Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1940, Side 6

Dýraverndarinn - 01.11.1940, Side 6
öllu og þó aS einhver björg kynni aS fást, þá geta þau ekki boriS sig eftir henni eSa staSiS á beit í afspyrnuveSrum og iSulausum hríSarsorta. Þá er eina ráSiS aS leita í skjól og standa af sér veSrin. Hins vegar er taliS, aS þeim muni sjald- an verSa mjög kalt. Ætla fróSir menn, aS hrein- dýr þoli frost og kulda nálega takmarkalaust, aS minsta kosti meSan þau eru í sæmilegum holdum. HáriS er geysi-þétt og skjólgott. Þegar hausta tekur, klæSast þau afar-hlýjum vetrarfeldi og næS- ir þar aldrei í gegn. Vindhár eru mikil og gengur vatn ekki aS neinu ráSi i sjálfan feldinn. Á sumrum eru hreinarnir oft í hópum út af fyr- ir sig, en kýrnar (simlurnar) annast uppeldi „krakkanna". Þegar sumri hallar safnast dýrin venjulega í stórar hjarSir, en greinast síSan í smá-flokka, er „ásta-tíminn“ fer í hönd. Hrein- arnir lifa í fjölkvæni og berjast af miklum áhuga og mikilli grimd um ástir hins „fríSa kyns“. Þar er engin vægS eSa miskunn sýnd. Þar ræSur hnefa- rétturinn óskoraS. Vill þá einatt fara svo, aS þrek- leysingjar og alt hiS óknárra liS fái engri þörf eSa þrá svalaS fyrir ofsa og yfirgangi þrautreyndra hjarSkonga. Samt getur viljaS til, ef orustur full- huganna standa lengi, aS ástfangnir og þurfandi unghreinar fari ekki alls á mis og fái einhvers un- aSar notiS. Stundum lyktar einvígi höfSingjanna á þá leiS, aS annar verSur fyrir holstungu. Er þá enn barist, þó aS iSrin liggi úti, en vitanlega er þá skamt úrslita aS bíSa. — Sigurvegari í orustu gerist einvaldur yfir kúm sínum eSa kærustum, stjórnar af rögg og skörungsskap, hlífir engum, leggur ótrauSur til orustu viS alla keppinauta. Vill sitja einn aS ástum þeirra kvendýra, sem hann hefir helgaS sér eSa eignast í hólmgöngum. — Hreinkýr bera venjulega seint í maí eSa snemma í júni. MeSgöngutími er talinn átta mánuSir. Tví- bura-fæSingar munu sjaldgæfar. Kálfarnir ganga undir fram í október og eru mjög bráSþroska. „Kvígur komast í gagniS á öSru hausti.“ — Hreindýr eru hiS besta búin af hendi náttúr- unnar. Þola vel skort og frost og kulda, dugleg aS bjarga sér, synd sem selir, djörf og áræSin. Skyn- færin afar-næm, einkum sjón og þefvísi. Vör um sig og aSgætin í besta lagi. Þegar hreindýraflokk- ur tekur á sig náSir, er einatt hafSur úti vörSur, sem gerir aSvart þegar í staS, ef eitthvaS óvenju- legt ber fyrir augu eSa eyru eSa einhver hætta virSist á ferSum. VörSurinn er oftast gömul kýr, gætin og veraldarvön. Þá er hún hefir lokiS þegn- skyldu sinni á verSinum, fer hún umsvifalaust í háttinn, en önnur tekur viS, ef þá er „sofiS“ leng- ur. Þegar hreindýraflokkur tekst ferS á hendur einhverra erinda, svo sem til þess aS kanna ríki sitt eSa svipast um eftir betra haglendi, fara venju- lega rosknar og ráSsettar kýr fyrir, en gamlir hreinar fara í síSara lagi og gæta þess m. a., aS ungviSinu dveljist ekki aS óþörfu eSa skiljist viS hópinn. Hreindýr fara sjaldan löturhægt á þeirn ferSum —■ og raunar aldrei — heldur stíga jafnan liSugt eSa brokka viS fót. Og einatt munu þau kunna því best, aS hafa vindinn í fangiS. Þau eru örugg og óttalaust, meSan forystukýrin gefur ekki merki um, aS hætta sé á ferSum. En sé merki gefiS, er allur hópurinn óSara kominn á rjúkandi sprett. Hreindýr eru nytsamar skepnur. Þau eru ágæt til frálags, feldurinn (hreinbjálfi) mikils virSi og kjötiS herramanns matur. Tömdum hreinum er beitt fyrir æki og þykja duga hiS besta — eru bæSi viljugir og þolnir. SumstaSar eru þeir notaSir til áburSar og jafnvel til reiSar. Drepsóttir í dýrum. Þegar eg var unglingur, átti eg tal viS hákarla- mann, sem komiS hafSi í Kölbeinsey á varptíma og þar þá svo mikiS svartfuglsvarp, aS skipverj- ar tóku um 1400 egg og „sá varla högg á vatni“, mælti maSurinn. Nú fyrii fám árum var gerS ferS í eyna til fangs, frá Húsavík, og var þaS á varp- tíma. En engi fugl var þar þá og engi egg á eynni. ViSkoma bjargfugls er lítil og er því auSskiliS, aS sá fugl þverri þegar hann sjálfur er drepinn unnvörpum i varpstöSvunum sjálfum, og eggin gertínd af hillunum. Fá ár eru síSan aS í Drang- ey veiddust á einu vori 100 þúsundir fugla og mun aSgangurinn vera svipaSur annarsstaSar. Þegar svo drepsóttir koma yfir fuglinn öðru hverju, má segja, aS bjargfuglinn sé milli tveggja elda. Um þaS bil sem eg var á fermingaraldri, mun mikil drepsótt hafa herjaS á svartfuglinn fyrir norSan land, nema ef ætiskortur hefir átt hlut aS

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.