Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 3
Sunnan vaka vindar þýðir, vorið bjarta færist nær. Sólin liækkar; brosa blíðir blómaknappar, foldin grær. Sumargestir f jaður-fríðir fljúga heim, — ]>á sá í gær. Var sem hlýddi’ á helgar tíðir, hljómur barst að eyrum skær. Glaðir sungu sætum rómi, svifu lxátt um loftin blá. Mér finnst likt sem ennþái ómi undurmilda röddin há. Andans kaldur doða-drómi datt af mér — þá hópinn sá. Töfrahreimur, tign og Ijómi lil mín barst þeim vinum frá. Vonaglaðir vængjum þöndum veginn svifu lofts um geim, suðrænum frá sólarlöndum, sigri virtust fagna þeim: aftur heilsa ættlandsströndum, enn að vera komnir heim. Átthaganna bundnir böndum bú skal rcist, af hverjum tveim. Sjáið, hvað þeir setja glaðir sín að byggja hreiður smá. Safna stráium, raða’ í raðir, riðið körfu litla fá. Saman starfa „frú“ og „faðir“, fjarri þeim er hyggjan grá. Hver sá heljar treður traðir, er tekur vopn að myrða þá. Alfaðir og sumarsólin, signi þá um hæð og mó. Gefi’ að finni gömlu bólin, gleði, fæðu, yndi, fró. Varni hretum, veiti skjólin, verndi börnin smá í ró. Þó að sunnar syngi’ um jólin, syngi’ að vori heima þó. S ó l m. E i na r s s o n.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.