drengur á tóbaksverksmiðju. Ung- ur tók hann að starfa í verklýðs- hreyfingunni dönsku. Ólst hann upp með henni og varð brátt miklu ráðandi á þeim vettvangi, Þegar hann hafði aldur til varð hann for- ingi f jafnaðarmannaflokknum, og var aflt i senn, harðíkeyttur bar- dagamaður, kænn og ráðslingur foringi, og dáður af alþýðu nianna meir en nokkur annar stjórmnála- maður. Mótstöðumenn hans, eink- um kommúnistar, töldu hann tæki- færissinnaðan um of, en reynslan var sú að verkalýðurinn tapaði aldrei máli undir stjórn hans. Stauning varð fyrst ráðherra 1916, -en var það skamma stund. Aftur varð hann forsætisráðherra í fyrstu jafnaðarmannastjórn í Danmörku 1924, og slitalaust forsætisráðherra frá 1929 til dauðadags, eða um 14 ára skeið. Hefir enginn maður áður setið svo Iengi á forsætisráð- herrastóli á Norðurlöndum. Og Al- þýðuflokkurinn óx jafnt og þétt undir stjórn Staunings. Vann hvern kosningasigurinn af öðrum, og stóð að stórfeldari þjóðfélagsum- bótum í Danmörku. Þó var valda- tími Staunings mikill óróatími í Danmörku. Kommúnistar, og síð- ar nasistar, ráku þar heiftúðuga undirróðursstarfsemi og reyndu að vinna Alþýðuflokknum allt það mein sem unnt var. Fór það að líkum að foringi hans fór ekki varhluta að rógi, álygum og opin- berum árásum vikapilta herranna í Moskva og Berlín. En þjóðin fylkti liði um Stauning, þvi fastar, sem hann var ofsóttur meira, enda náðu myrkvavöldin frá Moskva og Berlín aldrei neinni pólitfskri að- stöðu í Danmörku. Daglega var Stauning hvers manns hugljúfi, einkum alþýðu- fólks. Þótt störf hans flyttust úr verksmiðjunni upp í þingsal og ráðherrabústaði, afrækti hann aldrei »sitt fólk<. Hann var sístarfandi fyrir félög þess. Tók þátt í skenimtunum þess. Var sítalandi á fundum þess, og leysti hvers manns vanda. í garð auðmanna og aðals var hann harður en þó réttsýnn. Óáleitinn, en umsvifa- mikill ef með þurfti. Allt þetta aflaði honum trausts bæði æðri og lægri, Stauning var sfstarfandi að auk- inni samvinnu Norðurlanda. Hann lét sér mjög annt um mál íslands og átti hér marga vini. Hann kom hingað fjórum sinnum. Sagðist sækja hingað hvíld og andlega og líkamlega hressingu. Óskaði off að hann mætti eyða sumarfrfunr sínum í blátæra fjallaloftinu á fs- landi. Thorvald Stauning hlaut að lúta sömu örlögum, og svo marg- ir brautryðjendur verklýðshreyflng- arinnar. Slitalaust starf, áhyggjur. engin hvíld, eyðir kröftum þeirrs fyrir aldur fram. &eir falla undir merkinu fyr en skyldi. En dags- verk þeirra er æilð margfalt á móti þeirra, sem lengur lifa. ..-.... ^ ----------------- /arðarför Axels Kristjánssonar kaupmanns fór fram á Laugardaginn, að við- stðddu svo miklu fjölmenni aA kirkjan rúmaði ekki nærri þvf alla, sem þangað komu. íþróttamenn fylgdu undir fána frá heimili tif kirkju og Oddfellovar stóðu heiðura- vörð í kirkju. Norskir hermenn stóðu heiðursvörð við kirkjudyr,- Ö1I var jarðarförin hin virðuiegasta^ S/ys á Dalvík i Laugardaginn varð þaöjslys á vél> báti frá Dalvík, að maður, aA nafni Tómas Jónsson, lenti í véf bátsins með aðra hendina og meidd- ist svo að taka varð hana af þegar í land kom. i — Nýlátinu er hér í bænum Sigfú*: Axfjörð frá Krónustöðum, víða kun» ur og vel tnetinn maður,

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.