Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 11.09.1951, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 11.09.1951, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. 6eplember 1951 ALÞÝBUMAÖURINW . Bœjarverfrœðingurinn i ndðor- ídömi Elísabetor o® Eiríhs Einhverra hluta vegna hefir það komið óþægilega við föður- tilfinningar kunningja míns, Eiríks Einarssonar, að ég hefi deilt á prenti á þá ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar (og raunar minnihluta þó, þar sem aðeins 5 greiddu málinu atkvæði) að ábyrgjast 40 þús. kr. víxillán fyrir bæjarverkfræðing okkar. En áður hafði ég sært móðurtilfinn- ingar Elísabetar Eiríksdóttur með því að tala gegn því í bæjarstjórn. Elísabet „þvoði mér um höf- uðið", eins og það er stundum kallað, af sinni alþekktu mælsku og rökvísi. Eiríkur gerir slíkt hið sama af ritfimi sinni í síðasta tbl. ísl. Finnst þeim báðum Eiríki og EL'sabet, að mér farizt ómann- úðlega gagnvart bæjarverkfræð- ingnum, að manni skilst vegna ýmissa þrenginga hans, en í sann- leika sagt virðist fleirum en mér, að sá maður sé ekki með öllu umkomulaus, sem sólar sig á lík- an hátt og verkfræðingurinn í náðarfaðmi þessara ágætu karls og konu, Eiríks og Elísabetar. En svo öllum gamburyrðum sé sleppt, vil ég hér gera örfáar at- hugasemdir við ritsmíð Eiríks: / jyrsta lagi: Það er misskiln- ingur, að ég hafi gefið bæjarfull- trúum viðurnefni. Svigayrðin í grein þeirri, er Eiríkur misskilur svo, áttu að tákna ástæðurnar fyrir verknaði bæjarfulltrúanna, og voru fulltrúar Alþýðufl. ekki undanskildir, og mun enginn hafa misskilið þetta nema Eiríkur. / 'óðru lagi: Ábyrgðin fyrir bæjarverkfræðinginn er ekkert afsakanlegri, þótt Jóni Sveins- syni og Snorra Sigfússyni hafi verið veittar ábyrgðir. I bezta til- felli sýnir það ekki annað en það, að fyrr hafi setið vitlausar bæjar- stjórnir að völdum hér en sú, er nú situr. Einnig hlýtur Eiríkur að skilja það, að erfiðara er fyrir núverandi bæjarstjórn að ganga fram hjá fordæmi, sem hún hefir skapað en fordæmi einhverrar fyrrverandi bæjarstjórnar. / þriðja lagi: Það er rangt hjá Eiríki, að Alþm. hafi nokkuð sagt um það, að bæjarverkfræðingur- inn þyrfti ekki lán, af því að hann væri svo hátt launaður. Hitt gaf blaðið hiklaust í skyn, að Akur- eyrarbæ væri sæmra og skyldara að hjálpa fyrr þeim láglaunuðu og fálæku um húsnæði en hæst- launuðu gæðingum s:'num, og skal sú skoðun endurtekin hér kinnroðalaust. / fjórða lagi: Það er rangt hjá Eiríki — nema Vegagerð ríkisins varðveitt hana, þjálfað og þrosk- að sér og þjóð sinni til sóma. Og það sem er kannske allra bezt: Hann á auðsjáanlega engan kost annan en halda áfram að þjálfa hana og þroska, halda áfram að yrkja. Það finnst mér harla gott. Br. S. fari ekki eftir launalögunum — að bæjarverkfræðingur hafi ekki hærri laun en lægst launuðu verkfræðingar hjá Vegagerðinni. Samkvæmt f j árhagsáætlun Akur- eyrar og launalögum ríkisins hefir hann hœrri laun en yfir- verkfrœðingur vegamála, gerir sem næst því að miðlunga laun vegamálastjóra og yfirverkfræð- ingsins. / fimmta lagi: Byggingasjóður Akureyrar kemur þessum málum ekkert við. Verkfræðingurinn hef- ir ekki sótt um lán úr honum, heldur eftirlaunasjóð starfsmanna bæjarins. Hitt skal fúslega viður- kennt, að ekkert mundi gleðja Alþýðuflokksmenn hér á Akureyri meira en það, ef hægt yrði að efla Byggingasjóð Akureyrar og lána hærri lán úr honum. Til slíks mun liðssinni Eiríks Einarssonar alltaf vera þegið og hiklaust þakkað, eins og sjálfsagt væri. Hitt er sjálfsagt að láta ekki ó- mótmælt, að sjóðurinn hafi ekk- ert gagn gert. Vissulega hefir hann verið betri en ekki, og þarf Eiríkur ekki annað -en líta á sum húsin í Rauðu- og Grænumýri til að sannfærast um slíkt. / sjótta lagi: Bæjarverkfræð- ingur bað vissulega um bifreiðar- styrk eða að bærinn ætti og ræki að öðrum kosti jeppa hans. Hann lagði fram yfirlit í bæjarráði, hvað rekstur jeppans hafði kost- að árinu fyrir og lét liggja að því, að rekstur hans yrði drjúgum hærri í ár. Hvað stóð í bréfi verk- fræðingsins, játa ég, að ég man ekki, efa að það hafi verið lesið upp í bæjarráði. Verkfræðingur- inn mætti þar sálfur og rak erindi sitt. Ég man í höfuðdráttum, hvernig hann gerði það. Sjálfsagt er að minna Eirík á, að séu bifreiðastyrkir yfirleitt réttlætanlegir, þá er eðlilegt að greiða hærri styrk í Reykjavík en hér, þar er yfirferð um borgina langt um meiri en hér. / sjöunda lagi: Það er alrangt hjá Eiríki, að til þess liggi persónulegar ástæður af minni hendi, að ég tel rétt, að núverandi bæjarverkfræðingur verði ekki mosagróinn í starfi sínu. Til þess liggja einfaldlega þær ástæður, að mér finnst hann ekki hafa þá eiginleika til að bera, sem ég tel að verkfræðingur bæjarins þurfi að hafa: ekki nógu úrræðagóð- ur, ekki nógu röggsamur, ekki nógur skörungur. Ég er því á móti honum 'af alveg sömu ástæð- um og bæjarstjóranum okkar, en persónulega finnst mér báðir mennirnir, það sem að mér hefir snúið, elskulegustu menn. Eg er bara einu sinni svo gerður — gagnstætt Eiríki að mér skilst ¦— að mér finnst það skipta höfuð- máli, hvernig maður stendur í stöðu sinni, en ekki hvernig mér líkar persónulega við mann þar fyrir utan. Og hreinskilnislega sagt læt ég mig engu skipta, hvaða ástæður liggja til þess, að Eirík- ur er svo viðkvæmur fyrir verk- fræðingnum. Samkvæmt ályktun- um hans um mig hljóta þær að snerta hann eitthvað persónulega. En það má vera þeirra einkamál fyrir mér. / átlunda lagi: Það er enn rangt hjá Eiríki, að ég hafi viljað níð- ast á verkfræðingnum í húsnæðis leysi hans með afstöðu minni gegn 40 þús. kr. ábyrgðinni. I bæjarstjórn benti ég meira að segja á úrræði, sem hefði getað leyst vandrœði hans strax í haust. Nýbyggingin gerir það ekki fyrr en að liausti. Þar er því um enga tilraun að ræða til „að koma fyr- ir kattarnef", þótt ég vildi ekki „festa hann í sessi" með húseign af áðurgreindum ástæðum. Og loks þetla: I mínum augum er það engin goðgá að vera komm- únisti, hvað ég veit, að verkfræð- ingurinn er, meðan þeirri sann- færingu fylgir engin spellvirki gegn eigin þjóð og viðteknum mannréttindum. Hefi ég enga á- stæðu til að væna verkfræðinginn um slíkt og er því ekki andvígur langsetu hans hér af þeim sökum. Ég get meira að segja gert þá játningu fyrir Eiríki Einarssyni, að ég virði og met marga komm- únista fyrir ýmis störf þeirra og hæfileika, og þarf ekki út fyrir bæjarstjórn okkar til þess, alveg á sama hátt og ég t. d. virði og met Jakob Frímannsson og Þor- stein M. Jónsson fyrir dugnað þeirra og manndóm, Jón Sólnes og Eirík Einarsson fyrir hrein- skilni þeirra og hispursleysi, Helga Pálsson fyrir lipurð hans og sanngirni í tillögum o. s. frv., o. s. frv. Samt sem áður leyfi ég mér að deila á alla þessa menn hiklaust og hlífðarlaust, ef mér býður svo við að horfa. Og höfum við ekki þá talað hreint út, Eiríkur? Br. S. 'iM RGfiR BÍÓ F RU MSKÓGÁ- STÚ LKAN (Jungle Girl) 1. HLUTJ Mjög spennandi og viðburða- rík ný amerísk kvikmynd, gerð eftir samnefndri skáldsögu eft- ir höfund Tarzan-bókanna Ed- gar Rice Burrough. Aðalhlutverk: Frances Gifford Tom Neal Nýja Bíó Á miðvikudag kl. 9: I SURRENDER DE AR Aðalhlutverkin leika: Gloria Jean David Street fM|K ';-.-¦. :'&#?'M.W$$ ¦*#* m vottaduft dpuverhsmiðjon Sjöfn >$$^S^©$$$$^^S$$$©$«$^^$$«»©^S*^$*£'£©«$©«$©©$Í Tónlístarshólí Ahureyror tekur til starfa 1. október næstkomandi. /T Kennslugreinar: Píanó, orgel, fiðla, klarinett, söngúr og tónfræði. Ennfremur verður veitt kennsla í saxofónleik. Umsóknir um skólavist sendist sem fyrst til skólastjórans, Jakobs Tryggvasonar, Helgamagrastræti 15, sími 1653. Tónlistarbandalag Akureyrar. Gagnfræðaskóli Akureyrar 011 þau börn, er luku prófi síðastliðið vor frá Barnaskóla Akureyrar og eru skólaskyld í Gagnfræðaskólanum, eru beð- in að koma til viðtals við mig — eða aðstandendur þeirra fyrir þeirra hönd — hið allra fyrsta, til að ákveða í samráði við mig, hvort þau skuli setjast í bóknáms- eða verknáms- deild skólans. Ég verð venjulega til viðtals heima kl. 5—7 s.d. Akureyri, 10. september 1951. Þorsteánn M. Jónsson, skólastjóri. *§©©©- Reiðhjóladekk og slöngur Mjólkurbrúsar 3, 4, 5, lítra. Kaupfélag verkamanna Nýlenduvörudeild S®^©^$©$©^$^©©©©©©«^^©©^©©©^©$©$^©^©$^©©©©«<

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.