Dýraverndarinn - 01.04.1940, Blaðsíða 11
D Ý R A V E R N D A R I N N
Um varptímann- eru gæsir mjög vel á veröi til
aö villa sýn og draga athygli frá hreiöri sínu.
Ef eitthva'ö, sem hætta stafar af, svo sem menn,
hrafnar, hundar eöa veiðibjöllur, nálgast hreiöur-
staðinn, safnast gæsasteggirnir af stóru svæöi sam-
an og fljúga með gargi og hringsóli meö því, sem
hættan stafar af, þangaÖ til trygt er að hættan sé úti
í það og þa<5 sinnið; þessi er aðferS gæsanna og er
engu líkara en ákveöiö svæði sé innan hverrar varn-
arlínu; sér maður þaö best, ef maöur feröast um
stór heiöalönd, þar sem gæs verpir, hvernig önnur
fylking tekur við þar sem hin endar,
í ungdæmi mínu og fram eftir æfi, var hér miklu
færra um gæsir en síöar varö. Þótti þá mesta fá-
gæti, ef gæsaregg fundust. Nú á siöustu áratugum
liefir gæsinni fjölgaö svo mikið, aö hún verpir hér
um haga og heiðar, hvar sem vera skal, eins og
áður segir
Aftur hefir ýmsum öðrum fuglategundum fækk-
aö til stórra muna frá því sem áöur var; má þar
fyrst nefna spóa, sem er rniklu færra af en áður;
einnig virðist lóunr hafa fækkaö stórlega; er þó sú
breyting á orðin, að í ungdæmi mínu voru flest egg'
tekin, sem fundust um hagann, en nú um langt skeið
hefir enginn fugl veriö rændur af mönnum, en aft-
ur vaka ýmsir vágestir yfir ráni eggja og.morði
unganna, svo sem hrafnar, kjóar, veiðibjöllur og
síðast en ekki sist tófau; allur þessi ófénaður elur
upp sínar fjölskyldur á eggjum og fugli aö mestu
leyti
Þaö er mjög hægt aö leiöa athygli unglinga frá
ránshug og villimensku gagnvart fuglunum og aö
fá samhug þeirra til prýöi og unaðsemda, sem
þessir saklausu sumargestir veita eldri sem yngri.
Hygg eg að „Dýraverndarinn" alt frá byrjun út-
komu sinnar og fram á þennan dag, hafi átt mikinn
þátt í að glæöa skilning almennings á verndun og
samhygð gagnvart málleysingjunum, fuglum og fén-
aði, sem viö höfum svo mikiö samneyti við, og gef-
Ur okkur svo rnarga ógleymandi unaösstund, fyrir
utan gagnsemi þeirra.
Gæsir eru mjög umhyggjusamar fyrir eggjum
sínum og ungum; þó eitt eöa fleiri egg séu tekin
úr hreiörum þeirra, yfirgefa þær ekki hreiöriö, eins
og ílcstar andategundir gera; þvert á móti bæta
þær við fyrir hinum horfnu eggjum, ef eggin eru
ný, sem tekin voru.
Síöastliðið vor urpu nokkrar gæsir í landareign
minni; voru tekin nokkur egg úr sumum heiðrun-
um, eu fleiri látin óhreyfð. Einn af dregjum mínum,
15 vetra að aldri, geröi það aö gamni sínu, að hann
tók 4 gæsarunga nýklakta úr eggi, 2 úr tveim
hreiðrum og flutti og þá heim til l)æjar.
Þessir litlu snáðar voru kvikir og státnir og
kunnu íítt að hræðast; þó lýsti sér í öllu atferli
þeirra hiö vilta styggöareöli, sem þeim er í lilóð
borið. Þeir voru mjög áhugasamir að tína í magaun
og lifa eingöngu á grasi og rótum. Ungarnir
héldu sig saman í hóp, en ef einn varð viðskila, gaf
hann frá sér angurvært hljóð og syöruöu hinir
þá í sama tón, og tókst þeim fljótt að finnast aft-
ur. Drengirnir bygöu smákofa yfir ungana og höföu
þá inni um nætur. Hundar, hrafnar og kettir gáfu
ungunum ilt auga og sátu um þá, ef færi gæfist.
Á nóttinni var liaft inni hjá ungunum grængras
og haframjöl í nýmjólk, en lítiö geröu þeir aö því,
aö neyta annars en grastegunda.
Þessi kofanefna stóð hjá uppsprettulænu meö
starargróöri og var gerð í hana ofurlítil uppistaöa
eöa lón. Fyrsta verk fuglanna á morgnana var aö
taka sér ærlegt liaö í lóninu; dvfu þeir sér í vatnið
og stöktu því yfir höfuð og bak. Þetta endurtóku
þeir hvað eftir annað ; eftir það yfirfóru þeir fjaðra-
ham sinn og virtust laga og leggja hverja fjööur á
líkama sínum þangaö til alt var slétt og felt, litur-
inn á gæsarungum er mjög fallegur, ljósgrár með
grænleitri slikju.
Ungarnir þurftu allmikið til viðurværis, enda
uxu þeir ört, þeir kroppuöu og tíndu í ákafa 1—2
klst., lögðust svo stundarkorn til hvíldar; melting-
in er mjög ör og voru þeir innantómir eftir stutta
hvíld. Þær grasteguudir, sem þeir sækja mest eítir
eru: Vallhumalssúra og smærri tegundir af elft-
ingu; annars bíta þeir það gras, sem nefi er næst,
þó þeir sæki meir í eina grastegund en aðra. Eg
tíndi oft smábrúska af uppáhaldsfæöu þeirra og' lét
þá kroppa þaö úr lófa mínum. Ekki hafði eg oft
gert j)etta, þangað til þeir eltu mig á röndum, og
kvökuðu snikjulega á mig, hvar sem joeir sáu mig;
geröi eg þeim vanalega einhverja úrlausn til að
losna við jxi.
Þegar ungunum óx fiskur um hryggð uröu þeir
grimmir viö allar skepnur, sem nærri þeim komu,
og gerðu sig liklega til aö leggja til atlögu við
j)ær. Ókunnugu fólki gáfu ungarnir ilt auga og
ókunnuga krakka eltu þeir og hræddu.
Þegar kom fram í júlí óx þeim vængjaþrek. Fóru