Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 5
Syningarskáli dýraverndunarfélaganna á heimssýningunni í París Dýraverndunarfélög ýmissa landa gengust fyrir þvi. afí myndarlegur sýningarskáli var reistur á heimssýningunni i París. Þar fá menn fræðslu og yfirlit yfir þa8 helzta, sem gerist i dýraverndunar- málum. Heitir skálinn „Zoo])hilia“. Mest áherzla er löggÖ á þaÖ, að sýningargestirnir fái af heim- sókninni fræöslu um vit dýranna og gagnsemi þeirra fyrir manninn. Því næst eru sýndir helztu þættirnir i dýraverndunarstarfseminni, t. d. vernd- un fugla, og þá einkum sjófugla, gegn hættunni, sem þeim stafar af úrgangsolíu (sjá grein um j)aÖ í síðasta lilaÖi), slátrunaraðferðir, flutningur dýra á sjó og landi, cirkusdýr, dýra- og þá einkum nauta- at, aktýgi dýra, beizli o. s. frv. Sem sagt, þarna er allt það helzta sýnt, sem lýtur aö meðferð dýra og tamningu. Þar er einnig lýst all-ítarlega starfsemi franska dýraverndunarfélagsins í þarfir hestanna í franska hernum. Loks fá menn þar glöggt yfirlit Sýningarskálinn. um baráttu dýraverndunarfélaganna fyrir því, að til- raunadýr við vísindarannsóknir fái sem mannúðleg- asta meðferð og séu ekki kvalin að óþörfu. Þar er og útbýtt bæklingum um dýraverndunarstarf- semina og bækur um þau mál eru þar til sölu. Þessi sýning á án efa afarmikinn þátt í því, að kynna á alþjóðavettvangd dýraverndunarstarf það, sem innt er af hendi i flestum löndum, og að vekja menn til samúðar með dýrunum. Sýningarskálinn hefur verið ágætlega sóttur; um 15 þúsund gestir hafa komið þar að meðaltali á viku. Skálinn er hinn fegursti, og öllu er þar fyrir komið á hinn bezta veg. Utan við skálann er stórt uppljómað jarðlíkan, sem sendir út á kveldin, þegar rökkva tekur, ein- kunnarorð alþjóða dýraverndunarskrifstofimnar: „Maúy Colours, One Ligth“, þ. e. litirnir eru marg- ir, en ljósið er eitf.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.