Dýraverndarinn - 01.10.1940, Blaðsíða 9
53
DÝRAVEKN D A RINN
kaffi, bara hátta“ ! eins pg- brúíSguminn sagSi forö-
um. Þessa kröfu sína lætur bann í ljósi með því
aö ókyrrast nijög, tista i ákafa, tútna allur út og
berja vængjum, en á sama augnabliki, sem hann
er kominn á náttstað sinn (uppi á háum skápi), er
hann kominn á efsta tréö í búri sinu, búinn aS
hreiSra um sig, stinga nefinu undir vænginn — og
sofnaSur! Heyrist þá ekkert til hans alla nóttina,
fyr en meS árrisi næsta morguns.
Útvarpstæki er í svefnherbergi hans, og' raskar
])aS eigi ró hans, — nema leikin sé Jazz-músik( !)
eSa óáheyrilegir tónar á fiSÍu. VerSur hann þá svo
æfur viS, aS sjálfsagt er aS „skrúfa fyrir útvarpiS"
undireins! — Eg veit um kanarífugl einn í húsi
hér nálægt, ágætan söngvara, sem syngur best og
mest, er hann heyrir orgelslátt og kirkjusöng, en
heyri hann Jazz-músik — steinþagnar hann! —
Sameiginleg söngkænska og smekkur hjá báSum.
„MátseSillinn" hans lítur þannig út:
Páfagauka-, haug-arfa- og brenninetlufræ, en
bollur eru þó mata bestar og fær hann þær dag-
lega, því aldrei er hér kaffi drukkiS svo, um þrjú-
leytiS (,,nón-kaffi“), aS liann eigi láti á sér sjá og
heyra, aS einnig hann vilji vera meS og fá bolluna
sína; er hann þá ánægSur og er gaman aS græSgi
lians og því, hvernig hann hagar borShaldi sínu,
meS því aS fá sér nokkur korn, sitt úr hverju ílát-
inu, um leið og hann fær sér væna Irita af bollunni:
Hann virSist skilja þaS fult eins vel og viS, menn-
irnir, eSa betur, aS einhæfi matar er engum holt,
heldur sé blönduS fæða lretri og heilsusamlegri.
ÞaS er engin hætta á því, aS hann eti meira en
góSu hófi gegnir, né heldur að hann kunni eigi
magamál sitt nógu vel. Einu sinni i vetur vildi
honum sú slysni til, að ,,afbæjar“-köttur komst inn
til hans og voru þeir einir saman inni nokkra stund.
Sisí varS vitanlega hræddur mjög, þegar hann sá
þennan ,,voða“ fyrir framan sig, þennan ókunna
og ægilega gesta vera aS terra býfur sínar inn á
milli rimlanna og reyna aS góma sig, ef hann gæti.
Þegar að var korniS, sást, aS Sísí litli var ekki
ráðalaus: Hann haföi snaraS sér niSur í baSker
sitt, sem stóð á miSju gólfi búrsins, og buslaSi nú
vatninu svo, aS kisi hafði nóg meS aS þurka sér í
framan meS býfum sínum: Kisi kunni því illa, aS
fá allan þennan vatnsaustur í augún og á nefiS,
enda hafði hann nóg meS aS verja sig. — Fái Sísí
aS fara út úr búri sínu og íljúga um herbergið, fer
hann ávalt sjálfur inn í þaS aftur, nær sér í arfakló,
tínir úr henni frækornin og fær sér bollubita um
leiS; síöan fer hann í baS. Alt er þetta svo reglu-
bundiS, aS undrum sætir, og þó eigi síður þaS, að
ef búr hans er einum þumlungi frarnar á skápnum,
sem þaS er á yfir nóttina, eSa of mikil birta á því
meöan hann sefur, linnir liann eigi látum fyr en
búriS er flutt á sinn venjulega staS, ljósiö fjar-
lægt eöa slökt. Búrlífi sínu unir hann hiS besta, en
sjái hann smáfugl fljúga fram hjá glugganum, sem
hann situr viS, ókyrrist hann, tístir hátt og langar
þá sýnilega til aS mega slást í förina. „En fótur
vor er fastur þá fljúga vill önd“, mætti hann þá
segja, ef hann hefSi mál til þess. Hann þekkir alla
heimamenn frá ókunnugum, er svo spakur, aS hann
etur fræ af fingrum þeirra; þaS þurfa ókunnugir
ekki aS reyna. Börn sækjast mjög eftir aS sjá hann
og er hann eigi neitt hræddur viS þau. Hann er
meS afbrigSum fagur og félagslyndur. — „Náttúru-
fræSingurinn" hefir íslenskaS nafn hans og kallar
hann Gráskríkju. Hann er ekki grár, heldur græn-
gulur. Hann skríkir ekki, heldur syngur. NafniS
ætti því aS vera tengt viS hinn rétta lit hans,.eöa
söng.
Óska svo allir vinir hans honum góöra lífdaga
og langrar ævi. Reykjavík, 4. okt. 1940.
Jón Pálsson.
Þy t u r.
(Svo kvaS þjóSskáldiS sira Jón Þorláksson á
Bægisá einhverju sinni um hest þann, er Þytur var
nefndur, og mundi víst margur vilja kveSiS hafa)'.
Þyt leit eg fóthvatan feta,
fold hark en mold sparkiS þoldi,
grjót fauk, því gat vakur skotiS,
gekk tíSum þrekkhríS á rekka;
rauk straumur, ryk nam viS himin,
rétt fór og nett jór á spretti,
ei sefast ákaía lífiS;
öll dundu fjöll, stundi völlur.