Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1940, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.10.1940, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 5i um þá að bera vetlingana mína, smalaprikiö eða eitthvað annað af clóti mínu. Eins og titt er um drengi á niínum aldri,, var eg gjarn á að týna, sérstaklega vetlingunum mínum, og hlaut, sem von var, snuprur fyrir. Eitt sinn sem oftar var eg á gangi við ærnar, og varð þess þá vís, að eg var búinn að týna vetlingunum. Mundi eg ekki hvar eg hefði verið seinast með þá og taldi því vonlítið, að eg fyndi þá. Þótti mér þetta ilt, þvi veður var kalt, og ekki efnilegt, að koma heim með þau tíðindi, að enn einu sinni væru vetl- ingarnir mínir horfnir. Þá datt mér í hug, að Týrus gæti hjálpað. Sýndi eg honum berar hendurnar og sagði honum, að leita að vetlingunum. Skildi hann strax í hvert ó- efni væri komið fyrir mér og þaut af staö til baka sömu leið og við höfðum komið, snuðrandi slóð- ina og hvarf brátt bak við leiti. Eg gekk í hámót á eftir honum. Eftir góða stund kom hann til baka með báða vetlingana og var nú all upp með sér. Enda fagnaði eg yfir fundvísi hans, klappaði hon- lun og gaf honum vænan bita úr nestispokanum. Eftir þetta gerði eg mér oft til gamans, að skilja eftir vetlinga mína einhversstaðar úti um hagann, svo hann sæi ekki, og siðan er eg var kominn langt frá staðnum, sagði eg honum að leita. Stundum sýndi eg honum bera höndina, án þess að tala til hans. Fór hann þá æfinlega af stað og kom með vetlingana eftir skamma stund. Sama gilti um hvern annan lilut, er eg sagði honum að leita að, svo sem smalaprikið mitt, hrossabrestinn (áhald sem notað var við vörslu) eða svipuna. Nöfnin á þessum hlutum þekti hann vel, og aldrei brást, að hann fyndi það, sem -hann leitaði að. Enda brá svo við, að nú tapaði eg aldrei því, sem eg hafði með- ferðis af þessu tagi. Eitt sinn um vetur, eftir að Týrus var orðinn fullorðinn, var eg sendur í góðu veðri að gæta hrossa, er gengu úti all-langt frá heimili mínu. Eg átti að koma við á næsta bæ til að skila bréfi. Þeg- ar eg kom heim á hlaðið á bænum, kom heima- hundurinn á móti okkur. Var hann mesti beljaki og grimdarvargur. Réðst hann jDegar á Týrus af mikilli grimd og keyrði hann undir sig. Tókst mér með aðstoð bóndans, sem kom út í þessu, að skilja ])á. En Týrus var blóðugur og illa útleikinn eftir l)ardagann. Eg fór síðan inn með bóndanum og Joáði góð- gerðir, en skeytti ekki meira um hundana. Þegar eg fór inn, skildi eg stafinn minn eftir í bæjar- dyrunum. Þegar eg hafði þegið kaffi, fylgdi bónd- inn mér til dyra. En jægar eg ætlaði að taka til stafsins, var hann horfinn. Leituðum við (bónd- inn) að stafnum úti kringum bæinn, því verið gat að krakkar hefðu borið hann út. En leitin var árangurslaus. Hætti eg jjví að leita og hélt af stað, en bað bóndann að geyma stafinn, ef hann fynd- ist. Hélt eg nú á j)ær slóðir er hrossanna var von og fann þau brátt öll. Þegar eg fór að reka hrossin til, tók eg fyrst eftir að Týrus var ekki með mér. Undraðist eg Jjað, ])ví aldrei hafði hann yfirgefið mig á ferða- lagi. En er eg hugsaði um þetta betur, fanst mér sennilegast, að hann hefði ekki haldist við heima á bænum, sem áður er getið, fyrir áleitni grimma rakkans og því flúið heim. Þetta reyndist líka rétt, þvi jjegar eg á heimleið var kominn heim undir túnið, kom Týrus þar á móti mér með miklum fögnuði. Var hann með stafinn minn og lagði hann fyrir fætur mér og flaðraði upp um mig með augna- ráði, sem eg hlaut að skilja svo, að hann væri að frið- mælast við mig og biðja afsökunar á framferði sínu. Var mér sagt heima, að Týrus hefði fyrir nokk- uru verið kominn heim. Ætluðu piltarnir að taka af honum stafinn, en hann vildi ekki láta hann lausan, heldur forðaði sér með hann upp í bæjar- sund og lagðist þar. Beið hann svo þar, þangað til hann sá mig koma. Einn vetur, meðan eg átti Týrus, lá eg í rúminu nokkurn tíma. Hafði eg vont handarmein. Vildi Týrus þá fá að liggja inni við rúmið mitt, og var honum leyft það að deginum. — Einn clag, er mér var farið að batna, sat Týrus sem oftar hjá rúmi mínu, og lagði trýnið upp á stokkinn. Strauk eg þá um kollinn á honum með heilu hendinni og sagði við hann : ,,Veistu um vetlingana mína mma?“ Hann fór strax til og skreið undir rúm, sem var í hinum enda baðstofunnar, en ]>ar voru plögg geymd i kassa. Tókst honum að toga kassann undan rúm- inu. Rótaði hann svo í kassanum, ])ar til hann fann vetlingana mína og kom með þá og lagði þá hjá mér á rúmstokkinn. Voru þeir svo teknir og látnir aftur í kassann, en því undi hann ekki og sótti þá á ný. — Margar sögur líkar gæti eg sagt af Týrusi mín- um, en læt nú staðar numið.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.