Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 8
52 DÝRAVERNDARINN í eynni. Hafa þeir þessa sögu aö segja af súlu- varpinu í Grímsey: „ViS sigum niður aS súluvarp- staSnum þann 6. júli og eftir nákvæma leit fund- um viS aSeins eitt hreiður, sem fugl var vi'ð, og var í því einn ungi, á aö gizka 5 daga gamall. Fjöru- tíu og þrjár súlur sáum viö flest viö varpstaöinn og í þessum 41 geldfugli sáum viö engan ungfugl. Geldfuglinn var styggur og flaug frá berginu undir eins og sást til okkar og voru þar þá eftir aöeins þessi einu hjón. Álítum viö, aö þessi fækkun súl- unnar í eynni stafi af jaröskjálfta, sem varð hér þann 2. júní og átti upptök sín hjá Dalvík á meg- inlandinu ca. 35 mílur héöan. Jaröskjálftinn var all- haröur hér og orsakaöi mikið grjóthrun úr berginu víöa um eyna og eyöilagöi fuglavarpiö svo um mun- aöi. Haröast uröu þó súlurnar úti, því okkur var sagt að fyrir jarðskjálftann heföu „um 20 hjón legið á“. Aö dæma eftir þessu eina óskennnda hreiöri, sem við fundum, ættu eggin aö hafa verið setin i tveggja vikna tíma áöur en jarðskjálftinn kom, en núna i júlí fundum viö engar minjar eggja. Syllan, þar sem þetta eina setna hreiður var á, virtist ekki hafa oröið fyrir neinum skennndum og þar voru auk þessa setna hreiðurs, um 10 önn- ur óskennnd en yfirgefin. Skammt frá þessari syllu var önnur, og á henni ein dauð súla á hreiðri. Þar voru og leyfar fleiri hreiöra og var allt að mestu í kafi í mold og grjóti. Af þessu er sýnilegt, aö aö minnsta kosti ein súla heíir farizt á eggjum af grjóthruni og að allmörg hreiður hafa skemmst. Hinar súlurnar virðast allar hafa yfirgefið hreiðr- in í jarðskjálftanum, nema þessi einu hjón, sem þar voru enn“. (BRITISH BIRDS, Vol. XXVIII, í’ag. 319—320). Hvernig nú er umhorfs fyrir súlunni i Gríms- ey, er mér ókunnugt um, en sanngjarnt þætti mér, að hún yrði framvegis al-friðuð á þessum nyrsta þekkta varpstað sínum, ef hún hefst þar við ennþá. Það sem að framan hefir rærið sagt urn talningu súlunnar hér á landi, var síðan gagnrýnt af þremur merkum fuglafræðingum, þeim V. C. Wynne Ed- wards (frá Canada) og R. M. Lockley og H. M. Salmon ((Bretar). Kom hr. Lockley til Vestmanna- eyja sumarið 1935 og gerði þar ýmissar athugar.ii um súluvarpið. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að vart mætti gera ráð fyrir fleiri hreiðrum en 4000 árlega í Vestmannaeyjum. Eru þessir þremenningar taldir einna fróðastir um súhma, þeirra rnanna, sem nú eru uppi. í Eldey geröu þeir ráð fyrir, að þai gætu orpið allt að 8000 hjón og fóru J^eir þar mest eftir flatarmáli eyjarinnar, ef þar væri skipaö hreiðrum eins og þéttast þekkist á brezkum varp- stöðvum. Er vafalítið, að þessi tala þeirra er of há. Alls telja þeir súluna sem hér segir : Á Bretlandseyj - um 53,500 hjóna, í Færeyjum og á íslandi 12,500 (þar af 750 i Færeyjum), í Canada og á New Found- land 12,000. Þetta verður þá samtals 78,000. Er þá eftir geldfugl og ungviði, sem ókleift er að henda reiður á. Þó er ekki ástæða til þess að ætla, að til sé fleiri súlur þessarar tegundar en allt að 200,000, ársgamlar og eldri. Framh. Sitt af hverju um fuglalíf og friðun (Kaflar úr útvarpserindi.) Eftir Guðmund Friðjónsson. Eg man ísaárin, sem nú eru í hálfrar aldar fjarska og alla fylgifiska þeirra, mislingasumarið o. s. frv. Þetta sumar jafnast á við þau hallæri r.ð sprettu rýrð, þaö er að segja á útengjum. Túnin spruttu betur nú en þá, vegna þess, aö þau eru betur ræktuð. Ef þau hefðu verið i svipaðri van- hirðu sem þau voru þá, mundi töðubrestur hafa orðið hinn sami. Það getur aö vísu verið álitamál, hvort eitt ótíðar timabil jafnast á viö annað, eða fer fram úr þvi, Það er algengt, að nrenn segjast ekki muna svo illt sem þaö, er þó vofir yfir, eða er nýlega um garð gengið. En þegar um tíðina er að ræða, sem gekk yfir Norðurland frá því er vika var af þessu sumri og til ágústmánaðar byrjunar, get ég leitt þau vitni, sem eigi veröa rengd. Á vorum ísaáranna, þó vond væru, lifðu ungar varpfugla og annara útifugla allmargir, þrátt fyrir fádæma óáran. Nú i sumar strádrápust þeir. í landi jarðar minn- ar verpa um 1000 kriur. Enginn ungi þessara þús- und hjóna tórði lengur en þrjár nætur. Ég veit um 150 villiandahjón, sem verpa í land- areign minni árlega.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.