Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 11
D ÝRAVERNDARIN N og fóöurblöndupokarnir ? Mér er spurn. Ekki styrk- ir ríkiö þessa poka. Hér þarf hrópandans raddir, sí-klifandi á þessu eina nauösynlega í íslenzkum búnaðarháttum, hróp- andans raddir um vothey og vothey og aftur vothey. Rað hæfir ekki lengur íslenzkum bændum aí stór- ættuöum hetjustofni, að verða ráðalausir, ef skúr kemur úr lofti. Margir eiga nú þegar eina votheyshlööu (gryfju) fyrir háartöðuna. Þetta er ágætt. En hver bóndi þarf einnig að eiga eina eða tvær hlöður (gryfjur), til að lijarga einhverjum hluta fyrri sláttarins, ef illa viðrar. Þegar mikið hefir safnazt fyrir af slegmu heyi og stuttir eru þurkar eða vætusöm tíð, verður einatt mikið útundan til að liggja undir nýjum skemdum, t. d. vegna mannfæðar. Hafi ein- hver hluti heysins verið 'látinn niður sem vothey, verður hitt viðráðanlegra og alt kem-st inn óskemt eða litið skemt. Hér má því við bæta, að sé þunhey sætt upp í galta, t. d. sem svarar 2—4 hestburðir í hvern þeirra eftir ástæðum, má verja galtana með ódýr- um striga. Þó heyið sé illa þurt, er það er þannig sætt upp, verst það undravel þó rigni og rigni mikið og lengi. Heyið jafnar sig í göltunum, það l>læs og þornar, og svo undrum sætir, sé það stór- gert. Fyrir slíku þjóðráði er mikil og óyggjandi reynzla. Slíka aðferð má enginn bóndi láta undir höfuð leggjast. Þurheysgaltana geta menn geymt úti svo vikum skiftir og flutt þá inn, þegar bezt stendur á fyrir þeim. En þess ber og að gæta, að þó takizt að ná inn sæmilega verkuðu heyi í óþerritíð sem þurheyi, er þvi einatt samfara svo mikið erfiði og tilkostnaður við að breiða og snúa og sæta upp undan rigningu o. s. frv., og breiða aftur og aftur. Fyrir votheyinu er ekkert haft nema að flytja það á sinn stað. Votheyið, þetta ágætis fóður, — ekki þarf að óttast rykið, — mundi bjarga bæði arði og afkomu bændanna með alveg aðdáanlegum hætti. Ef allir hlýddu þessu bjargráði, mundi það blátt áfrarn marka straumhvörf í afkomumöguleikum bænd- anna. Það mundi spara stórfé, ekki aðeins bænd- um, heldur og hinu íslenzka ríki, skapa tryggari og stöðugri þjóðarhag, minni gjaldeyrisvandræði, og öruggari vissu bændanna um árvísan arð. Nýtt átak þjóðarinnar í ]>essa átt mundi hlátt á- 31 fram vera stórt stökk í áttina til hærri siðmenningar. Þegar ferðast er um rnilli sveita á óþurkasvæði í óþerritíð um sláttinn, mætir yfirleitt sama sjónin: Gult, hrakið hey á túnum og útengi, ómetanleg verð- mæti, sem eru að ónýtast, og sami vandræðasónn- inn vegna tíðarfarsins, eða gular skellur eins og ör eftir nýgróin sár, á túnunum, þar sem taðan hafði legið lengi óhirt. Vonlítið er að búast við mikilli háartöðu af túnum, þar sem heyið hefir legið lengi óhirt. Þessar myndir eru ljótar og þessi sónn er ömurlegur, ljótur og næsta leiðinlegur. Væri nú eigi unnt úr þessu að bæta, yrði vitanlega að taka því með þögn og þolinmæði og bera harm sinn i hljóði. En það er nú öðru nær. Það eru að all- miklu leyti sjálfskaparvíti. Þetta er ómenning. Meðan slíku fer fram, færi betur á að tala færri orð um framfarir og menning þjóðarinnar. Slíkt tal væri markleysa á þessu sviði. Hvað þýðir að þenja túnin út um allar jarðir, ef svo heyið af túnunum verður að óþverra, ónýtu fóðri ? Vér þurl'um þess vegna að fá „meira af kvæðinu um Babylon“, eins og stendur í sögunni, fleiri vot- heyshlöður, votheyshlöður á hverjum bæ, nægileg- ar votheyshlöður á hverjum bæ. Þær spara líka hlöðurúmið vegna þess hve litið fer íyrir vothey- inu. „Ilmur úr grasi angar hér um slóðir, auður þinn bezti, kæra smáramóðir“, segir Guðm. Friðjónsson. Já, hvað hann er sætur, þessi ilmur. Hann er fyrirheit, hann er yndið sjálft. Vér öndurn að oss þessum ilmi, þessari ódáins veig. Og skepnurnar, þær bera þess vott í útliti og hreyfingum, að þeim líður vel. Þær lifa á þessu ilmandi grasi. Þær safna holdum. Þær gefa af sér heilnæma fæðu. Þær eru fallegar og frjálslegar. Og svo ætti þessar sömu skepnur að lifa á óþverra, á mat, senr er enginn matur. Hvernig á fjörið að haldast, heilsan og kraftarnir ? Slíkt er ofætlun. Mætti til rnikils ætlazt af oss mönriunum, ef vér ættum að lifa á óþverra, á mat, sem væri enginn matur, og- hefðum blávatnið eitt til drykkjar? Hver svari þar fyrir sig. Nei, skepnurnar leggja af, þær verða daufar í dálkinn. Og sé ekki að gert, horast þær og vesl-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.