Dýraverndarinn - 01.10.1940, Blaðsíða 12
DÝRAVERNDARINN
56
ar, fárgrimmir vargar, og skyldi þeim fengiö það
embætti. aS elta uppi og gripa minka og refi, er
sleppa kynni úr haldi og lausir færi um landiö.
Mundu rakkar þessir reynast hinir þörfustu
og hiröa hvert kvikindi, sem úr búri slyppi
og eftir væri leitaö. En hvaö sent um þetta
kann aö vera, þá er hitt víst, aö fluttir voru
hingað til lands tveir úlfhundar, vafalaust meö
ærnunt kostnaði. Er svo aö sjá, sem ekki hafi staðið
á innflutningsleyfi, er hundar þessir voru annars
yegar, þrátt fyrir höft og bönn og alt þaö hvirn-
leiöa fargan. Víst er urn þaö, aö úlfhundar þessir
komust hingaö heilu og höldnu og hindrunarlaust.
Segir sagan, aö þeir hafi veriö fluttir aö Vífils-
stööum og fenginn þar samastaður. Gekk nú alt
vel um sinn. En einhverju sinni hlupust vargar
þessir á brott og komu ekki aftur. Fara engar sögur
af afreksverkum þeirra í viðureign viö minka og
refi. Menn vita yfirleitt ekki til þess, aö þeir hafi
skift sér neitt af þess háttar dóti á flakki sínu. En
þeir geröu annað. Þeir lögðust á sauöfé Hafnfirö-
inga og voru harla mikilvirkir — rifu þaö sundur
á hinn hryllilegasta hátt, píndu og drápu. Þykir full
vissa fyrlr þvi, aö þeir hafi oröið um 80 fjár aö
skaða. Og vafalaust hefir dauöastríö hinna sak-
lausu fórnardýra veriö ægilega þjáningarfult og
strangt, en þaö, sem fyrir árásum varö og eftir
hjarði, flakandi i sárum og dauöavona. — Aö lok-
um fóru vopnaðir menn aö leita varganna. Og er
þeir uröu mannanna varir, geröu þeir sig líklega
til aö ráðast á þá '— svo æstir voru þeir orðnir,
tryldir og blóðþyrstir. En þá voru þeir skotnir.
Draumur um kisu.
Áriö 1924 var eg heima hjá foreldrum mínum í
Litlu-Tungu í Holtum. Var á heimili minu lítill
grábröndóttur köttur, sem hændist fljótt aö mér,
svo setn flest dýr gera, sem eg er samvistum viö.
Sumar þessa árs átti kisa tvo ketlinga, sem fengu
aö lifa fyrir mín orö. Þótt kisa heföi barna sinna að
gæta um sumarið, gleymdi hún mér ekki meö vina-
hót sin, og á kveldin, þegar eg kom frá heyvinnu
á engjum, beið hún min úti á traðarvegg. Gleðin
er stundum hverful, bæöi hjá dýrum og mönnum.
Um haustið voru börn kisu tekin frá henni og látin
burtu á næstu bæi, án þess aö kisa gæti fengið grein
fyrir slíkri ráðstöfun. Viö þetta varð kisa svo harmi
lostin, að hún varö brjóstumkennileg, því aö nú voru'
hennar unaðslegu samvistir við börn sín aö engu
orðnar. Eg ínán einkum eftir einu kveldi, er hún
sat úti. Þegar eg kom til hennar, leit hún eigi við
né hreyfði sig, og hrundu tárin niöur vanga hennar
aí harmi. Eg tók hana þá í fang mér og reyndi meö
öllu hugsanlegu móti að hugga hana, og við það
smá hrestist hún, og fór hún síðan smám saman
að ná sinni fyrri ró og háttalagi. Þegar eg spilaði á
orgel, kom kisa tíðum til mín, settist upp á orgeliö
og rétti lappirnar fram á nóturnar, svo sem hún
sjálf vildi íara aö spila. Þótti mönnurn gaman að
sjá þetta látbragð kisu. Vorið 1925 fór eg norður á
Siglufjörö, og var þar í vinnu um sumarið; kisa
var þá heima í Litlu-Tungu. En í ágústmánuði
dreymdi mig hana. Fanst mér í draumnum, eg vera
komin heim aö Litlu-Tungu og sá eg kisu á stétt-
inni; gengur hún á undan mér og þykist eg skynja
með einhverjum hætti, aö hugsanir hennar sé þess-
ar: „Lengi hef eg beðið eftir þér; fanst mér sú bið
löng, en nú er eg líka sæl. Sjáðu hversu eg er nú
orðin falleg, og komdu meö mér og sjáðu fallega
húsiö mitt, sem pabbi þinn hefir búið til fyrir mig
í bellisgjögrinu.“ Eg gekk á eftir kisu aö bústaö
hennar og sá mér til stórrar undrunar, aö hann var
mjög fallegur og uppljómaður af ljósadýrð, og inn
í þessa ljósadýrð hvarf kisa mér sjónum. í þessu
vaknaði eg. Eg sagði drauminn fjórum stúlkum,
sem bjuggu í sama herbergi og eg, og sagði eg
þeim aö kisa mundi dauö vera. En þær töldu vit-
leysu að álíta, að réttdreymi um þetta gæti átt sér
stað um svo langa leiö, sem milli Siglufjarðar og
Rangárvallasýslu. En um haustiö fór eg heim að
Litlu-Tungu, og kom þá í ljós, að draumurinn var
réttur. Kisa var dauð, og hafði faðir minn grafið
hana á þeim stað, sem hún sýndi mér í draumnum.
Faðir minn var mikill dýravinur. — Eg vil enda
þessa frásögn með áskorun til allra um, að sýna dýr-
um í umgengni sinni samúö og nærgætni. Eg er að
mínu leyti sannfærö um, að hin æðri dýr eru gædd
ódauðlegri sál.
Guðríður Eyjólfsdóttir, Vesturgötu 51.
Ritstj.: Páll Steingrímsson.
Útgcfandi: Dýraverndunarfélag íslands.
Félagsprentsmiðjan h.f.