Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Blaðsíða 20

Alþýðumaðurinn - 24.12.1950, Blaðsíða 20
20 J Ó L A B L A Ð ALÞÝÐUMANNSINS 19 5 0 Fyrr á tímum var það mjög tíðkað hér á landi að fara til grasa, sem kallað var, þ. e. afla fjallagrasa til matar. Voru grasiaferðir þessa.r yfirleitt farnar á vorin, meðan nótt var björt, og oftast grasað um næt- ur, því að betra er að taka grösin í rekju. Venjuleg- ast var það kvenfólkið, sem á grasafjall eða í grasa- heiði fór, en ein'nig unglingar og stundum fulltíða tvíbýli. Hin þriðja hét Halldóra. Er hér eigi vitað um föðurnafn hennar, en heima átti hún í Borgargerði og var þá trúlofuð manbi, er Þormóður hét Þormóðsson. Giftust þau srða.r og fóru til Ameríku. Fjórða stúlk- an hét Sigurleif Þormóðsdóttir, síðar kona Björns Einarssonar, föður Þórhalls Bjarnasonar og þeirra systkina. Eigi er þess getið, hvar Sigurleif átti heima, er ferð þessi var farin, sennilega þó í Laufási. Stúlkunum var fylgt á hestum norður á Heiði. Far- ið var upp Skarðsdai og reyndist færi gott, enda víð- ast autt. Þetta var að mánudagsmorgbi, sem lagt var upp í ferð þessa, og skyldu stúlkurnlar liggja við grasa-. tínsluna hálfa aðra viku. Höfðu þær tjald meðferðis. Segir nú ekki af stúlkunum fyrstu dagana, annað karlmenn. Oft var legið við gr|asa,tiínsluna viku til hálf- an mánuð, og voru inargar grasakonur firnaduglegar og harðvítugar við tínslu, enda þótt oft væru veður misjöfn og jafnvel setti niður snjó. Er það í frásögur fært, að þekkzt hafi konur, sem eigi gengu frá tínslu. þótt snjór tæki á miðhnúa. Eftirsóttur matur var grasaystingur, og er svo enn af flestum, er þann rétt þekkja. Þá voru fjallagrös og notuð í brauð og slátur, og úrvalsgott þótti að hafa grasagraut með sauðaskyrinu. Þótti mörgum engin »væta« jafngóð og súr sauðaskyrhræra ineð grasla- graut. Hér verður sagt frá einni grasajerð ungra stúlkna úr Höfðahverfi í Suður-Þfngeyjarsýslu fyrir síðustu aldjamót. Sýnir sú frásögn glöggt, að grasaferðir gátu orðið fullkomin karlmannsraun, þótt um vordag væru farnar, enda veðraguðinn löngum duttlungafullur á landi hér. Það mun hafa verið á árunum 1880 — 1890, að fjór- |Hr stúlkur úr Höfðahverfi föru í grasaheiði seint á sauðburði. Hugðust þær grasa milli svokallaðra Höfða- gilja á Flateyjardalsheiði. * Stúlkur þessar voru þær, er nú skal greina: Sig- ríöur Sigurðardóttir, síðar koba, JóH|annesar Sigurðs- sonar, bónda að Ytrahóli í Fnjóskadal, en þá vinmr kona að Lómatjörn. Var hún nítján ára, er þetta bar við. Önnur í förinni hét Friðfinna Jósefsdóttir, móðir Valbjargar Helgadóttur, konu Hernits bónda Friðlaugs sonar í Sýrnesi í Aðaldal. Var Friðfinna þá vinnu- kona á Lómatjörn, en á öðru búi, því að þar va.r þá en veður var ákjósanlega gott. Hló þeim hugur í brjósti og þótti útilegulífið hið skemmtilegasta. Gengu þær til grasa á næturnar, en hvíldust á daginn, meðan þurrast var. Stundum brugðu þær sér n stuttar göhgu- ferðir og þótti útsýni fagurt um Heiðina og fjöllin í kring. En ekki átti þetta, svo til að ganga all)an tímann. Á laugardagsnótt tók að stonma á norðan, þýngja í lofti og gera krapaúrfelli. Hurfu þær stúlkurnar með fyrra móti úr grasamónum heim í tjald sitt og biðu átekta. Á laugardag mildaðist veðrið nokkuð, og hugðust stúlk- urnar freista þess að grasla á sun'nudagsnótt, sem þær og gerðu. En undir morguninn tók að frysta og gerði hríðarfjúk, svo að þær leituðu skjóls í tjaldi sínu. Var nú kveikt undir katlinum og kaffi hitað og drukk- ið, en að þvi búnu báru þær stallsystur samþn ráð sín. Vildu sumar fara yfir að heiðabýlinu Kambsmýrum, enda höfðu þær Lómatjarnarstúlkur lofað húsbændum s^nuin því, ef veður spilltist. En eigi var þó horfið að þessu ráði, því lað Syðri-Iiöfðagilsáin, sem yfir var að sækja, reyndist í vexti, en þær hestlausar. Varð því úr, að stúlkurnar lögðust til svefns í tjaldi sínu og vonuðu, að veður spilltist ekki áð ráði.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.