Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.11.1938, Blaðsíða 11
DÝRAVERNDARINN 55 sem sumir menn, drepa af sportgirni, og æSarfugl- inn veröur mest fyrir barðinu á honum. . Þ?.S er undarlegur búskussaháttur. aS þyrma þessum vargi, vegna fáeinna eggja, sem hann gefur af sér, en láta hinn fagra nytjafugl varplandannná lenda í þessu grá'Suga gini. Hvort sem þetta mál er skoSaö frá mannúSar eSa hagfræSi hliS, verSur eigi sagt meS sanni, aS vel sé búiíS aS æSarfuglinum hér vi'ö land. Ég vil skjóta því til fuglavinanna hér í höfuS- staSnum, hvernig þeim yrSi viS, ef þeir horfSu á svartbak slíta hjartaS úr hálfdauSum fuglum hérna á tjörninni, vetur, sumar, vor og haust. Hrafninn hefir skipaS allvirSulegan sess í hugum manna síSan á dögum goSafræSi vorrar. Þar kveS- ur svo aS orSi, aS ÓSinn ætti tvo hrafna, sem færSu honum fréttir utan úr víSri veröld. Enn i dag er nokkurskonar átrúnaSur á hrafninum, svo aS þaS er taliS ólánsmerki, aS banda viS honum hendi. ÞaS er þó sammst sagt, aS hann er grimmur vargur og óþarfur. ÞaS er ný saga og gerist raunar dag- lega urn allar jarSir, aS hann legst á lifandi, af- velta búfé og étur úr þvi augun og rífur þaS á hol lifandi og mætti hverjum eiganda verSa minnisstæS sú aSkoma. Á hinn bóginn sópar hann vörp og heimahaga, meS því móti, aS hann tínir nálega til! egg i sig og unga sína, samanber hiS ógleymanlega kvæSi Jónasar Hallgrímssonar: Lóan heim úr lofti flaug, — ljómaSi sól um himinbaug, blómi grær á grundu, — ti! aS annast unga smá, alla étiS hafSi þá hrafn fyrir hálfri stundu. Ég hefi frá barnæsku veriS sjónarvottur aS sorg eggjamæSra, er leggjast ofan í tómt hreiSur sitt, eins og þær trúi því ekki, aS þaS sé autt, fljúga burt eftir nokkurri tíma, koma aftur og aftur, eins og þær trúi ekki sínum eigin augum. Þó er sorg þeirra margföld, þegar þær eru rændar ungunum; þá kveina þær og barma sér. ÞaS er vafalaust mál, aS mest allt fuglalíf i landi voru gengur til þurrSar, ef hrafninn fær aS fjölga og herja eins og honum býSur viS aS horfa. Hrafninn er svo vitur fugl, aS hann virSist jafnvel finna á sér, hvar hreiSrin eru. Sonur rninn var í eftirleit í haust austur á Reykja- heiSi, og var jafnfallinn snjór yfir landinu. Hann sá hrafn setjast i brekkuhall og var hann aS éta eitt- hvaS. Hann gekk á staSinn. Þar kom í ljós, að krummi var aS gæSa sér á eggjurn frá vorinu, sem hann hafSi grafiS upp úr mosa, sem lá undir snjón- urn. Hvernig gat hann fundiS eggin? Ekki gat hann fariS eftir þefvísinni, eins og t. d. tófan. —• Hafi hann grafiS eggin um vorið, sem líklegast er, hefir hann notiS minnisgáfu sinnar, en hvernig gat hann þá fundiS þenna litla staS undir mjallbreiS- unni? Hversu sem þessu er háttaS, hefi ég rnarg- sinnis vitaS hrafna fara inn í þröngar hraunholur og laufga skógarrunna eftir eggjum, sem mæSurn- ar höfSu breitt vel ofan á. ÞaS má dást aS þessum eSlisgáfum út af fyrir sig, en því hættulegri eru voridir kraftar, sem þeir eru vitrari. Eg vil nú gera þá tillögu, til viðhalds og viðreisnar fuglalífi í land- inu og umhverfis það, og jafnframt skora á alla hlutaðcigendur, einstaklinga og löggjafarvald, að leggja til orustu gegn höfuðóvinum fuglalífsins í landi voru, einkum hrafni og svartbaki. Löggjafar- valdið gæti verðlaunað svartbakadráp með því, að skattleggja æðardúninn og myndi það vissulega borga sig. Þetta er bæði hagsmunamál og mann- úðarmál, og svo er málið einnig fagurfræðilegt. Lög um eySing svartbaks hafa á Alþingi íslend- inga mætt mikilli mótspyrnu, bæSi þar og manna á meSal. Einkanlega var þeim andmælt meS þeim rökum,- aS grimmúSugt væri aS drepa fugl á eitri, vegna þess, aS sá dauSdagi væri svo kvalafullur. En skilrikur varpeigandi, sem eitraS hefir fyrir svart- bak og hrafn, hefir sagt mér, aS ef eiturskamturinn væri allríflegur, svona á aS gizka %o úr teskeiS af stryknin, þá bráSdrepist fuglinn, eins og hann væri dauSskotinn. En fórnardýriS fær stífkrampa, ef þaS étur mjög lítinn skamt, og er þá dauSdaginn kvala- fullur, en þó naumast sársauka meiri en sá dauS- dagi, er svartbakurinn bakar ungunum. Annars ætii aS vera í lófa lagiS, aS fækka þessum vörgum meS skotum og meS því aS taka undan þeim eggin. Áheit á Dýraverndunarfélagið. Jón Pálsson fyrv. bankaféhirSir á kött einn, er hann nefnir Hákon. Er hann í miklu uppáhaldi sakir vitsmuna sinna. Fyrir nokkru hlaut hann meiSsl mikil, er ekki vildu gróa, og hét Jón á DýraverndunarfélagiS fimm krónum, ef kisu batn- aSi. Brá þá svo viS, aS sár Hákonar gréru hiS skjót- asta. — Dýraverndarinn þakkar áheitiS. HeitiS á DýraverndunarfélagiS!

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.