Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1947, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.09.1947, Blaðsíða 3
EMiL TDMABEDN : SAGAJV AF KOL Tildrög. Sumarið 1910 vann ég aðallega að jarða- bótum á nokkrum heimilum i lireppsfélagi einu á Austfjörðum. Og sólbjartan sunnudag einn, seint um sumarið, var ég lausríðandi á ferð milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og fór mikinn, eins og gömlu mennirnir orðuðu það á stundum. Þegar lialla tók niður Hólmahálsinn Reyð- arfjarðarmegin, vissi ég ekki fyrr en liest- ur minn tók snöggt viðbragð til vinstri lit af veginum. Ég sveigði liann þó aftur inn á veginn og sá þá, livað það var, sem liest- urinn hræddist. Lausl frá veginum, í lyng- brekku, gat að lita mann á fjórum fótum. Hann var ekki að tína ber. Það var dálítið annað fáséðara, sem vakti athygli mína og forvitni. Ég reið yfir veginn, niður i graslaut, tók hnakkinn af hestinum, sem var dálítið sveittur, og smeygði beizlinu upp á makk- ann, svo að honum væri auðvcldara að fá sér munntuggu þar í hvamminum, meðan staðið yrði við. Dýravinur. Gekk ég síðan til mannsins og fleygði mér niður i brekkuna hjá honum og tók hann tali. Hann kvaðst heita Valdimar. Hann var bægur í fasi og yfirlætislaus, talaði hægt, og mér fannst hann furðu lengi að koma frá sér hverri setningu. Emil Tómasson. Valdimar var hér með pínulitinn, blindan tíkar-hvolp í lúkum sínum, fárra daga gaml- an, og var að lála hann nærast af móður- inni, sem lá hér i brekkunni flötum bein- um og teygði frá sér alla anga. En þetta bafði atvikazt þannig, að Valdi- mar var á ferð uppi á Fljótsdalshéraði, og' þar liafði tíkin hans l'ætt þennan litla son i heiminn. Nú var Valdimar á heimleið og fór sér rólega yfir frónið með þennan vand- ræða flutning. Ég gat dáðst að nákvæmni þessa manns við dýrin. Þegar lilla brjóstbarnið Jiafði drukkið nægju sína, fékk ég að slcoða það í krók og kring, en á meðan gaf Valdimar móðurinni brauð og kjöt úr ijolva sínum. Siðan var litli ferðalangurinn settur innan i hlýjan ullar- flóka og þar utan yfir klútur og bindi, og stakk Valdimar siðan bögglinum í barm sér. Hélt svo livor sína leið. Um leið og ég kvaddi Valdimar, sagði ég við hann: — Það er bezt ég fái hjá þér þennan livolp — svona síðar meir. Ég hafði það á

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.