Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.06.1938, Blaðsíða 8
28 DÝRAVERNDARIN N kössum hverjum ofan á anriain; en sumir hlóöu aöeins undir sig tveimur kössum, tóku svo stöng, stukku upp á kassana og reyndu aö slá niöur ald- iniö. En snillingurinn og sá, sem tók af skariö, þegar ekkert annaö dugöi, var þó Sultan. Hann leysti þa'ö af hendi, sem hinir ekki gátu, bjó sér til verkfæri, allt aö 4 m. langa stöng, er hann sló aldiniö niöur meö, en þaö skeöi meö þessum hætti. Sultan höföu (20/4 1914) veriö fengnir tveir bambusstafir, annar mjór og hinn digur og opnir í 1)áöa enda. Hann reynir hvorn stafinn um sig, en árangurslaust, og nær ekki aldininu. Reynir hann síöan að ýta hvorum stafnum á eftir öörum og nær þannig aö aldininu, sem liggur íyrir utan grind- ur í ákveöinni fjarlægð, en getur auðvitað ekki krafsað það til sín, þar eð stafirnir eru enn sund- urlausir. Athugarinn rekur þá fingurinn í stafinn, sem fjær er, en Sultan viröist ekki gefa því neinn gaum. Þá víkur athugarinn sér frá, en 5 mínútum síðar kemur vöröurinn og tjáir honum það, sem hér fer á ‘eftir: „Fyrst er Sultan aö bylta sér kæruleysislega á kassanum, er skilinn haföi verið eftir baka til í búrinu, spölkorn frá grindunum, svo rís hann á fætur, tekur upp báöa stafina, hvorir í sína hönd — digrari stafinn í vinstri hönd en mjórri stafinn í þá hægri — sezt aftur á kassann og fer að leika sér aö þeim. Meöan hann er að þessu, kemur það fyrir, aö hann sér sig halda á stöfunum sínum í hvorri hendi í beinni linu, hvorum fram af öðrum; þá rekur hann mjórri stafinn ofurlítið inn í opiö á þeim digrari, stekkur upp og út aö grindunum, sem hann haföi snúið baki við, og fer að draga bananann aö sér með þessum tvöfalda staf. Eg kalla á húsbóndann ; en á meðan detta stafirnir í sundur, hann haföi ýtt þeim mjórri svo stutt inn í hinn, en hann setur þá saman aftur“. Flvort sem nú Sultan datt niöur á þetta af hend- ingu eða ekki, þá er það víst, aö hann hefir séð, að hér var fundið nýtt ráð, því að hann gerði þetta nú hvaö eftir annað alveg vísvitandi, meö því að taka stafina sundur og reka þá saman aftur og reka jafnvel þrjá stafi saman með þeim mjóa í miðið. Og væru endarnir lokaöir, eins og þeir eru á tiðunum á bamusreyr, datt honum ekki í hug að reyna að reka stafina hvorn inn í annan; en væri tappi rekinn í endann á öðrum stafnum, dró bann hann út með tönnununx; og er hann hafði ekki nema einn bambusreyr og spýtu, nagaði hann til endann á spýtunni, þangað til hún gekk svo sem 2 cm. inn i reyrinn. Og svo linti hann ekki látum, fyrr en hann var búinn að búa til nógu langa stöng til þess að ná aldininu með. Hér var þvi vísvit- andi beitt nýju tæki til þess að ná því, sem hug- urinn girntist og allmikil hugkvæmni sýnd til þess að ná því. Hér er því beint um hugð, um áhuga- mál aö ræða, þar sem ekki einungis er einblínt á takmarkið og beitt venjulegum ráðum, heldur er nýju ráði, nýju tæki beitt og með þvi er svo til- ganginum náð. Þótt aparnir geti nú verið svona ,,gáfaöir“, eins og sýnt hefir veriö fram á, eru þeir engu að síöur andleg börn, er hugsa ekki um annað en nautnir sínar og þarfir á líðandi stund og gera sér enga hugmynd um framtíðina. Og þótt þeir viðhafi ýms hljóð, sem á svipstundu geta sett þá í þennan ham eða hinn, ýmist gleði-, hræðslu- eöa reiðiham, þá eru hljóö ]?essi aðeins tilfinningatákn, en ekki hugsanamiðill eins og málið er hjá mönnum. Tvent er það, sem aðallega skilur apa og menn: Það er hið mælta mál og þau almennu sérstöku hugtök, sem við það eru tengd. Málið kemur á andlegu sambandi manna í milli og gerir það aö verkum að arfsögn (Tradition) getur farið að myndast og ganga frá kyni til kyns. En það, sem mest er um vert er. að það kennir mönnum að luigsa. Áður en mannsbarnið hefir lært málið, er það aðeins i geð- rænu og skynrænu sambandi við sér eldra fólk og hluti þá, sem í kringum ]xað eru. En eftir að þaö hefir lært málið, kemst það i hugrænt samband við aðra og fer aö hugsa. Það fer að geta nefnt hlutina, hugsað um þá, eiginleika þeirra og afstöðu hvers til annars í tíma og rúmi, svo og, hvað við þá megi gera. Á svipaðan hátt fer það að gera sér hugmyndir um persónur þær, sem þaö umgengst, hvernig það eigi að haga sér gagnvart þeim og hvað við liggi, ef tit af bregði. Og ]>að fer þá ým- ist að minnast þess, sem á undan er gengið, eða ímynda sér, hverju fram kunni að vinda. Alt þetta flytur máliö mannsbarnfnu, svo að það fer að hugsa aftur og fram um sína hagi og annara, og er áríöandi aö setja sér þenna mun á manni og dýri skýrt fyrir sjónir. Ágúst H. Bjarnason. Almenn sálarfræði. 2, útg. 1938, bls. 139—144.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.