Dýraverndarinn - 01.11.1940, Síða 5
Nokkur orð
um hreindýr.
Fyrstu hreindýrin, sem fæti stigu á okkar fagra
land, komu hingaö fyrir tæpum I/O árum (1771)-
Þau voru ættirð af Finnmörku og slept á land í
Rangárvallasýslu. Síðan hafa hreindýr verið hér
á landi og stundum mörg. En illa hefir veriö aö
þeim búið af hálfu þjóöarinnar, svo sem frá var
skýrt að nokkuru hér i blaðinu í fyrra (nóv. 1939).
Hafa þau löngum verið ofsókt af miklum dugn-
aði og að velli lögð livar sem til þeirra hefir náðst.
Á sumum stöðvum hefir stofninn verið feldur í
strá, svo að þar er nú engin skepna eftir. Og nú
mun svo komið, að þau eru hvergi til, nema á
Brúaröræfum eystra, og fer sí-fækkandi. Hin
merkilega tilraun Matthíasar læknis Einarssoar um
hreindýrarækt í Arnarfelli hefir að vonum vakið
mikla athygli og orðið til þess, að marga langar
til að fá nokkura fræðslu um lifnaðarhætti þessara
fögru og harðgeru dýra, sem fæstir íslendingar
þekkja nema rétt að nafni til. — Flafa Dýravernd-
aranum borist eindregin tilmæli í þessa átt, og
þykir sjálfsagt að verða við þeim, eftir því sem
rúm blaðsins leyfir. -—-
Hreindýr eru börn norðurhjarans og una sér best
til fjalla, á öræfuni og regin-heiðum, ofar en skóg-
ar vaxa. Þau eru fögur á að líta, spengileg og vel
vaxin, létt á fæti, nægjusöm, harðger og hraust. —
Fella hornin síðla vetrar ár hvert — ef til vill ekki
fyrr en undir eða um sumarmál. Kubbast þau af
niður við höfuðbein, en upp þýtur síðan með ótrú-
lega örum vexti hinn rnikli og glæsilegi horna-
skógur. Hornin eru klædd húð og hári og mjög
heit í broddinn, meðan á vexti stendur. Þegar hon-
um linnir taka þau að kólna og fellur þá af hár
og skinn. En eftir stendur skjall-hvítt og grein-
ótt beinið (slóin). Meðal-þungi fullvaxinna hreina
er talinn 130—150 kg. Að sumarlagi, þegar grös
standa í lilóma, lifa hreindýr mestmegnis á venju-
legum hálendisgróðri, en þykir þó gott að gripa
í annað til bragðbætis. Þegar líða tekur að hausti,
leita þau mjög eftir sveppum ýmiskonar og er svo
að sjá, sem þeim þyki þeir næsta ljúffengir. Á
vertum eta þau m. a. hreindýramosa, fjallagrös og
skófir, sem oft eru á klettum og klöppum, og fleira
þess háttar, lúta oft að litlu og sýna enga mat-
vendni. Þau bera sig vel eftir björginni, krafsa
snjó af miklum dugnaði og ná furðu-vel til jarð-
ar, þó að fanndýpi sé mikið. En á hálendi og heið-
um uppi er oft „hreint í rót“ undir kafsnjó, þó
að jarðbann sé hið neðra og jörð öll svellrunnin.
Spilliblotar ná lítt eða ekki upp á hálendið.
Hreindýr búa sig vel undir veturinn, enda veitir
þeim ekki af því. Taka snemma vorbata og eru
tiðast akfeit á haustnóttum. Telja fróðir menn, að
spiklagið geti jaínvel orðið 8—10 ctm. þykt. Það
er bærilegur varasjóður og gott að eiga þvílíkan
forða undir veturinn, því að stundum gerist fátt
um bjargir á hreindýraslóðum — þegar æði-veður
fara um hálendið, þegar grenjandi hríöar standa
dægrum og stundum vikum saman, þegar frost-
grimdin fer langt fram úr því, sem mannfólkið
kynnist í dölum niðri. — Þegar svo viðrar, sem nú
var lýst, verða hreindýrin vafalaust oft og einatt
að standa lengi málþola. Stundum er jarðlaust með