Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 5i heimilislíf súlunnar væri taliö til fyrirmyndar í flestu, en eitt var þó undanskiliS, en þa'S var þrifn- aðurinn ; hann er vægast taliB bágborinn. Súlan er hinn mesti jarðvöSull. En súlan á ætt til þess a'ð vera sóði. Hún telst til pelikana-ættbálksins, en þar til teljast flestir hinna svonefndu „gúanó“-fugla, sem vel mætti nefna taðfugla á islenzku, vegna drits þess, sem hrúgast upp á varpstöðvum þeirra. Væri loftslagið hér á landi þurrviörasamara en það er, mætti búast við því, að það væri gróðavegur að moka undan súlunni. Alkunna er það, aö helztu tekjulindir Perú- og Chileríkjanna i SuÖ- ur-Ameríku, eiga rót sína a‘ð rekja til hagnýtingar jiykkra jarðlaga, sem nær eingöngu eru mynduð af árþúsunda- gömlu fuglataði, og er einhver sá bezti áburður, sem til er. I >að er gamalt og nýtt pelikana-, súlu- og skarfatað. Sá dritur er gulls ígildi. Súlustofninn mætti eflaust auka eitt- hvað hér við land með skynsamlegri. frið- un, og gagnsemi mætti af súlunni liafa sem áður, þótt allri rányrkju væri hætt og nokkrar varpstöðvar alfriðaðar. Á Bretlandseyjum hefir súlu fjölgað á sið- astliðnum 20 árum, síðan farið var að friða hana. Þó er það enn eigi vitað, að sú fjölgun sé veruleg aukning á jaess- um fuglastofni í heild, ])ví að fuglinn flytur sig oft þaðan, sem hann er ófrið helgur til þeirra staða, sem reynslan hefir kennt honum, að hann á friðland. Skepnurnar finna fljótt, hvað að þeim snýr, og hegða sér þar eftir. Friðun Grassholm’s í Wales sýnir þettá mjög ljóst. Samkvæmt skýrslum, sem safnað hefir verið um súluveiðar þar, á tímabilinu frá 1886—1914, hafa þar að jafnaði orpið 200—300 hjón, en árið 1922 er talan kontin upp í 800—1000 hreiður. Árið 1924 fór þar fram nákvæm talning og fundust þá 2000 hreiður, 1933 var enn taliö þar og var útkoman 4750 hreiður. Hér á landi voru súlur taldar tvisvar á árunum 1932—34. Voru það Bretar, sem það gerðu. Sum- arið 1932 komu tveir ungir menntamenn þessara erinda til Vestmannaeyja (Bryan Roberts og J. A. iBeckett) og árið eftir kom B. R. þangað aftur sömu erinda, en bróðir hans, Lieut. P, L, Roberts, sem var sjóliði á brezka herskipinu ..Cherwell" hér við land sumarið 1934, gerði ágizkanir um súlu- fjöldann i Eldey, en kom þar engri nákvæmri taln- ingar-aferð við. Þeir Bryan Roberts og félagi hans komust að þeirri niðurstöðu, að hér á landi mundu verpa alls um 13.600 súluhjón. Skiptist það á varp- stöðvarnar sem hér segir: Vestmannaevjar; i Brandinum 530, Hellisey 2600, Geldungi 260, Súlna- skeri 1300 hjóna. í Eldey geröi hann ráð fyrir 9000 hreiðrum, en það mun vera mjög óvarlega áætlað og allt of hátt. Lieut. P. L. Roberts gizkaði á, að hann hefði séð um 14,000 súlur við og umhverfis eyna og má þá varla gera ráð fyrir mikið fleiri en 7000 hreiörum. Sumarið 1933 fór Bryan Roberts ásamt tveimur öðrunt (G. C. L. Bertram og D. Lack) til Grímseyjar og dvöldu þar í 5 daga og at- huguðu ]?ar m. a. súluvarpið. Var varpið þá á breiðri syllu norðaustan í eynni, um 170 fet frá brún, en alls töldu þeir bergið þar um 400 fet á hæð. Var sigið þangað niður og fundust 21 hreiður. Af geld- fugli sáu þeir 28, og var aöeins einn þeirra sýni- lega ungur. Til samanburðar rná geta þess, að Faber telur árið 1819 aðeins 3 hreiður á eynni, en 12 á Hafsúlustapa. Plantzsch telur árið 1903 milli 50—70 hreiður á báðum stöðum samtals og virðist það vera ágizkun hans, en eigi talning Sumarið 1934 dvöldu tveir ungir Bretar, P. F. Holmes og D. B. Keith, um fjögurra vikna tíma Eldey. Þar er hið mesta súluvarp hér við land.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.