Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.05.1946, Blaðsíða 7
DYRAVERNDARINN 29 Fluga vorið 1945. og stóð svo grafkyrr. Eg sé þær ennþá fyrir mér mæðgurnar, þar sem þær stóðu hnarreist- ar og frjálslegar .... og létu okkur, börnin, taka sig. Við tvímenntum heim. Á leiðinni kvartaði eg undan því, live harður væri hrygg- ur Lýsu, líklega hefi eg verið með reiðsæri, það kom stundum fyrir á vorin á þeim áriun, en í þetta sinn er mér minnisstætt, hvernig Ölafur bætti úr þessu. Hann klæddi sig úr jakk- anum og lét mig hafa hann fyrir reiðver. Eftir ])að ]nirfti eg ekki að kvarta, en hvernig jakk- inn var ásýndum þegar heirn kom, skal ósagt látið. Fyrsta veturinn var Fluga alin ein í húsi, sem var áfast lambhúsinu og rúmaði varla nema einn hest. Henni var ekki beitt, en einn góðan veðurdag datt einhverjum í hug, að nauðsynlegt væri að lofa folaldinu að viðra sig. Þá var hér vetrarmaður karl einn, sem Kristinn hét. Hann lét band um hálsinn á Flugu og hélt sjálfur í endann, því að hann vildi ekki missa hana eitthvað út í buskann. Þegar Fluga kom út í góða veðrið greip Iiana galsi, hún brá á leilc og vildi taka til fótanna. Kristinn reyndi að halda henni við húsið, cn af því að lamhhúsið var næsta lágreist, lyfti sú litla sér upp á vegginn, yfir mæninn og niður hinum megin, og fylgdi karlinn á eftir án ])ess að sleppa endanum. Þetta var fyi'sta tamningin. Þegar Fluga var Jjriggja vetra var farið að sniiast á henni. Um sumarið varð hún smala- hestur minn og reið eg henni, þegar e.g fór með lieybandið framan af Mjóadal. Þetta var „grasleysissumarið“ 1918, eftir „frostavetur- inn“. Þá voru heimaslægjur svo illa sprottn- ar, að gi-ipið var til þess að heyja fi-am á dal, þó að löng leið væi’i heim að flytja. Stundum var Fluga mér dálítið óþjál, einkum er við vorum einar á ferð, nokkurum sinnum valt eg af henni, cn allt af náði eg henni aftur og allt af komst cg leiðar minnar á lienni. Hitt veit eg ekki, hvor okkar það var, sem meir tamdi hina. Fjögurra vetra gömul kornst Iiún í kynni við í'eiðing og heim bar hún móinn í 27 ár. Móskurðui'inn er uppi á fjalli í hvilft, sem lieit- ir Kálfabani. Þangað er ekki fært með vagn og verður að flytja rnóinn á reiðing niður bratta lilíð. Fluga var níu ái'a þegar vagn kom á heim- ilið; upp frá þvi varð aðalstarf hennar í aktygj- unum. Þó var hún lengi vel notuð til í’ciðar líka, þegar með þurfti, enda var lnin bæði þýðgeng og lipur. Og svo var hún fótviss, að um hana mátti segja: „Aldrei hnaut hún eða féll alla sína daga“. A. m. k. vissi eg aldrei til þess. Voi'ið, sem Fluga var fimnx veti'a, komst hún í lífsháska, og af því að björgun hennar þá er eina kraftaverkið, senx eg lxcfi verið sjón- arvottur að, langar mig til að segja dálítið greinilega frá því. Heiðará fellur af Gcmlufalls- heiði niður á Bjarnardal. Hún er vatnslítil, en fellur í flúðum og fossum. Yfir liana liggur leiðin millum önundarfjarðar og Dýrafjarðar. En þar senx áin gat á stundunx ox’ðið hinn versti farartálmi, hafði verið sett á hana all-mynd- Mórinn reiddur heim.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.