Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.07.1948, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 20.07.1948, Blaðsíða 3
j'riSjutlagur 20. júlí 1948 AL>f©UMAÐURINN S \ t”............... —— —■ —»1 || ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Rifstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON I Bjarkastíg 7. Sími 604. : I ‘ r Verð 15.00 kr. á ári. || Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. IL ar aukin réttindi negra, nái hann kosningu. I N N L E N T. Innanlands hefir þaS markverðast gerzt, að ísland hefir gerzt aðilji að Marshallhjálpinni. Voru samningar um það undirritaðir milli íslands og Bandaríkjanna laugardaginn 3. júlí sl. Standa nú yfir athuganir á lántökum í Bandaríkjunum fyrir Is- iands hönd, og mun ætlunin, ef af lántöku verður, að verja upphæðinni að meginmagni til aukningar fram- leiðslugetu þjóðarinnar. Málgögn kommúnista hafa farið hamförum gegn samningi þessum og stimplað ráðherrana alla sem landráðamenn. Sama hergmálið endurómar nú í málgögnum allra kommúnistaflokka Marshallland- anna 16, og svíður forsvarsmönnum flokka þessara mest, að engir virð- ast á þá hlusta. Kvittur er kominn upp um óhugn- anlegt smyglmál, sem kommúnistar kunni að vera riðnir við sem flokk- ur. Er það í sambandi við kommún- ista á Tröllafossi, sem uppvís hefir orðið að því að reyna að koma stál- þráðartæki í land í Reykjavík án vitundar tollþjóna. Er sagt auðvelt að nota tæki þetta með smávægis- breytingu til ■ símahlerana. Rifjar þetta mál óhugnanlega upp frásögn- ina í bókinni Úr álögum, þar sem sagt er frá þjónustusemi manna meðal skipshafna á Eimskipafélags- skipunum íslenzku við alþjóðasam- tök kommúnista. Þá er fullyrt, að tveir íslenzkir menn hafi ráðið sig eða verið ráðn- ir sem síldarlóssar á veiðiflota Rússa hér við land. Slíks eru að vísu dæmi fyrr, að íslenzkir menn hafi gerzt ótrúir landi sínu á líkan hátt, en það óhugnanlegasta í sambandi við mál þetta er, að augljóst verður að telj- ast, að venjulegir síldarlóssar ráða sig ekki milliliðalaust á rússnesk skip, og aðeins er um einn millilið að ræða þá í þessu máli. Rís gremja almennings fjöllunum hærra um þessar mundir, og þykir honum að vonum imdiilægj uháUuriim ganga langt, þegar erlendum síldveiðiflota er siglt með hjálp manna, sem þykj- ast allra íslendinga íslenzkastir, fast upp að landsteinum. LÉREFTSTUSKUR kaupum við hœsta verði Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Auglýsið í Alþýðumaiminum' Auglýsing nr. 24 1948 frá skömmtunarstjúra Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. septem- ber 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sö'u, dreifingu og afhendingu vara hefir viðskiptanefndin ákveðið, að skömmtunarreiturinn í skömmtunarbók nr. 1 með áletrun- inni SKAMMTUR 6 skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir 1 kg. af skömmtuðu smjöri á tímabilinu frá 18. júlí 1948 og þangað til annað verður auglýst. Jafnframt hefir verið ákveðið, að skömmtunarreitur- inn í skömmtunarbók nr. 1 með áletruninni SKAMMTUR 5 skuli hinn 1. ágúst næstkomandi fal’a úr gildi sem lögleg innkaupaheimild fyrir skömmtuðu smjöri. Verða þeir, sem eiga þennan skömmtunarreit (skammt 5) að gæta þess að nota hann fyrir 1. ágúst. Reykjavík, 17. júlí 1948. SKÖMMTUNARSTJÓRI. Auglýsing or. 23 1948 frá skömmtunarstjdra / . Viðskiptanefndin hefir samþykkt að heimila skömmt- unarskrifstofu ríkisins að veita nýja aukaúthlutun á vinnu- fatnaði og vinnuskóm. Bæjarstjórum og oddviium hafa nú verið sendir sér- stakir skömmtunarseðlar í þessu skyni, og þeir auðkenndir sem vinnufatastofn nr. 3, prentaðir með brúnum lit. tleimilt er að úthluta þessum nýju vinnufataseðlum til þeirra, sem skila vinnufatnaðarstofni nr. 2, svo og til ann- arra, er þurfa á sérstökum vinnufatnaði eða vinnuskóm að halda, vegna vinnu sinnar. Um úthlutanir til þeirra, er ekki hafa í höndutn vinnufatnaðarstofn nr. 2, skal að öllu leyti farið eftir því, sem fyrir er lagt í auglýsingu skömmt- unarstjóra nr. 21/1947, og gilda að öðru leyti ákvæði þeirr- ar auglýsingar, eftir því sem við á. Heimilt er að úthluta þessum nýju vinnufatnaðarseðl- um á tímabilinu frá 1. júlí til 1. nóv. 1948, og skulu þeir vera lögleg innkaupaheimild á því tímabili. Bæjarstjórum og oddvitum skal sérstaklega á það bent, að klippa frá og halda eftir reitnum fyrir vinnuskónum, ef þeir telja, að umsækjandi hafi ekki brýna þörf fyrir nýja vinnuskó á umræddu tímabili. Jafnframt skal það tekið fram, að vinnufátaseðlar þeir, sem auðkenndir eru sem vinnufatastofn nr. 2, prentaðir með rauðum iit, falla úr gildi sem lögleg innkaupaheimild frá og með 1. ágúst 1848. Reykjavík, 5. júlí 1948. SKÖMMTUNARSTJ ÓRI. Arflur til hluthata Á aðalfundi félagsins 5. júní, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð tii hluthafa fyrir árið 1947. Arðmiðar verða inn'eystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli skal vakin á þvi, að samkvæmt 5. gr. sam- • þykkta félagsins er arðmiði ógildur, hafi ekki verið krafizt greiðslu á honum áður en 4 ár eru liðin frá gjalddaga hans. Skal hluthöfum því bent á, að draga ekki að innleysa arð- miða af hlutabréfum sínum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru í gildi arðmiðar fýrir árin 1943—1947, að báðum árum meðtöldum, en eldri arðmiðar eru ógildir. Þá skal ennfremur vakin athygli á því, að enn eiga all- margir hiuthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarki^, sem afhentar eru gegn stofni þeim, sem festur er við lúutabréf- in. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofn- inum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrst. Afgreiðslumenn félagsins um land allt, svo og aðalskrif- stofan í Reykjavík, veita stofnunum viðtöku. - ^ H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.