Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.04.1940, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.04.1940, Blaðsíða 7
D Ý R A V E R N D A R 1 N N 19 Það getur úr þessu naumast orkað tvímælis, að ofangreinds vinar míns verði því aðeins minnst að nokkuru, að eg gjöri einhverjar tilraunir í þá átt, eiula engum skyldara en mér að vinna slíkt verk. En sá ljóður er á þvi ráði, að eg hefi aldrei við ritstörf þeirrar tegundar fengist, cn seint að byrja nám á því sviöi, þegar komið er á fremsta hlunn áttunda áratugarins — og æfinnar. Eg mun því eigi kiþpa mér upp við það, þótt væntanlegir lesendur þessara lína liti svo á, að léleg skil séu hér gerð Ijómandi fallegu efni. Hins vegar 'óska eg þess ein- iæglega, að sem flestum þeim, er eigi hafa á'ö- ur íhugað þessi mál gaumgæfilega, megi að lokn- um lestri verða það ljósara en áður, hvers við meg- um vænta af sumum húsdýrunum okkar, þegar þeim er sýnd sú vinsemd og hlýja, er þau eiga heimtingu á að fá að njóta. — Vorið 1910 eignaðist Böðvar bróðir minn i Hafn- arfirði ungan hvolp, svartan að lit, íslenskan í föð- urætt, cn franskan i móðurætt, er hann nefndi Hrólf. Var Hrólfur snennna mikill vexti og friður sýnum, legri bitar í munni og hálsi en rauðmagahausinn reyndist súlunni forðum. Eg vil biðja ritstjóra Dýraverndarans að birta frásögu þessa, enda tel eg hána lærdómsrika fyrir börn og unglinga, ef hún mætti verða þeirn bend- ing um, að gæta sín sem best við því, að hafa nokkra hrekki eða keskni í frammi við dýrin, sem eigi sjá né skilja, hver hætta þeim er búin oft og ein- att af viðureign vor mannanna við þau og aðbúð allri. Vér athugum það sjaldan .sem skyldi, að þau finna til, hryggjast og gleðjast eins og vér, en skilja þó og skynja miklu betur en oss grunar, hvað að þeini snýr. Athugaleysi og ungæðisháttur getur margan góð- an unglinginn hent, og einnig margan góðan mann- inn, eins og Sigurður Oddsson er og hefir ávalt verið, þótt hönum vildi þetta til. Hann gleymir því aldrei, og aðrir ættu einnig að muna það og láta sér þetta athugaleysi hans að varnaði verða. Jón Pálsson. en sérstaklega starsýnt varð mér í fyrstu á augu hans og yfirbragð alt, er var frábærlega gáfu- og göfuglyndislegt. Og útlit Hrólfs laug engu hér að lútandi. Hrólfur var cigi nema rúmlega 3ja mánaða gam- all, er hann kom fyrst til Rcykjavíkur, cnda varð honum þá hált á sollinum hér. Þegar Böðvar að kveldi þessa dag ætlaði að halda af stað heimlei'Öis, var Hrólfur horfinn, og öll leit okkar bræðranna að honum árangurslaus. Undi Böðvar hvarfi Hrólfs hið versta, og taldi hvolpinn vera sér tapaðan. En svo alvarlegar afleiðingar hafði þetta fyrsta og síðasta gönuhlaup Þlrólfs þó ekki. Góðri stundú eftir brottför Böðvars, kom Hrólf- ur heim til mín, og var þá allæstur í skapi og að- sópsmikill. Krafðist hann þegar inngöngu i hvert cinasta herbergi i húsi mínu, og þefaði rækilega af öllu og öllum. En er sú rannsókn reyndist árang- urslaus, varð Hrólfur dapur i bragði og fylgdi mér kyrlátlega inn í skrifstofu mína. Er þangað kom, settist eg við skrifborð mitt og byrjaði að skrifa bréf, er enga bið þoldi, en Hrólfur lagðist þegar á fætur mér og hreyfði sig ekki á meðan eg sat kyr. Að loknum skriftum gekk eg út, og fylgdi Hrólfur mér tafarlaust. Beindi eg för okkar upp að Skóla- vörðunni, í þeirri von, að hvolpurinn myndi þar átta sig á staðháttum og halda heim til Hafnar- fjarðar, en var þess og albúinn að fylgja honum lengra, ef það reyndist nauðsynlegt. En út í þá sálma vildi Hrólfur alls eigi fara. Þegar við áttum fáa faðma ófarna að Skólavörðunni, sneri hvolp- urinn snúðugt við, og hljóp í einum spretti heim að húsi mínu, en beið mín þar. Tilraunir þessar endurtók eg fleirum sinnum, en niðurstaðan varð æ hin sama: Þegar við félagarnir nálguðumst Skóla- vörðuna, sneri Hrólfur við, og sinti hvorki kalli mínu né vinahótum. En eigi var ég fyr sestur við skrif- borð mitt, en Hrólfur lagðist á fætur mér, og undr- aðist eg þessi vinahót hans, þar sem þetta var fyrsti kynnisdagur okkar. En við áttum eftir að kynnast meira og betur en þetta. Næsta morgun gerði eg enn itrekaðar tilraunir til þess, að fá Hrólf með mér til Hafnarfjarðar, en þess var enginn kostur; Var það þá ætlan mín að geyma hvolpinn þar til Böðvar yrði næst á ferð í Reykjavik, en það áform mitt fór og út um þúfur. Skömmu fyrir hádegi þennan dag, heimtaði Hrólf- ur útgönguleyfi, og var að því fengnu tafarlaust

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.