Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1940, Page 7

Dýraverndarinn - 01.11.1940, Page 7
DÝRAVERNDARINN 59 máli. Þá gengu stórhriöar langvinnar og rak fugl- inn unnvörpum á allar fjörur, sem voru áveöra. Suman fuglinn hrakti upp um sveitir. Allur þessi fugl var skinhoraður, svo að á skipi hvers var svo sem einn biti manns. Vargar sátu um þessa vesa- linga, hrafn og svartbakur, tóku þá í flæöarmáli og rifu í sig lifandi. Allmargir fuglar fundust þó heilir, þegar upp stytti hverja hríö og reki var genginn, og voru þeir hirtir til þess aö fá af þeim dúninn. Ræflarnir voru einnig nýttir, þeir sem eitt- hvaö var af aö hafa. Eg man aö eg varö fingra- sár af aö plokka fuglinn, því aö svrtfugl er eigi auöplokkaður, enda þótt í holdum sé. En þessir veslingar báru hnipinn ham og svo veikan, að hamr rifnaöi þegar i dúninn var gripiö, og var þetta verk allilt. Mér taldist svo til, að á einum vetri muni hafa komiö á reka ábýlisjaröar föður niíns (Sandsreka) iooo fuglar og aö sama skapi á liina þrjá, sem liggja fyrir botni Skjálfandaflóa. Svipaður svart- fuglsreki mun hafa verið út meö báöum ströndum. Hafi samskonar reki verið á allri strandlengjunni milli Horns og Langaness má gera ráð fyrir, að ioo þúsundir svartfugla — haftyröill meö talinn — hafi sopið hveljur dauöans á þessum vetri. Sennilegt er, aö á ísaárunum hafi veriö átuskort- ur í sjónum noröanlands, vegna kulda í íshafinu, og hefir þá dauöi fuglanna stafaö af liallæri. Sumarið eftir ísaveturinn 1918 var drepsótt í landsel á svæðinu milli Horns og Langaness, eftir því sem eg veit liest, a. m. k. frá Skaga til Rifs- tanga. Þá dó selurinn svo margur hér í Skjálfanda, að eigi hefir náð sér síðan. — Á æskualdri mínum voru um 100 landselir hvert sumar í Skjálfanda- fljóti. Síðan 1918 eru þeir 12—20. Sumarið eftir þenna frosta- og ísavetur rak land- selinn á fjörur, grindhoraöan, og voru lungu sel- anna lilá og þrútin, eins i þeim, sem komu á land með lífsmarki. Svo segja má, aö i þeim selum væri nokkurskonar mæðiveiki. Þessi vitr-a og fagra skepna, landselurinn, er of- sóttur umhverfis alt land, sumstaöar meö aðstoö ríkisféhirslunnar. Þaö kveöur við, aö selurinn sé silungi og laxi skaösamlegur. Eigi hefir veiði sil- unga né laxa aukist í Laxá né Skjálfandafljóti síð- an landselur þvarr i þeim. Þvert á móti. Eg held, aö mönnum sé, fremur en selum, um aö kenna veiðileysu í íslenskum ám. Eigi er selur í Mývatni og þverrar þar veiði. Tvö dæmi vil eg nefna um óhemju seladráp: Saga Borgfirðinga getur þess, að einn einasti mað- ur liafi drepiö 1000 seli i Hvítá. Eg hefi heyrt af vörum Skagfirðings, að maöur, sem bjó við Hér- aðsvatnaós, hafi alls skotiö 1500 seli (landseli) meðan hann hét og var. Þessar þöglu tölur eru stórmælskar. Breiðfirðingar og Strandasýslumenn segja mér þá samkvæðu sögai, að selaveiöi þverri stórum ár frá ári, svo aö nú aflast á vorin hálfu færri kóp- ar en t .d. um n.l. aldamót. Og þó eru veiöivélar auknar, svo að eigi er um að kenna aðburöaskorti. Allar líkur benda í þá átt, aö skamt sé þess aö bíða, að landselur veröi aldauða hér viö land fyrir tilstuölan manna, sem eru grimmari og heimskari en selir. Áður en eg lýk máli minu, vil eg minnast á rjúpnafæöina. Rjúpa er nú t. d. í Þingeyjarsýslu undarlega fá, svo vel sem hefir árað. Orsakir fæð- arinnar gætu veriö þrjár: 1. Drepsótt. Og þá ættu hræin eða dúnn af þeim aö sjást í afréttum, þar sem rjúpa heldur til og i heimalöndum. 2. Fjölgun vals. Hver fálki mun þurfa rjúpu á degi hverjum til matar, eftir því að dæma sem ali- fálkar eta af keti. En eigi veit eg til þess, að fálk- um hafi fjölgað á síðustu misserum. 3. Fjölgun refa. Tæfur eru skæðar rjúpum og lagnar aö veiða þær, einkanlega munu þær gera mikinn usla i rjúpnaeggverum. Refum hefir fjölg- að undarlega á síðustu áratugum og er sá vargur skæður margskonar fugltim. Náttúrufróðir menn halda, að rjúpu sé til þrifn- aðar, aö vargar sé settir henni til höfuðs frá nátt- úrunnar hálfu og þykjast geta rökstutt þá íirru. Samkvæmt þeirri kenningu ættu styrjaldir og drep- sóttir að vera nauðsynlegar mannkyninu til þrifa og fjölgunar. Ofurdráp rjúpna, sem mennirnir eru valdir að, tófan og flugvargur, valda því vissulega, að hún þverrar stórum, og svo harðir vetur. Drepsóttir eru ef til vill að verki. En þó hefir engi maður séð menjar þess í afréttum né nokkursstaðar, að rjúpa hafi fallið í valinn af þeirra völdum. — Fuglafræðingar þverneita því, að rjúpan fari af landi burt ,svo sem draumóramenn láta sér um

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.