Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.07.1948, Blaðsíða 4

Alþýðumaðurinn - 20.07.1948, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUMAÐURINN Kirkjukonsert. Tveir gamlir Akureyringar látnir. 8. og 10. þ. m. í'éllu í valinn tveir af borgurum þessa bæjar. Menn úr alþýðustett, sem um langan tima höfðu telcið þátt í störfum og stríði dagsins, þótt um forystumenn væri elcki ao ræða, en góðir liðsmenn vöru þeir og þáttur slíkra manna er oft ekki óverulegri en forystan sjálf, ef vel er fylgt á eftir. Því ber að minnast þeirra. Sigúrður H. J. Austmar and- að:st 8. þ. m. eftir iangvinn veikindi. Ilann var 73 ára að aldri. Sigurður var Þingeyingui', en f'utti hingað til bæjarins skömmu eftir siðustu aidamót, og dvaldi hér síðan. Af störfum var hann mest kunnur vegna margra ára verkstjórnar hjá Eimskipafélagi íslands, þótt hann kæmi víðar við sögur. — Hann var starfsmaður mikill og kom mjög við sögu verklýðs- hreyfingarinnar á fyrstu og mestu baráttuárum hennar. Hann lét og opinber mál, eink- um bæjarmál, sig milclu varða, þótt hann seildist ekki ti1 for- ystu á því sviði. En fyrst og fremst var hann útsjónarsamur og ötull heimilisfaðir og skilaði með prýði vel á legg stórum og myndarlegum barnahóp með að- stoð ágætrar konu. Hann var jarðsunginn, að viðstöddu fjöl-- menni sl. laugardag. Pál' Ásgrímsson andaðist 10. þ. m. Hann var 66 ára er hann dó, Eyfirðingur að ætt, en fædd- ur hér og ól allan sinn aldur í bænum. Hann var ókvæntur alla æfi, bjó með móður sinni og annaðist hana af mikilli prýði. Páll var fáskiptinn maður um annara hag, en fylgdist þó af áhuga með bæjar- og ’andsmál- um. Var einlægur og ýtinn bar- áttumaður í verklýðsmálum og fyrirleit hjartanlega allan yfir- borðshátt og sýndarmennsku í hvaða máli sem var. Mest var hann kunnur fyrir langt starf og tryggð við söngmál bæjarins. Hann van góður bassamaður. Var einn af stofnendum Heklu Magnúsar Einarssonar. Var með í Noregsför kórsins eftir alda- mótin, og síðar var hann einn af stofnendum kar'akórsins ,,Geys- ir“ og starfandi meðlimur hans til dauðadags. Er það ekki of Sigurður Skagfield, óperu- söngvari, heldur kirkjukon- sert hér n.k. föstudag með aðstoð Jakobs Tryggvasonar Sigurður Skagfield, óperusöngv- ari. kom hingað til bæjarins sl. laug- ardagskvöld. Erindi hans hingað að SKAGFIELD í hlutverkinu Don Carlos. / Jressu sinni er að lialda hér kirkju- konserta. Verður sá fyrsti haldinn á föstudaginn kémur, 23. þ. m., í kirkjunni, kl. 9 síðdegis. Það mun ekki Jmrfa að hvetja söngelska bæjarbúa — og Jrað eru Akureyringar yfirleitt — að sækja þenna einstæða hljómlistarviðburð. Aðsóknin að kirkjukonsertum Skag- sagt, að Páll hafi sótt megin- hluta lífsánægju sinnar á söng- málasviðið og þar var aðal lífs- starf hans þegar sleppti vinnu fyrir daglegu brauði. Páll var jarðsunginn sl. föstudag að við- stöddu fjölmenni. Kórfélagar hans sáu um útförina og sungu hann í hinsta svefn. H. F. fields í Reykjavík sl. vetur og þeir dómar, er söngvarinn fékk fyrir þá hjá fremstu gagnrýnendum höfuð- borgarinnar á sviði söngs og hljóm- leika, ættu að nægja til að fylla kirkjuna af áheyrendum, sem sleppa ekki því bezta fram hjá sér. Organleikari kirkjunnar, Jakob Tryggvason. leikur undir fyrir söngvarann, svo að sá veglegi þáttur konsertsins er tryggður með ágæt- um fyrirfram. Söngskráin er enn ó- samin. en hlaðinu er óhætt að segja Jiað fyrirfram, að Skagfield mun fara Jiarna með ýms af Jieim við- fangsefnum, sem hann hefir fengið mest lof fyrir og einnig ný viðfangs- efni, að ógleymdu hinu undurfagra lagi við Faðirvorið eftir söngvar- ann sjálfan og er tileinkað minningu séra Geirs Sæmundssonar. H. VAXANDI ÚTFLUTNINGUR Samkvæmt upplýsingum Ilagstof- unnar hefir útflutningsverzlun ls- ! Iendinga aldrei verið meiri en fyrstu sex mánuði þ. á. Voru Jíá fluttar út vörur fyrir 200 millj. kr., en fluttar inn fyrir 200.8 millj. Þegar þess er gætt, að af innflutningnum voru ný- sköpunarskip fyrir 43 millj. kr., sem ekki eiga að koma til frádráttar á gjaldeyristekjur þ. á„ sést, að liinn eiginlegi vöruskiptajöfnuður á fyrr- • greindu tímabili er hagstæður um rúmar 34 millj. kr. Til samanburðar má geta þess, að útflutningur var á sama tíma í fyrra ekki nema 100 millj. kr., en innflutn- ingur 231 millj. kr., nýsköpunarskip þá einnig innifalin. Stærstu viðskiptalöndin eru Bret- land (langstærst), Þýzkaland, Hol- land og Danmörk. ASalútflutningsvörurnar voru sild- arafurðir og ísvarinn og frystur fiskur. HEYSKAPUR er yfirleitt hafinn hér norðanlands fyrir nokkru, en gengur stirt vegna þurrkleysis. Þeir, sem fyrst byrjuðu, munu þó liafa náð nokkru inn af töðu. — Nokkuð er misjafnt eftir byggðarlögum, hvernig gengið hefir. Þriðjudagur 20. júlí 1948 Lokun mjólkurMða. Um s. 1. mánaðarmót auglýsti KEA, að framvegis yrðu mjólk- urbúðir þess lolcaðar á sunnu- dögum „fyrst um sinn“. Látið er í veðri vaka, að or- sökin sé fólksekla, og trúi þv: hver sem vi’l, fyrst hægt var a? halda búðunum opnum öll stríðs. árin, þótt eftirspurn eftir vinnu- afli væri þá enn meiri. Þetta ei líka því furðulegri fyrirsláttur, sem sama fyrirtælci hefir hvað eftir annað látið í það slcína undanfarið, að það yrði að draga saman seglin um fólks’ hald, ef innflutningur vara ykisl ekki. Hins vegar er erfitt að ski1 je hugsunarhátt þann, sem að bak: þessarar ráðstöfunar liggur. — Ótrúlegt er, að jafnsterkt fyrir- tæki og KEA er láti sig mune um starfslaun nokkurra stúlkn- táeinar sunnudagsstundir. Efa- laust grunar forráðamenn fé lagsins, að þeir kyndi mjög und ir óánægju bæjarbúa í garð sinr með þessu háttalagi, og mátt þó sannarlega ekki miklu f bæta. Ugglaust er þeim likc ’jóst, að þeir ala á gremju og tortryggni milli framleiðendc og neytenda með svona vinnu brögðum, því að tæplega eri þeir svo skyni skroppnir, þót þe'.r eigi sjálfir ísskápa til ac geyma sína mjóik í, að þeir vit slcki, að flestum heimilum bæj- arins er gersamlega ómögulegi. að geyma mjó'lc frá laugardegi t:l mánudagsmorguns, nema i því betri kjöllurum og þá meo því að láta kalt vatn síronna. En öll óþægindin og amstrio er ekki þar með talin: Vegne. langvarandi skorts á því, að mjólkurílát hafi fengizt keypt eru margir í mestu vandræðuir. með ílát und'.r mjö'k til tveggjs daga, og loks er svo það, a£ þessa mjóllc á að selja á fáein- um klst. á laugardögunum, ein mitt á þeim tíma, sem húsmæð- 'ur eru í mestu annríki, en aðrii úti við stöi’f sin. Eyfirzkir bændur ættu sann arlega að athuga á tíma, hvaðe kálhöfuð það eru, sem v'rðasi vera að skipuleggja óvingældir mjólkm’samlags þeirra hér í bæ og minnast þess, að hagur neyt- andans og hagur se’jandans i. oftar samleið en margur hygg ur.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.