Dýraverndarinn - 01.04.1940, Blaðsíða 9
dyraverndarinn
21
úr svip hans þetta: Þó aÖ ])iÓ, er annars látist vera
vinir GuÓniundar, sýnið honuin nú þaÖ ræktarleysi.
acS yfirgefa hann sjúkan á ókunnuni staÖ, fáið ])ið
mig aldrei til að svikja hann, — og' tók á rás heim
aÖ DrangshlíÖ. Gleymi eg aldrei þeirri ákvörÖun
Hrólfs, að yfirgefa Böðvar, er hann annars aldrei
mátti af sjá, til þess að gerast sjúkravörður minn.
Er það og sannfæring mín, að aldrei hefði hann,
eins og sakir þarna stóðu. yfirgefið mig lifandi,
])ótt þrautalíf hljóti það að hafa verið fyrir hann.
að snúa baki viÖ húsbónda sínum. En þetta var
eigi eini vináttuvotturinn, er Hrólfur sýndi mér, eins
og sjá má á eftirfarandi atriði.
Árið 1915 fékk Böðvar bróðir minn blóðeitrun,
og upp úr henni kýlaveiki svo magnaða, að árum
sarnan var tvísýnt um lif hans. Fór eg á þessu tíma-
bili oft til Hafnarfjarðar, stundum ríðandi, en oft-
ar gangandi — um strætisvagnaferðir milli Reykja-
víkur og Hafnarfjarðar var þá ekki að ræða. Ef
Hrólfur var utandyra, er mig bar að garði, kom hann
ávalt á móti mér og fagnaði mér á hinn innileg-
asta hátt. E11 svo var hann þá hávær í móttökufagn-
aði sínum, að Böðvar og kona hans gátu jafnan gert
sér grein fyrir ])ví, að nálægur hlyti eg að vera, ’þótt
eigi væri sjáanlegur. Þegar eg svo lagði af stað
heimleiðis aftur, fylgdi Hrólfur mér ávalt úr hlaði,
þó eigi lengra en það, að hann gat séð heim-
ili sitt. Á þeim vegamótum sneri hann jafnan aft-
ur, og ávalt á sama stað. Eina undantekningu gerði
Hrólfur þó á þessu sviði, og voru tildrög hennar
þessi: Eg hafði gengið til Hafnarfjarðar árla dags,
i öndverðum nóvembermánuði, og dvalið þar svo
lengi, að farið var að bregða birtu að mun, er eg
kvaddi Böðvar bróður minn og konu hans. Veður
var kyrt og yfirleitt gott, en nijög skýjað loft og
dálitil snjókoma. Þegar eg kom út úr húsi Böðvars,
var Hrólfur þar fyrir og fylgdi mér af stað, eins
og venjulega. En er við félagar komum á blettinn,
er Hrólfur var vanur að nota sem skiftistöð, vakti
það undrun mina, er hann, í stað þess að snúa
heimleiðis, rak trýnið í þá hönd mína, er að hon-
nm sneri, og horfði með gletnissvi]) í augu mér,
án ])ess að stansa eða snúa við. Lét eg i fyrstu ekk-
ert i ljós um það, að eg hefði veitt þessu athygli,
og undi Hrólfur því sýniiega mjög illa. En þegar
við félagarnir vorum komnir inn á innri brún Hafn-
arfjarðarhrauns, og Hrólfur gerði sig enn eigi lik-
legan til að yfirgefa mig, byrjaði eg að klappa hon-
um og skýra frá þvi, að mér væri nú orðið það
Ijóst, að hann að þessu sinni áliti tryggara að fylgja
mér lengra, en hann hafði áður gert. Varð Hrólf-
ur þá hinn glaðasti, og skein ánægjan yfir þessari
viðurkenningu rninni úr augum hans. Héldum við
félagar nú áfram för okkar á þann hátt, að Hrólf-
ur gekk stöðugt fast við vinstri hlið mína — í
hægri hendinni hafði eg göngustaf minn —, og sleikti
vinstri hönd mína öðru hverju. Þóttist eg þess nú
fullvís, að hann niyndi fylgja mér alla leið heim til
mín, en það varð þó ekki. Þegar við áttum fáa faðma
ófarna að efstu húsunum (Eskihlíðar-húsunum) í
Reykjavik, tók Hrólfur fyrirvaralaust sprett norð-
ur af þjóðveginum, og hvarf mér sjónum út í myrkr-
ið. En þar sem hann virtist hafa mikla ánægju af
])ví að elta fugla, er hann sá i nánd við sig, bjóst
eg við að hér væri um eina slíka veiðitilraun að
ræða, og beið hans því þarna góða stund. En hvern-
ig sem eg kallaði á vin minn, kom hann eigi aftur,
og undi eg þessum málalokum illa.. Hafði eg eðli-
lega ásett mér að gefa Hrólfi eitthvað það, er hon-
úm þætti verulega gott, áður en hann hyrfi heim
aftur, svo og að þakka honum fyrir góða og ánægju-
lega fylgd, en þess var nú enginn kostur. Var þetta
því leiðara, sem ]>að var augljóst mál, að Hrólfur
kunni vel að meta alla vinsemd sér til handa.
Skömmu síðar símaði eg til Guðnýjar, mágkonu
rninnar, konu Böðvars, og fékk það þá upplýst, að
Hrólfur væri kominn heim, og virtist vera mjög
ánægður, ])ótt engar fengi hann þakkirnar fyrir
fylgdina að ])ví sinni. Annars býst eg við að Hrólf-
ur hafi óttast það, _að einhver töf myndi af því
stafa, að fylgja mér alla leið heirn að húsi mínu,
en þess utan minst áberandi að yfirgefa mig á þann
hátt, að látast vera að elta fugla í aðra átt, en veg-
urinn til Hafnarfjarðar lá.
Hrólfur entist illa, varð aðeins 12 ára gamall.
Tiðar langferðir, og takmarkalaus vinna hans í þeim,
slitu honum svo, að síðustu mánuðina, er hann lifði,
gat hann naumast hreyft sig. En síðan Hrólfur féll
frá, hefi eg aldrei séð Hafnarfjörð í sömu birtu
og áður.
Eg hefi átt þvi ómetanlega láni að fagna, að
eignast marga góða vini, og hafa sumir þeirra und-
antekningarlaust reynst mér eins og bestu bræður.
Og þegar eg hugsa um þessa frábæru mannvini
mína, og það geri eg eðlilega daglega, gægist mynd-
in af Hrólfi og jafnan upp í huga mínum.