Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.07.1948, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 20.07.1948, Blaðsíða 1
XVIII. árg. Þriðjudagur 20. júlí 1948 25. tbl. Ymsar blikur á lofti, E R L E N T. Síðau Alþm. kom síðast út fyrir réttum hálfum mánuði, hafa ýmis athyglisverð tíðindi gerzt bæði á er- lendum og innlendum vettvangi. Verður hér aðeins á sumt drepið lesendum hlaðsins til upprifjunár. Er þá fyrst að telja, að fyrir rétt- um hálfum mánuði hárust þau tíð- indi um heiminn og vöktu feikna at- hygli, að Kommúnistaflokki Júgó- slavíu hefði verið vikið úr Komin- forrn og Tító marskálkur, einræðis- herra landsins, lýstur í hann. Þetta er fyrsta verulega merki þess, að ekki sé allt eins slétt og fellt á kærleiksheimili kommúnistaríkj- anna í austri og þau hafa viljað láta vera. Albanir gripu strax tækifærið til að losa sig við ofríki Júgóslava, sem þeir töldu sig eiga við að húa. en hins vegar virðast kommúnistar í Júgóslavíu fylgja Titó fast, og eng- ar ýfingar hafa orðið með honum og nágrannajörlum Rússa. I Tékkó- slóvakíu gerðust þau tíðindi, að tékkneskir æskumenn hylltu Tító á fjölmennu íþrótta- og æskulýðsmóti í Prag. Virðast allskiptar skoðanir á tiltæki Kominform meðaf komm- únista, og fregnir eru uppi um það, að hak við allt þetta standi átök milli Molotov annars vegar, sem er Títósvinur, og Shanov, aðalmanns Kominforms, hins vegar, en þeir séu hatursmenn og keppi um sæti Stal- ins. I Finnlandi fóru kosningar þann- ig, að kommúnistar töpuðu veru- lega. Misstu 15 þingsæti, þótt Rúss- ar lofuðu Finnum lækkun skaðahóta fyrir kosningarnar. Jafnaðarmenn unnu mest á eftir. atkvæðum talið, en Bændaflokkurinn vann fleiri þingsæti. Samkvæmt seinni fréttum hafa Rússar tekið aftur loforð sín um lækkun stríðsbótanna. Einurð Finna í þessum kosningum hefir vakið mjög mikla athygli, og orðið enn ný sönnun fyrir frelsishug óg kjarki þessarar vösku þjóðar. Framh. á 2. síðu. Alagoing útsvara á Akureyri 1948. Um síðustu mánaðamót kom út hér á Akureyri útsvarsskrá bæjarins fyrir yfirstandandi ár. Oft hefir út- koma útsvarsskrárinnar vakið mikla forvitni og umtal hér —i hlandrð furðu — en aldrei þó eins og í ár. Mun það stafa talsvert af því, að út- svör eru með hæsta nróti að krónu- tölu, en þó fyrst og fremst af hinu. að við endanlega ákvörðun útsvar- anna urðu nokkur álök milli meiri- lduta niðurjöfnunarnefndar annars vegar og . fulltrúa Alþýðuflokksins í nefndinni hins vegar. Hefir uintal þetta gert almenningi ljósar en fyrr. hve langt er frá, að niðurjöfnun út- gvara sé unnin hér, svo að vel sé, og hve geysimikið alþýða þessa hæjar á í rauninni í húfi ár hvert, hver út- svarsstiginn er og hvernig honum er heitt. ÞÁTTUR SKA TTSTOFUNNAR. Sá kynlegi háttur hefir verið upp- tekinn hér, þegjandi og hljóðalaust, sem ekki mun þekkjast annars stað- ar, að Skattstofan leggur í rauninni öll útsvörin á. Hefir Skattstofan ein- hverra hlula végna gengið hér út fyrir verksvið sitt, og hefir meiri- hluti niðurjöfnunarnefndar verið svo metnaðarlaus í embætti sínu að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Hið eina starf niðurjöfnunarnefnd- ar er nú orðið það að sannreyna á fáeinum dagpörtum, hvort útreikn- ingur Skattstofunnar er réttur, og getur hvert mannsbarn sagt sér sjálft, að slík sannreynd er engin sannreynd á svo naumum tíma, hvað þá að jafnað sé niður „eftir efnum og ástæðum“ eins og útsvarslögin ínæla fyrir. Sannast mála er líka, að sannreynd útreiknings úlsvaranna er þýðingarlítil, því að ugglaust hefir Skattstofan þann metnað að láta ekki reikningsskekkjur finnast eftir sig að ráði. Hift er rnergur málsins, hvernig útsvarsbyrðunum er deilt niður á gjaldendurna, hvort tekið er tillit til þessa eða hins, hvort þeir. sem hafa líka aðstöðu, beri líkt út- svar eða ekki, hvort nægilegt tillit er tekið lil þess. hver aðstaða manna er við framtal o. fl. o. fl. Eins og mál- um er nú komið, jafnar SkaUstojan niður, cn níðurjöfnunarnefnd ber siðferðilega úbyrgð á því, sem vel er gert — og illa. \ MISSKILIÐ TRÚNAÐARSTARF. Þegar niðurjöfnunarnefnd hafði lokið alhugun sinni á niðurjöfnun Skattstofunnar í ár, sá nefndin, að upphæð sú, er inn kæmi, ef jafnáð væri niður eftir saina útsvarsstiga og í fyrra (en Skattstofan hafði not- að hann) tnundi verða um 530 þús. kr. hœrri en gert var ráð fyrir á fjárhagsáœtlun bœjarins, og var þó 5% álag það, sem lagt var á i fyrra, fellt niður. Eins og vitað er, þá er bæjarstjór- inn formaður niðurjöfnunarnefndar og hefði því átt sem röskur og vak- andi bæjarstjóri að grípa tækifærið og leggja málið fyrir bæjarstjórn og æskja þess, að hún sækti um leyfi til ríkisstjórnarinnar til að jafna hærri útsvarsupphæð niður en fjárhags- áætlunin mælti fyrir. Þetta var því sjálfsagðara sem bæjarstjóri hefir oft harið lóminn um getuleysi bæj- arins íil ýmissa framkvæmda vegna fjárskorts, og honum var einnig vel kunnugt um, að ýmsir bæjarfulltrú- ar höfðu við afgreiðslu fjárhagsá- ætlunarinnar greitt atkvæði gegn nokkrum útgjaldaliðum einungis af ugg við of há útsvör. En hvað skeður? Bæjarstjórinn og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nið- urj öfnunarnefnd gengu umyrðalaust inn á þá tillögu skattstjórans, full- trúa Framsóknarflokksins, að lœkka öll rekstursútsvör um helming, fella NÝJA-BÍÓ Þriðjudaginn 20. júli kl. 9: Aftnrgöngnrnar („THE TIME ÍN THEIR LIVES“) Amerísk gamanmynd frá Universal Pictures. Leikstjóri: Charles Barton. Aðalleikendur: Bud Abbott — Lou Castello Marjorie Reynolds — Binnie Barnes — Jess Barker — Gale Sondergaard — John Shelton. Skjaldkorgarkfó í kvöld: BARDAGAMAÐURINN (The Fighting Guardsman) Skemmtileg og spennandi mynd eftir skáldsögu Alexandre Du- mas: „Félagar Jehús“. Aðalhlutverk: WILLARD PARKER ANITA LOUISE JANIS CARTER JOHN LODER. niður 120 kr. útsvör og lœgri og iœkka síðan lœgri útsvör en 1000 kr. um 20%, en önnur öll — líka rekst- ursútsvörin — um 10%. M. Ö. 0. ÚTSVARSBYRÐINA ÁTTl FYRST AÐ LÉTTA UM IIELMINC Á ■ BREIÐVSTU BÖK- UNUM, FYRIRTÆKJUNUM, OG SÍÐAN AFTUR UM 10%, MEÐAN ALLUR ALMENNINGUR FENGl AÐEINS 10% ÍVILNUN. HRÖÐ HANDTÖK. Ilöfuðrökin munu liafa verið þau, að rekstursútsvör hefðu verið hér óvenjuhá sl. ár og þetta væri léttasta leiðin til að burtreikna 530 þús. kr., sem fram yfir voru fj árhagsáætlun- ina. Framh. á 2. síðu.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.