Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 6
5° DYRAVEKX DARi X N er }>ví talsvert írálag í henni. En á síöustu áratug- um lukust augu manna víösvegar upp fyrir þeim sannindum, aö þessi fuglastofn er mun minni, en hann virðist vera í fljótu bragði, og hönum.er auð- velt að útrýrna víðast hvar. En strendur landanna og úthöfin verða eyðilegri og tómlegri i hvert sinn, sem fögrum fugli er útrýmt þaðan eða honum fækk- að svo, að hann verður sjaldséðúr. Auk þess hefir gagnsemi sú, er menn hafa haft af súludrápi, hvergi verið svo mikil, að þess hafi í nokkuru gætt um afkonm almennings. Nú er súlan al-friðuð viöast hvar á varpstöðvum sínum, nema hér á lándi. Það eru aöeins einn eða tveir varpstaðir á Skotlandi, sem ennþá er ekki búið að friða; um Færeyjar er Pelikanar. Súlan er af pelikana-ættinni. mér ekki kunnugt. Vestanhafs er súlan friðuð og vörður haldinn um varpstöðvarnar. Eg gat þess, að til skamms tíma hefðu menn fátt vitað með vissu unt æfi og lifnaöarhætti súlunnar, en á síðari árurn hefðu aðallega breskir fræðimenn tekið þetta til athugunar og það liafa þeir gert svo ítarlega sem kostur hefir verið og hafa þeir komizt að mörgu, sem áður var ókunnugt. Meðal annars hafa þeir tekizt fyrir hendur að telja fugl- inn á nokkurum varpstöðvum, sem auðveldar hafa verið aðgöngu, bæði varpfugl og geldfugl. Á mörg- um hinna suölægari varpstöðva á Bretlandseyjum er mikið af geldfugli, bæði ungfugli og fullorðnum, en annarsstaðar Irer minna á þessu. Geldfuglinn fær aldrei aðgang að sjálfum varpstöðvunum, en hefst við í úthverfunt þeirra eins nærri og unnt er. Alls- staðar, þar sem talið hefir verið, hefir þó varp- fuglinn verið í meirihluta. Tala hreiðranna, ségir til um varpfuglafjöldann. Þá liefir og geldfuglinn sum.staðar verið greindur eftir aldri, en súlan verð- ur ekki kynþroska fyrr en 4—5 vetra. Við athugun hefir það komið fram, að súlan yfirgefur hvörki egg eða unga, nema í ítrustu nauösyn (undantekn. 1 :5p), Sjaldan eru þó bæði hjónin í senn viö hreiðr- ið (11111 5%). Af ungfugli, ókynþroska, verður á- valt að gera ráð fyrir að ca. 1% sé viðstatt á varp- stöðvunum. Ungadauði er mikill eins og annars- staðar í fuglaheiminum og verður að telja að það sé venjulegt í súluvarpi, að óoýí' fæddra unga lifi það að verða fleygir. Margt virðist benda til þess, að súlan sé langlíf, en um aldur hennar vita menn ekkert ennþá með vissu. Er stutt síðan farið var að merkja súlur, en þaðan er þessarar vitneskju að vænta. Af þeirri reynslu, sem þannig hefir feng- izt við talningu súlunnar, hefir tekizt að finna taln- ingaraðferð, sem nothæf hefir reynst á varpstöðv- um, sem erfitt eða ókleift er að komast í. Að vísu er það oft að mestu ágizkun, en reynslan hefir sýnt að eigi þa.rf að gera ráð fyrir meira en ca. 10% skekkju. Hefir talning farið fram nokkurum sinn- um á flestum eða öllum varpstöðvum súlunnar (hér á landi hefir verið taliö að minnsta kosti tvisvar) og niöurstaöan er sú, að naumlega megi gera ráð fyrir að fleiri en 78.000 súluhjón verpi á ári, sam- tals ljæði austanhafs og vestan. Þetta er allur stofn- inn í heiminum af þessari tegund. 156.000 fuglar, og líklega er óvarlegt að áætla að þessi stofn auk- izt um nieira en ca. 7% á ári, jafnvel þótt hann nyti fyllri friðunar en nú. Merkingar súlunnar hafa fært rnanni heim sann- inn um það, sem menn að vísu hafa. alltaf þótst vita, að súlan er rótgróinn flakkari, einkum á unga aldri. Merktar súlur hafa kontið fram víða við Mið- jarðarhafsstrendur, einkunt á ítalíu, jafnvel austur í Egyptalandi. Ennfremur allvíða við norðvestan- verðar strendur Afríku við Marokko, Caji Blanco á líio de Oro, við Canarí-eyjar o. v. Um heimilislif súlunnar mætti margt segja og skemtilegt, því það er talið til fyrirmyndar í flestu, en hér er því miSur ekki rúm til þess að fara Iangt út i þá sálma. Sérstakléga hvað vera gaman að at- huga tilhugalíf ungra hjónaefna og sambúð hjón- anna, einkum þegar ungarnir eru konmir. Þurfa þau þá oft að gæla hvert við annað og nugga sam- an nefjum. Það er þeirra kossaflens. Eg sagði, að

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.