Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1940, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.10.1940, Blaðsíða 10
54 DÝRAVERNDARINN Fjárrekstrar hingað til bæjarins nú í haust hafa gengrð mjög a‘5 óskum, a5 því er séð verður, og miklu betur en við mátti búast, eftir reynslu undanfarinna ára. Hafði stjórn Dýraverndunarfélagsins gengist fyrir því (sjá síðasta lilað), að búið yrði í haginn fyrir fjár- rekstramenn á leið þeirra hingað, og einkum lagt á það ríka áherslu, að liðkað yrði til á þann hátt, að víkja mætti með fjárhópana af þjóðbrautum sem allra víðast og komast meðfram þeim hindrunar- laust. Sneri formaður D. í. sér til ríkisstjórnarinn- ar og mæltist til þess, m. a. sakir hinnar óvenju- legu umferðar á vegunum i nánd við höfuðstaðinn, að lagfært yrði meðfram þeim, svo að komast mætti þar greiðlega með rekstra. Sýndi stjórnin (landbún- aðarráðherra) fullan skilning á málinu og lagði fram nokkur þúsund krónur af almannafé, til þess að girðingar yrði færðar úr stað, þar sem þurfa þætti, gamlir vegir ruddir og ýmsum hindrunum rutt úr vegi. Árangur þessarar viðleitni varð mikill og góður. Mun jafnvel mega svo áð orði kveða, að rekstrarmenn hafi ekki orðið fyrir neinum veru- legum töfum, mestmegnis farið utan akljrautanna og komist það mjög greiðlega, sakir umbóta þeirra, sem gerðar höfðu verið. En þar sem ekki varð hjá því komist, að fara akvegina, spöl og spöl, munu bílstjórar, jafnt breskir sem íslenskir, hafa sýnt fulla tilhliðrunarsemi. Eitthvað kann þó að hafa út af því brugðið og stöku bílstjórar sýnt lítinn skilning í þessum efnum og litla þolinmæði, og þykir ekki orð á því gerandi. — Er þess að vænta, að tilraun sú, sem hér hefir gerð verið með ágæt- um árangri, verði til þess, að ruddir verði — þar sem mest er þörfin — sérstakir vegir fyrir' sauð- fjárrekstra á leið til slátrunarhúsa. Reiðvegir i nánd við akbrautir, eins og t. d. hér í Mosfellssveitinni, geta orðið rekstrarvegir framvegis, það sem þeir ná. en á öðrum stöðum, þar sem akbrautir hafa verið notaðar hingað til, verða að koma sérstakir fjár- rekstra-vegir. Mun víða um land haga svo til, að kostnaður þurfi ekki að verða mjög rnikill. í byrjun sláturtíðar var hlutaðeigöndum birt svo- hljóðandi „TILKYNNING frá ríkisstjórninni, varðandi rekstur sláturf jár til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vegna óvenju mikillar bifreiðaumferðar á veg- inum frá Ölfusá til Reykjavíkur, eru fjárrekstrar- menn á þeirri leið beðnir að halda rekstrunum utan þjóðvegains, þegar þess er kostur. Girðingar, sem voru meðfram veginum, hafa verið færðar fjær á stóru svæði í Ölfusi, og frá Geithálsi að Rauðavatni. Þá hefir gamli vegurinn yfir Hellisheiði niður í Hellisskarð hjá Kolviðarhóli verið varðaður. Enn- fremur varðaður rekstrarvegur frá Kolviðarhóli niður fyrir Sandskeið. Síðan skal farinn reiðvegur- inn meðfram þjóðveginum, fyrir sunnan Lækjar- botna, hjá Lögbergi niður að Hraunsnefi hjá Gunn- arshólma. Þaðan reiðvegurinn áfram niður fyrir Árbæ, yfir skyndibrú á Elliðaánum fyrir neðan raf- stiiðina. Siðan yfir hólmana fyrir sunnan skeiðvcill- inn, yfir á Sogaveg og niður á Háteigsveg hjá vatnsgeyminum. Vegna mikillar umferðar á Mosfellssveitarvegin- um, skulu þeir, sem koma yfir Þingvöll með rekstra, halda gamla Þingvallaveginn að Geithálsi, og síðan sömu leið og fyrr segir. Umferðalögregla verður á vegunum og veitir fjár- rekstramönnum leiðsögn, t. d. um rekstur úr Kjós og af Kjalarnesi, og frá Elliðaánum til Hafnar- fjarðar." Hugleiðing. Léttu bróður þins byrði, það er betra en alt. „Léttu bróður þins byrði.“ Þegar maður lítur á setningu þessa, verður manni ósjálfrátt á að spyrja: Er þetta boðorð ekki starfandi afl í þjóðfélagi voru? Hefir ekki mikið verið unnið að því, að létta byrðar þeirra, er bágt eiga? Jú, vissulega á sumum sviðum. Það er mikill munur á kjörum fátæklinga og þeirra, er bágt eiga, hjá því sem áður var: Jafnvel þeir, sem undirokaðir voru, hafa nú völd á borð við þá, sem voru svo að segja einvaldir áður. Flest er breyt- ingu undirorpið, en ekki þó alt. Mér dettur í hug eitt, sem tímanum hefir ekki tekist að vinna sem skyldi. Það er, að meðferð á dýrunum breytist til batnaðar. Þó ættu þau það sannarlega skilið, þessir vinir okkar, sem við höfum svo mikið gagn af, þessar verur, sem engum vilja mein gera. Gagn- vart dýumum breytir stór hluti þjóðarinnar öðru vísi er vera bæri, og meðan það breytist ekki til

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.