Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1938, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.12.1938, Blaðsíða 5
Þegar klukkurn- ar hringja inn heilög jól, er sem stundar fegurÖ færist yfir mann- lífitS. Góðleikur, miskunsemi og samúð grípur hjörtun, svo að í engan annan tíma virðist viðleitnin rikari og almenn- ari að vera læri- sveinar hans, sem sagði, að á því skyldu hans fylgj - endur þekkjast, að þeir bæru elsku hver til annars. Þá minnast menn hinna bágstöddu, þeirra, sem í myrkri sitja, — það hefir sýnt sig, — og þá þrá menn að breiða um sig ljós líknar og kærleika, og því uppskera menn ])að einmitt jafnframt ])á, að verða ríkastir að innri gleði. Þetta er kærleikslögmál Krists, konungs jólanna. Og er vér nú beinum huganum til hinna fyrstu jóla, þá minnumst vér þess, að „hann var i jötu lagöur lágt“, og hvíldi i reifum sínum hina fyrstu nótt i lágum dýrastalli. Og er hann óx upp, þá náði elska hans til alls hins skapaða, l)æði manna og málleysingja. Hann nefndi sig „hirðinn góða“ og hann tók margar líkingar úr lífi dýranna, er sýna oss, hversu samúS hans og mildi náSi einnig til þeirra þörfu þjóna. Munum það nú á þessum jólum, og sýnum það í verki öll, sem umgöngumst dýr, eða höfum þau í umsjá. Leyfum einnig þeirn að verða aðnjótandi jólagleði vorrar, með því að láta þeim í té þá beztu aðhlynning og umönnun, sem í voru valdi stendur. Það mun vissulega gefa oss ríkari jól, ríkari af anda hans, sem þau eru helguð. Eg þekkti fjósamann á NorSurlandi. sem ekki lét sér það nægja, að njóta sjálfur jólanna inni i bað-

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.