Alþýðumaðurinn

Issue

Alþýðumaðurinn - 11.08.1942, Page 3

Alþýðumaðurinn - 11.08.1942, Page 3
ALPYÐDMAÐURINW á Hræðslan við kauphækkun Þökkum auðsýnda samúð við minningarathöfn /óhanns Kristjánssonar frá Sigríðarstöðum. Vandamenn. Frð Alþingi. Eins og til stóð, var Alþingi sett 4. þ. m. Ekki var liðið nema nokkuð á annan þingdaginn, þegar kommún- istar sviku samstarfið um kjördæma- málið og ætluðu að tefla því í tvísýnu, Eins og vitað er, er Framsókn stærsti flokkur þingsins, og gat, ef engin samvinna var með hinum flokkunum um forsetakjör og nefndakosningar, náð öllum for- setum og meiri hluta í nefndunum, en það hefði þýtt, meðal annars, að kjördæmam^lið gat verið úr sögunni á þessu þingi, þar sem forsetar deildanna ráða því hvenær mál eru tekin á dagsskrá. Þegar til forsetakjörs kom, neituðu komm- únistar að eiga samvinnu um það við nokkurn flokk, og ætluðu að kæra sig kollótta þótt kjördæma- málið næði þá ekki fram að ganga. Varð Alþýðuflokkurinn að kjósa með Sjálfstæðinu til að bjarga mál- inu. Skipa því menn úr þessum flnkkum forsetasæti þingsins og meiri hluta f nefndum, og helst sú samvinna þar til kjördæmabreyting- in hefir verið samþykkt og gerðar- dómurinn lagður niður, en því máli ætluðú kommúnistar líka að tefla í hættu, og hafa þeir þó ekki látið svo iágt um vilja sinn í því- Er allt þetta ákaflega líkt kommúnhtum og sýnir heilindi þeirra í mjög skýru Ijósi. Störf þingsins eru komin lítið á veg. Þessa dagana berjast Fram- sóknarmenn sinni góðu baráttu fyrir að gerðardómurinn fái að lifa, þó hann sé nú orðið ekki hafður að neinu. Stjórnskipunarmálið er ekkert á veg komið. Alþýðuflokks- menn og kommúnistar bera fram sitt lagafrumvarpið hver um hækk- un á launum embættismanna. Al- þýðuflokkurinn ^ber fram frumvarp um orlof (sumarfri) vetkamanna og sjómanna. Einnig frumvarp um kjarabætur verkafólks og samvinnu hins opinbera við verklýðssamtökin um það að tryggja atvinnuvegum landsmanna nægilegt vinnuafl. Þá eru komnar fram margar þingsálykt- unartiliögur, og lítur út fyrir að störf þingsins muni ekki klárast á eins stuttum tíma og í fyrstu var fyrirhugað- Framh. af 1. síðu- hér á Akureyri fer nú fram á, er mjög stillf í hóf. Það er langt frá að hún vegi upp á móti þeim vexti dýrtfðarinnar, sem orðin er, hvað þá að hún geti tekið á sig væntanlegar byrðar. Og einkis annars hefði fólkið frekar óskað eftir, en að hægt hefði verið að halda dýrtíðinni svo í skefjum, að hækkun kaups hefði ekki verið nauðsynleg. En dagleg reynsla sýnir hvernig það hefir gengið. Nýlega era látin hér í bænum Albína Helgadóttir, Aöalstræti 34, öldruð kona. og. Baldvin SigurÖKSon verkamaður, til heimilis aö Naust- um. — J TAKIÐ EFTIR! j f Skóverksmiðjan ,,KRAFTUR“ f J er tlutt í Hafnarstræti 85 (áður skóverk- J 5 smiðja J. S. Kvaran). | f Smíðar nú kven-götuskó og skó með f f Kínahæl. Enntremur inniskó úr tlóka, | f skinni og striga, barnaskó og herraskó. J f Nokkur skópör til sölu með tækifær- f f isverði. , f' f Pálmi Ó/afsson. f £ f ■............................. Tilkynning frá rikisstjórninni. Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt ríkisstjórninni, að þegar íslenzk skip eða hafnarmannvirki verða fyrir skemmdum af völdum brezkra herskipa, þá sé nauðsynlegt vegna væntanlegra skaðabóta, að tilkynning um tjónið sé tafar- laust send næsta hernaðaryfirvaldi og að fulltrúa herstjórn- arinnar verði veitt tækifæri til að athuga tjónið. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 5. ágúst 1942.

x

Alþýðumaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.