Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 5

Dýraverndarinn - 01.11.1939, Blaðsíða 5
r Hreindýr á Islandi. i. • Ráðagerðir og innflutningur. Um miðja 18. öld var uppi ráðagerð um það, samkvæmt tillögu nokkurra sýslumanna, að flytja hreindýr hingað til lands. Með stjórnarbréfi 1751 var samþykt, að kaupa skyldi í Noregi 6 hreindýr, „2 tarfa og 4 kvigur“, og senda til íslands, en ekk- ert varð úr framkvæmdum a<5 því sinni. Tuttugu árum si'ðar (1771) lét Thodal amtmaður flytja hing- að 13 hreindýr frá Finnmörku, en 10 þeirra fórust á leiöinni. Þrjú komust heilu og höldnu á land í Rangárvallasýslu og var slept þar. Fimm árum síS- ar voru þau orSin ellefu. Komu nú fram óskir um þaS, aS fleiri hreindýr yrSi flutt til landsins. VarS þaS til þess, aS Fjeldsted, amtmanni i Finnmörku, var íaliS á hendur aS kaupa 25 hreindýr, þar af 18 kvígur, og senda hingaS. Framkvæmd á þessu varS sú (1777 eSa ári síSar), aS hingaS voru send 30 dýr, 6 tarfar og 24 kvígur, og hafSi norskur kaupmaSur í Hammerfest, lfucli aS nafni, gefiS <">11 dýrin. Sjö drájmst á leiSinni en 23 komust hingaS. Var þeim slept lausum á Hvaleyri við HafnarfjörS. Runnu þau þ’egar á land upp og tóku stefnu milli Krýsivíkur og Selvogs. FjölgaSi þeim mjög næstu árin og sáust oít fara flokkum saman. — Enn voru nokkur hreindýr send hingaS og slept á land viS EyjafjörS austanverðan (VaSlaheiSi). ÞaS var áriS 1783. Og loks lét stjórnin senda hing- aS (1787) 30 hreindýr sem Finni nokkur hafSi gef- iS. Ætla menn, aS þeim hafi veriS slept á land í Múlasýslum. Eftir þaS hafa hreindýr ekki verið flutt til landsins. Vafalaust má telja, aS hreindýr þau, sem hing- aS voru flutt, hafi öll veriS tamin. Og svo var til ætlast i fyrstu, aS þeim yrSi ekki slept lausum, er liingaS kæmi, heldur tæki íslendingar upp hrein- dýrarækt. Kom jafnvel til orSa, aS hingaS yrSi, send Lappafjölskylda, til þess að kenna landsmönn- um aS fara meS hreindýr. Var stungiS upp á því, aS Lappanum og fólki hans yrSi fengiS til ábúSar fjallakot eitthvert í Gullbringusýslu. En stjórnin taldi tormerki á slíku. Lappar þyrfti mikiS land- rými, svo aS þeir gæti flakkaS um aS vild meS hjarSir sinar. Og enn var þaS taliS, aS þar sem þeir slægi tjöldum yrSi að vera skógur eSa vænt kjarr og gnótt fjallagrasa. — VarS því ekkert úr hrein- dýraræktinni og hin mannvönu eSa tömdu dýr, sem hér var slept lausum, urSu aS frjálsum og viltum fjallahrejhum. — MeS lagaboSi 1787 var IrannaS aS skjóta hreindýr næstu tiu árin og lagSar viS sektir, ef út af væri hrugSiS. II. Hreindýrin og þjóðin. Því mun nú ekki verSa haldiS fram meS rökum, aS íslendingum hafi ávalt farist vel viS hreindýrin, þessa fögru og harSgeru innflytjendur, sem aliS liafa aldur sinn í óhygSum landsins og fáum eSa engum mein gert. VeiSihugur manna og drápgirni

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.