Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1947, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.09.1947, Blaðsíða 6
36 DYRAVERNDARINN Ilcr á myndinni sést innsti hlnti dals- ins inn af botni Reyðarfjarðar. Afdalnr einn skerst inn á milli múlanna, sem sjást greinilega hægra megin á miðgrunni myndarinnar. Fremst i ])essum afdal er bærinn Stuðlar. Þar bjó Emil Tómasson, höfundur frásögunnar um Kol, alllengi, og þar átti Kolur beima mestar hluta ævi sinnar. með mér og liélt síðan af stað inn á Lands- enda. Mátti svo heita, að við Sveinn fær- um jafnt af stað, en nú fórum við hvor í sína átt með okkar ágætu hunda. Við Landsendann má heita, að Múlaáin vink- ilbeygi frá norðri til austurs, en við það myndast allhá brekka, grasi gróin, móti suðri, og er þar gott skjól fyrir norðan átt- inni. I þetta sinn sá enginn, að hér væri nein brekka, því að snjórinn hafði sléttað liér allt svo fagurlega. — Ég liafði sterka trú á því, að þessi brekka hefði mikið aðdráttarafl. Ég potaði stönginni niður hér og hvar og kann- aði dýptina. Kolur gaf þessu verki gætur og þefaði niður í götin í hvert sinn, er ég dró stöngina upp. Ég veiti því eftirtekt, að Kolur er farinn frá mér, spölkorn austur á fönn- ina og nusar þar allvandlega niður í snjó- inn. Datt mér í hug, að þarna væri eitthvað í sambandi við það, sem gerzt hafði daginn áður — því að þarna gengum við um með hundinn mjög vandlega. Ég hætti í bili að pota stönginni og horfði hugfanginn á liáttalag Kols. Þarna fer hann allstóra hringi með trýnið þétt við snjóinn. Allt í einu lítur hann snöggt upp og stendur grafkyrr æði stund, veifar skottinu litið eitt, heldur annarri fram- löppinni á lofti og veltir vöngum og næstum að hann leggi undir flatt. — Því lætur hundur- inn svona? Ætli hann heyri eitthvert þrusk i snjónum? Tvær fyrirmyndar foru§tiiær Hér eru tvær ágætar forustuær með lömbum sínum. Önnur þeirra hét Rila en hin Bílda, og var sú síðarnefnda dóttir hinnar. Þær áttu húima norður í Kelduhverfi, en á sumrin gekk sú eldri alltaf á Mývatnssveitar- öræfum en dóttirin á Þeistareykjalandi austur frá Aðaldal. I göngunum á haustin þótti leitar- mönnum þær ekki vera lambið að leika sér við og náðust þær oftast ekki af fjöllum, fyrr en komið var fram á vetur. En þegar þær höfðu loks verið handsamaðar urðu þær eins og ljós, og töldu það auðsjáanlega skyldu sína, þegar svo var komið, að vera öðrum sauðskepnum til fyrirmyndar. Framh. í næsta blaði. Ölafur Eggertsson.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.