Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDAR1N N 2 7 mannöpum, eins og- þeir Köhler og Yerkes hafa sýnt fram á.* Hér skal aöallega getiö hinnar á- gætu lýsingar á gáfnafari nokkurra shimanza, er Köhler rannsakaöi á mannapastö'ðinni í Teneriffa 1914—17. Svonefndir hálfapar eru engu betur gefnir en mörg önnur spendýr, nema síöur sé. En mannap- ar, svo sem orangútan, gorilla og einkum shimanzi, viröast betur gefnir en önnur dýr, enda fylgist þar að liugur og hönd og þeir hafa iðkað það frá ómuna tið, að handleika hlutina, svo að tækin ættu ekki aö vera þeim með öllu ókunnug. Þaö kom nú þegar i ljós viö nánari kynni, að hver hinna 7 shimpanza hafði sitt séreðli og gáfnafar. Sultan var liezt gefinn, Rana sizt. Sum dýrin voru eigin- gjörn og mislynd, önnur gæf og góðlvnd. En flcst hugsuðu þau skammt fram eða alls ekki og mundu heldur ekki langt aftur nema þá helzt það, er snerti nauðsynjar þeirra. Fátt eitt varð þeim og kennt nema það, sem á einhvern hátt viðkom ósk- um þeirra og fýsnum og var skylt því, sem þau áður kunnu. Þau tóku helzt eftir svip manna og augnatilliti, en siður eftir handhreyfingum og höfðu fátt eftir þó fyrir þeim væri haft. Apar þessir voru hafðir i stóru búri, með svefn- klefum innar af en rimlagirðingu fyrir framan og allstórum leikvelli, svo að þeir kunnu þar vel vi'ð sig. Köhler fékk þá til að sýna hugkvæmni sina á því að ná i aldini, oftast nær banana, er þeir voru mjög sólgnir í, sem annaðhvort voru hengdir upp yfir þá í meira en seilingarhæð eða svo langt fyrir framan búrið, að sérstakar tilfæringar þurfti til að ná í þá. Fyrst var reynt með snúrurn, er brugð- ið var um aldinin, og drógu þeir þau þegar til sín. Þá voru jierur grafnar niður i sandinn fyrir sjón- um þeirra og sléttað yfir, og rötuðu þeir þegar á staðinn, þótt liðinn væri hálftími, klukkutími og allt að þvi 16V2 stund frá því, er þetta hnossgæti var grafiö, og sýnir þetta þegar, hve mjög þessir mannapar bera að minni til af öðrum dýrum. Þeir könnuðust og mjög vel við mennina, sem hirtu þá, tóku sérstaklega vel eftir svi]i þeirra og augnaráði og voru fullir eftirvæntingar, er þeir fóru með eitthvað matarkyns. Þeim sinnaðist oft við þá og grýttu þá með steinum og öðru lauslegu; en oftast * W. Köhlér: The Mentality of Apes. 2. útg. 1927, R. M. Yerkes: The Mental Life of Mon- keys and Apes, 1916. Grantle að ná í banana. voru þeir i góðu skapi og hávaðasamir og gátu sezt á háhest á mönnurn til þess að réyna að ná í aldinin. En oftast voru þau hengd hærra en það, að það dygði, eða svo fjarri rimlunum, að örðugt var að ná til þeirra og stundum aðeins á króka- leiðttm, með því fyrst að ýta þeim aftur af hrett- inu, sem þau lágu á, og stjaka þeim svo til sin. Flestir reyndu nú að klifra eða teygja sig eins langt og þeir komust. Þá reyndu þeir að sveiíla sér á köðlum til og frá og stökkva það, sent eftir var. En er það dugði ekki, fóru þeir að hlaða undir sig kössum, er lágu á við og dreif, og loks að nota bamusstengur, er voru í búrinu, til þess ýmist að krafsa til sín aldinin með að slá þau niður. Þegar aldinin voru lögð á brettin, sem opin voru aftan til, skildist Nueva þegar, að ýta þurfti þeim íyrst aft- ur úr og svo til sin, til þess að ná í þáu. Sultan átti hágra með að skilja þetta, en komst þó fljótt upp á lagið með það; en Rana lærði þetta aldrei, enda var hún heimskust. Grande var sérstaklega lag- inn á að hlaða undir sig og hlóð allt að fjórum

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.