Alþýðumaðurinn

Tölublað

Alþýðumaðurinn - 05.05.1942, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 05.05.1942, Blaðsíða 3
^LPt'ÐUííAÐURlNi'l i Vantar vinnuatl? Blöðin láta sér mjög tíðrætt um þessar mundir um það, að skortur muni verða á vinnuafii í sumar. Petta er ekkert nýmæii bér á tandi, því 'eldri veikamenn muna ofurvel þá tíð, að menn vantaði til nauðsynlegrar vinnu yfir háanna- tímann, og datt engum í hug að fara að gera sérstakar ráðstafanir þess vegna. Pað er eins og ráðamönnum lands og þjóðar sé atvinnuleysið í kaup- stöðunum oröið svo kært og eðli- legt, að þeir hrökkvi við þfgar ekki eru lengur tveir tða fleiri menn um hvert handaivik. Pað er eins og þeir haldi aö einhver sérstök vá sé fyrir dyrum, ef verkamaður- inn gengur ekki atvinnulaus annan hvern dag. Og það er rokið til að sett séu þvingunarlög til að varna því að vrnnuatlrð hækki í verði vegna váxandi ettirspurnar, eins og önnur vara, sem gengur kaupum og sölum. Petta hetir þó oft kom- ið fyrir áður og engin sérstök vandiæði hlotist af. Erlenda setuliðinu er um kennt að íslenskir atvmnurekendur eru ekki í ár umknngdir af herskörum atvmnuleysingja. En það eru fleiri en setuliöið, sem auka eitirspuinina eítir vinnuatlmu. Aukin peninga- velta í landinu fæðir af sér auknar framkvæmdir íslendmga, sem krefj- ast aukins vinnuatls, og það er svo langt frá að þær séu allar svo nauðsynlegar eða til sérstakra þjóð- þrifa. Sé litið til tveggja áranna hér á undan, má nokkuö af þeim læra í þessum etnum. 1940 stariaði Ráðn- ingastofa landbúnaðárins. Henni báiust ljölmargar tólkspantamr frá bændum, En þegar til kom var megnið af þessum tólkspöntunum ástæðulausar. Bændur réðu sitt fólk sjálfir, flestir þeirra. Margir tóku ekki þann fólksíjölda, sem þeir hötðu pantað o. s. fiv. Raöninga- bras Búnaðariélagsins reyndist ó- þartt. Sl. ár bar ekki á öðiu en að fólksráðningar til bænda gengju sæmilega. Kaupgjald við landbún- aðarvinnu var ekki ýkja mikið hærra en 1940, en auðvitað verður það að hækka í samiæmi við annað kaupgjald. Pað er að mestu sama fólkið í kaupstöðunum, sem árlega fer í vinnu í sveitina að sumrinu. Sé sérstök tregða á að fá fólkið í sveit- ina nú, er það að kenna fávíslegum ráðstöfunum ríkisvaldsins í kaup- gjaldsmálum og engu öðru. En trú mín er sú að þær standi þó ekki til lengdar fyrir eðlilégri úrlausn þessa máls. Pær verða að engu hafðar og þá kemur lausnin að mestu af sjálfu sér. Pað er langt frá að- breska setu- liðið hafi sýnt nokkurn vilja á að keppa um vinnuaflið við íslensku framleiðbluna. Sl. sumar fóru allir, sem vildu, úr Bretavinnunni bæði til sjós og í kaupavinnu, með góðu samþykki bresku yfirmannanna, sem með vinnuna höfðu að gera. Þeir sögðu að auðvitað yrði framleiðsl- an að sitja íyrir vinnuaflinu. Og þegar verkamennir.nir komu af sjón- um og úr sveitinni sl. haust, tók breska setuliðið þá aftúr í vinnuna, eins og það hefði bara lánað þá burt um stundarsakir. Pað hefir veiið rætt um kaup við landbúnaðinn, sem hann þoli ekki. Dæmi þau um heimskulega kaupgreiðslu, sem vitnað er til, eru bændum að kenna en ekki verka- fólkinu. Auðvítað verður kaupgjald við landbúnað að fylgja öðru venju- legu kaupi f landmu. Petta eru bændur líka farnir að skilja nú. Trúa mín er því sú að ráðninga- málin muni leysast með samvinnu milli bænda og vetkafólksins, nú í þetta sinn eins og svo oft áður, Verkamaður. Sjötugsatmæli á 7. þ. m, Guðrún Kristjánsdóttir, Oddeyrargötu 34. Guðrún bar Alþýðumanninn til kaupenda í út- bænum í mörg ár, og leysti það starf af hendi meðprýði, Blaðið árnar henni allra heilla í tilefni af afmælinu Ábyrgðarmaður Erlingui Friöjónsson. Rykírakkar, Regnkápur karlrrii, kvenna, ungl. og barna, gott úrval í BRAUNS-VER2LUN PÁLL SIGURGÉIRSSON. Síðasta uppfinding Jónasar Jóns- sonar til að hindra framgang kjör- öæmamálsins, er sú að reyna a& koma á fót »stríðsstjórn< með hlut- deild þriggja flokkanna, sem áður stóðu að þjóðstjórninni. Umræður fóru fram milli flokkanna urn þetta fyrir helgina, en >samkomulag náð- ist ekki*. Var það meining Jónas- ar að >öllum deilumálum* værr frestað þar til eftir stríð. Aftur krafðist Alþfl. framgangs kjördæma- málsins og að »gerðardómurinn« yrði lagður niður. Sjálfstæðisflokk- urinn tvísté eins og vant er. Nú fer Alþýöublaðið að komá svo að segja daglega. Gerist fastir kaupendur frá l.Maí. Ársfjóröungurinn kostar kr. 7,50 Blaðið sent heim til fastra kaupenda. Afgreiðslan í Lundarg. 5. Sími 110. í lausasölu kostar hvert blað 25 aura. Látið ekki dragast að pantæ blaðið!

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.