Alþýðumaðurinn - 11.08.1942, Page 2
ALÞÝÐUMAÐURíinN ' '
Fundur í félaginu 7. þ. m. ræðir kaupgjalds-
málin og veitir stjórninni umboð til að semja
um kauphækkun við atvinnurekendur. —
Félagið stofnar sérstakan sjóð til styrktar
og menningarauka, fyrir félagsfólkið. —
Eins og getið var í síðasta blaði,
hóf stjórn Verklýðsfélagsins við-
ræður, í síðustu viku, við atvinnu-
rekendur um hækkun á grunnkaupi
verkafólks hér á staðnum. Á Föstu-
dagskvöldið var kallaði stjórnin
saman félagsfund, þar sem málið
var rætt og samþykkt eftirfarandi
ályktun:
»Fundur Verklýðsfélags Akureyr-
ar haldinn 7. Ágúst 1942, telur
sjálfsagt að kauptaxt* félagsins
hækki til samræmis við þær kaup-
hækkanir, sem orðið hafa víða á
landinu, og felur stjórn félagsins
að leita samkomulags við stjórn
Vinnuveitendafélags Akureyrar um
hækkun kaupfaxtans í samræmi
við það,<
Voru allir sammála um það að
ekki yrði skemmra gengið í kröfum
á hendur atvinnurekendum en fram
er tekið í tillögunni. Verður að
ætla að all-veruleg kauphækkun
eigi sér stað, þegar gerðardómur-
inn verður ekki lengur í vegi fyrir
eðlilegum samningum milli atvinnu-
rekenda og verklýðssamtakanna.
En fundur Verklýðsfélagsins gerði
meira en þetta-
Samkvæmt tillögu stjórnarinnar
var samþykkt að setja á stofn
styrktar- og menningarsjóð fyrir fé-
lagið. Og af þvf að skipulagsskrá
sjóðsins lýsir best hlutverki því,
sem honum er ætlað að ynna af
höndum, er hún birt hér á eftir.
1. gr.
Tilgangur sjóðsins er að veita
þeim félagsmönnum styrk sem
verða fyrir slysum þann líma, sem
þeir fá ekki bætur úr Slysatryggingu
ríkisins. Ennfremur að styrkja efni-
lega unga menn, konur og karla,
sem verið hafa í félaginu minnst 5
ár, til náms í einhverri þeirri náms-
grein, sem veitir fræðslu um verk-
lýðsmál, svo sem félagsfræði og
fleira.
2. gr.
Stofnfé sjóðsins er það fé sem
var í sjúkrasjóði félagsins þegar
starfsemi hans hæíti, kr. 2,200.oo
ásamt eftirstöðvum af hagnaði af
síldarsöltun félagsins, kr. 1300.OO,
eða samtals kr. 3 500.OO.
3. gr.
Árlegar tekjur sjóðsins eru vextir
af innstæðu hans, svo og annað
fé, sem sjóðnum kann að áskotn-
ast. og félagið ákveður að renna
skuli til sjóðsins, svo sem ágóði
af samkomum félagsins og fleira.
4. gr.
Allt að helmingi af árlegum tekj-
um sjóðsins má verja samkvæmt 1.
gr. en hinn helmingur teknanna
leggst við höfuðstól sjóðsins. Pau
ár sem tekjum sjóðsins er ekki
varið samkvæmt 1. gr. Ieggjast þær
óskertar við höfuðstól hans.
. 5- gr.
Um leið og reglur þessar eru
samþykktar af félaginu, kýs félagið
3. manna nefnd, sem nefnist Styrkt-
arsjóðsnefnd, sem dæmir um hæfni
félagsmanna til þess að njóta styrks
úr sjóðnum, og það hvor eða hver
skuli njóta styrks úr sjóðnum, ef
fleiri en einn sækja um styrk í einu,
Til nefndarinnar skal senda styrk-
beiðnir.
Veita má sama manni styrk í
fleiri en eitt skifti,
Kosning nefndarinnar gildir tif
næsta aðalfundar félagsins, og ber
þá að kjósa hana að nýju, eftir
sömu reglum og gilda um kosn-
»'ngu stjórnar og annara starfsmannæ
félagsins.
Reglur þessar þannig samþykkt-
ar á fundi félagsins 7. Ágúst 1942,
Pegar búið var að samþykkja
sjóðstofnunina og framanskráða
skipulagsskrá var ákveðið að veita
einum elsta meðlim félagsins, sem
varð fyrir slysi sl. vetur, 100 kr. og
starfserni sjóðsins hafin með því.
Funduiinn var fjölsóttur, og ríktf
þar einhuga áhugi fyrir þeim mál-
um, sem til meðferðar voru. Var
á engan hátt hægt að sjá á honum
þann deyfðar- og sundrungarsvip,
sem Steingrímur Aðalsteinsson hef--
ir verið að ræða um undanfarið,
enda hefir Steingr. ekki tilkynnt
þangað komu sína enn.
Formannafélag
Akureyrar
var stofnað hér í bænum sl. Laug-
aidag. Stofnendur voru formenre
hjá erlenda setuliðinu.
í stjórn voru kosnir: Sigurður
Guðlaugsson, form. Gunnar Boga-
son, ritari. Davíó Áskelsson. gjald-
keri. Félagið setti kauptaxta og er
hann 75 aurum hærri á kl.st. ere
kaup almennra verkamanna — á
hverjum tíma.
Félagið hefir tilkynnt setuliðinu
þetta.
»Súðin< strandaði við Blönduós
nú fyrir helgina, en náðist fljótt út
aftur, lítið eða ekkert skemmd aó-
því er virðist. Að minnsta kosti
heldur hún áfram feröum sínum^
eins og ekkert hafi í skorist.